Ekki til peningur fyrir byggingu nýrra hjúkrunarheimila Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. maí 2014 20:00 Í dag er vika í sveitarstjórnarkosningar og hafa margir frambjóðendur eflaust verið spurðir hvað þeir ætli að gera í málefnum aldraðra og fjölgun hjúkrunarrýma á viðkomandi svæði. Spjótin beinast að heilbrigðisráðherra, sem hefur með fjölgun hjúkrunarrýma að gera og byggingu nýrra hjúkrunarheimila. Í dag bíða um 240 manns eftir slíku rýmum þegar landið allt er undir. Er það viðunandi ? „Nei, við viljum klárlega gera betur en það sem setur okkur skorður er fjárhagsleg geta. Á meðan að svo er þá erum við að horfa til þess að geta mættu þessu með einhverjum öðrum ráðum, eins og t.d. meiri og betri þjónustu í heimahúsum, sumstaðar hefur það gengið mjög vel en annarsstaðar miður, það er bara eins og allt annað í lífinu,“ segir Kristján Þór. Hann segir þörfina mesta í Reykjavík, Húsavík og Selfossi en í apríl í fyrra skrifaði fyrri ríkistjórn undir viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um nýt 88 rúma hjúkrunarrými við Sléttuveg í Reykjavík. „Hún getur ekki orðið að veruleika nema að það fylgir fjármunir til framkvæmda, því miður eru þeir ekki til reiðu,“ segir ráðherrann. Kristján Þór segir að staðan á Suðurlandi sé óvenjulega góð. „Miðað við metna þörf fyrir hjúkrunarrými á Suðurlandi þá er hún 234 rými en það háttar þannig til að á Suðurlandi eru 256 rými í rekstri þannig að við erum í rauninni að reka hér 22 hjúkrunarrými umfram metna þörf,“ segir hann. Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi, aðallega þó í Árnessýslu hafa kvartað sáran undan vöntun á nýjum hjúkrunarrýmum á svæðinu. Hverju svarar ráðherra því ? „Þeir eiga ekkert að væla, þeir eiga bara að vinna sín verk og halda áfram að berjast fyrir hagsmunum sinna sveitarfélaga.“ Tengdar fréttir Hjúkrunarheimili við Sléttuveg: Ekkert á bak við viljayfirlýsingu fyrrverandi ráðherra Heilbrigðisráðherra segir ekkert fjármagn hafa fylgt viljayfirlýsingu forvera síns um byggingu 88 rýma hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. Skrifað hafi verið undir rétt fyrir þingkosningar. 7. maí 2014 20:00 Borgarstjórn skorar á velferðarráðherra að byggja hjúkrunarheimili Áskorunin var samþykkt einróma á borgarstjórnarfundi í dag. 6. maí 2014 18:52 Deilt um úthutun hjúkrunarrýma á Suðurlandi Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir það óskiljanlega ákvörðun að ákveðið hafi verið flytja ný hjúkrunarrými frá Árnessýslu á önnur svæði á Suðurlandi því í sýslunni bíði þrettán manns, allt veikt fólk í brýnni þörf að komast inn á hjúkrunarheimili. 11. maí 2014 18:25 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Í dag er vika í sveitarstjórnarkosningar og hafa margir frambjóðendur eflaust verið spurðir hvað þeir ætli að gera í málefnum aldraðra og fjölgun hjúkrunarrýma á viðkomandi svæði. Spjótin beinast að heilbrigðisráðherra, sem hefur með fjölgun hjúkrunarrýma að gera og byggingu nýrra hjúkrunarheimila. Í dag bíða um 240 manns eftir slíku rýmum þegar landið allt er undir. Er það viðunandi ? „Nei, við viljum klárlega gera betur en það sem setur okkur skorður er fjárhagsleg geta. Á meðan að svo er þá erum við að horfa til þess að geta mættu þessu með einhverjum öðrum ráðum, eins og t.d. meiri og betri þjónustu í heimahúsum, sumstaðar hefur það gengið mjög vel en annarsstaðar miður, það er bara eins og allt annað í lífinu,“ segir Kristján Þór. Hann segir þörfina mesta í Reykjavík, Húsavík og Selfossi en í apríl í fyrra skrifaði fyrri ríkistjórn undir viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um nýt 88 rúma hjúkrunarrými við Sléttuveg í Reykjavík. „Hún getur ekki orðið að veruleika nema að það fylgir fjármunir til framkvæmda, því miður eru þeir ekki til reiðu,“ segir ráðherrann. Kristján Þór segir að staðan á Suðurlandi sé óvenjulega góð. „Miðað við metna þörf fyrir hjúkrunarrými á Suðurlandi þá er hún 234 rými en það háttar þannig til að á Suðurlandi eru 256 rými í rekstri þannig að við erum í rauninni að reka hér 22 hjúkrunarrými umfram metna þörf,“ segir hann. Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi, aðallega þó í Árnessýslu hafa kvartað sáran undan vöntun á nýjum hjúkrunarrýmum á svæðinu. Hverju svarar ráðherra því ? „Þeir eiga ekkert að væla, þeir eiga bara að vinna sín verk og halda áfram að berjast fyrir hagsmunum sinna sveitarfélaga.“
Tengdar fréttir Hjúkrunarheimili við Sléttuveg: Ekkert á bak við viljayfirlýsingu fyrrverandi ráðherra Heilbrigðisráðherra segir ekkert fjármagn hafa fylgt viljayfirlýsingu forvera síns um byggingu 88 rýma hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. Skrifað hafi verið undir rétt fyrir þingkosningar. 7. maí 2014 20:00 Borgarstjórn skorar á velferðarráðherra að byggja hjúkrunarheimili Áskorunin var samþykkt einróma á borgarstjórnarfundi í dag. 6. maí 2014 18:52 Deilt um úthutun hjúkrunarrýma á Suðurlandi Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir það óskiljanlega ákvörðun að ákveðið hafi verið flytja ný hjúkrunarrými frá Árnessýslu á önnur svæði á Suðurlandi því í sýslunni bíði þrettán manns, allt veikt fólk í brýnni þörf að komast inn á hjúkrunarheimili. 11. maí 2014 18:25 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Hjúkrunarheimili við Sléttuveg: Ekkert á bak við viljayfirlýsingu fyrrverandi ráðherra Heilbrigðisráðherra segir ekkert fjármagn hafa fylgt viljayfirlýsingu forvera síns um byggingu 88 rýma hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. Skrifað hafi verið undir rétt fyrir þingkosningar. 7. maí 2014 20:00
Borgarstjórn skorar á velferðarráðherra að byggja hjúkrunarheimili Áskorunin var samþykkt einróma á borgarstjórnarfundi í dag. 6. maí 2014 18:52
Deilt um úthutun hjúkrunarrýma á Suðurlandi Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir það óskiljanlega ákvörðun að ákveðið hafi verið flytja ný hjúkrunarrými frá Árnessýslu á önnur svæði á Suðurlandi því í sýslunni bíði þrettán manns, allt veikt fólk í brýnni þörf að komast inn á hjúkrunarheimili. 11. maí 2014 18:25