Innlent

Ekki búið að taka afstöðu til hópnauðgunarkæru

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Piltarnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald og voru þeir í einangrun á Litla-Hrauni.
Piltarnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald og voru þeir í einangrun á Litla-Hrauni. Vísir / Vilhelm
Enn liggur ekki fyrir hvort ákært verði í hópnauðgunarmáli sem ung stúlka kærði til lögreglu í sumar. Málið er á borði ríkissaksóknara sem hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort gefin verði út ákæra eða málið látið falla niður. Í svari við fyrirspurn Vísis segir saksóknari að málið sé til meðferðar.

Um er að ræða kæru sextán ára stúlka gegn fimm pilta fyrir nauðgun í samkvæmi í Breiðholti í maí á þessu ári. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en lýstu allir sem einni yfir sakleysi sínu. Myndband af atvikinu er meðal gagna í málinu.

Rannsókn lögreglu lauk í sumar og var málið komið á borð ríkissaksóknara í lok júnímánaðar.


Tengdar fréttir

Reyndu að eyða myndbandi af nauðguninni

Fimmmenningarnir sem grunaðir eru um að nauðga sextán ára stúlku ræddu saman um atvikið á Facebook og báru saman bækur sínar. Þeir eyddu myndbandi sem til var af nauðguninni og töldu þá að engin sönnunargögn væru til í málinu.

Fimm piltar handteknir vegna hópnauðgunar

Fórnarlambið er sextán ára menntaskólastúlka. Dómari í héraðsdómi hefur tekið sér frest til morguns til að ákveða um gæsluvarðhald. Ungu mennirnir eru í haldi lögreglu og verða vistaðir í fangageymslum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×