Innlent

Ekki til peningur fyrir byggingu nýrra hjúkrunarheimila

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Í dag er vika í sveitarstjórnarkosningar og hafa margir frambjóðendur eflaust verið spurðir hvað þeir ætli að gera í málefnum aldraðra og fjölgun hjúkrunarrýma á viðkomandi svæði. Spjótin beinast að heilbrigðisráðherra, sem hefur með fjölgun hjúkrunarrýma að gera og byggingu nýrra hjúkrunarheimila. Í dag bíða um 240 manns eftir slíku rýmum þegar landið allt er undir. Er það viðunandi ?

„Nei, við viljum klárlega gera betur en það sem setur okkur skorður er fjárhagsleg geta. Á meðan að svo er þá erum við að horfa til þess að geta mættu þessu með einhverjum öðrum ráðum, eins og t.d. meiri og betri þjónustu í heimahúsum, sumstaðar hefur það gengið mjög vel en annarsstaðar miður, það er bara eins og allt annað í lífinu,“ segir Kristján Þór.

Hann  segir þörfina mesta í Reykjavík, Húsavík og Selfossi en í apríl í fyrra skrifaði fyrri ríkistjórn undir viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um nýt 88 rúma hjúkrunarrými við Sléttuveg í Reykjavík.

„Hún getur ekki orðið að veruleika nema að það fylgir fjármunir til framkvæmda, því miður eru þeir ekki til reiðu,“ segir ráðherrann.

Kristján Þór segir að staðan á Suðurlandi sé óvenjulega góð.

„Miðað við metna þörf fyrir hjúkrunarrými á Suðurlandi þá er hún 234 rými en það háttar þannig til að á Suðurlandi eru 256 rými í rekstri þannig að við erum í rauninni að reka hér 22 hjúkrunarrými umfram metna þörf,“ segir hann.

Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi, aðallega þó í Árnessýslu  hafa kvartað sáran undan vöntun á nýjum hjúkrunarrýmum á svæðinu.  Hverju svarar ráðherra því ?

„Þeir eiga ekkert að væla, þeir eiga bara að vinna sín verk og halda áfram að berjast fyrir hagsmunum sinna sveitarfélaga.“


Tengdar fréttir

Deilt um úthutun hjúkrunarrýma á Suðurlandi

Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir það óskiljanlega ákvörðun að ákveðið hafi verið flytja ný hjúkrunarrými frá Árnessýslu á önnur svæði á Suðurlandi því í sýslunni bíði þrettán manns, allt veikt fólk í brýnni þörf að komast inn á hjúkrunarheimili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×