Efast um að maðurinn hafi farið í ána Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2014 14:30 Hér má sjá kort af því hvar bíllinn fór út í ána og hvar maðurinn svo fannst. vísir/loftmyndir Lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar mál mannsins sem fannst kaldur og hrakinn neðan við flugvöllinn á Selfossi í gærmorgun, föstudag. Talið var að maðurinn hefði farið út í Ölfusá í bíl á ellefta tímanum á fimmtudagskvöld en hann fannst um hálfum sólarhring síðar á fyrrnefndum stað. Samkvæmt heimildum Vísis er efast um að maðurinn hafi farið í ána. Maðurinn er á 29. aldursári og hefur endurtekið komist í kast við lögin. Hann á að baki langan sakaferil og hefur meðal annars setið inni fyrir þjófnað, fjársvik og fíkniefnabrot. Fulltrúi lögreglunnar á Selfossi vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Vísað var á yfirmenn lögreglunnar sem mæta til vinnu á mánudag.Frá leitinni.Kom gangandi til móts við leitarmenn Lögreglunni barst tilkynning á fimmtudagskvöldið að bíll hefði sést fara út í Ölfusá á milli kirkjunnar og hótelsins á Selfossi. Talið var að einn hefði verið í bílnum og voru lögreglumenn og björgunarsveitarmenn ræstir út. Á níunda tug björgunarsveitarmanna leituðu mannsins langt fram á nótt auk þess sem kafarar með málmleitartæki og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kölluð út. Hvorki fannst maður né bíll. Leit hófst að nýju í birtingu á föstudagsmorgun og um klukkan 10:20 dró til tíðinda. Maður kom gangandi til móts við leitarmenn úr björgunarsveitinni Dagrenningu nærri flugvellinum á Selfossi. Völlurinn er um tveimur til þremur kílómetrum frá hótelinu á Selfossi. Voru þá liðnar tæpar tólf klukkustundir síðan tilkynning barst um að bíll hefði farið út í Ölfusá. Áin er afar straumhörð.vísir/gva„Hann var illa áttaður þegar hann fannst og það verður að bíða betri tíma að fá skýringar frá honum sjálfum. Það litla sem hann hefur sagt okkur er að hann hafi annars vegar verið inni í gámi og hins vegar inni í gröfu,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi við Vísi í gærmorgun. Þá sagði hann óljóst hve lengi maðurinn hefði verið í ánni og sömuleiðis óljóst hvar hann hafi komið á land.Litlar líkur á að bíllinn finnist Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og í kjölfarið á Landspítalann í Reykjavík. Víðir Óskarsson, yfirlæknir á bráða- og slysamóttöku HSU, staðfesti við Vísi í gær að líðan mannsins væri eftir atvikum góð. Hann væri ekki í neinni lífshættu. Bíllinn hefur enn ekki fundist og er ekki fyrirhuguð leit að honum að svo stöddu. Taldar eru litlar líkur á að bifreiðin finnist sökum þess hve straumhart er á svæðinu. Tengdar fréttir Leitaði skjóls í vélgröfu Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir það kraftaverki líkast að maður sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi hafi fundist á lífi í morgun. 14. nóvember 2014 13:40 Bíll fór út í Ölfusá Umfangsmikil leit stendur yfir við ánna og taka um hundrað manns þátt. 13. nóvember 2014 23:27 Maðurinn fundinn á lífi Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. 14. nóvember 2014 10:49 „Það er enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa“ Tuttugu og níu ára gamall maður sem kom í leitirnar í morgun eftir að bíll hans fór út í Ölfusá, skammt frá Hótel Selfossi í gærkvöldi, hefur verið fluttur til aðhlynningar á Landsspítalanum. 14. nóvember 2014 14:30 Leit hafin á ný í Ölfusá Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi. 14. nóvember 2014 09:52 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar mál mannsins sem fannst kaldur og hrakinn neðan við flugvöllinn á Selfossi í gærmorgun, föstudag. Talið var að maðurinn hefði farið út í Ölfusá í bíl á ellefta tímanum á fimmtudagskvöld en hann fannst um hálfum sólarhring síðar á fyrrnefndum stað. Samkvæmt heimildum Vísis er efast um að maðurinn hafi farið í ána. Maðurinn er á 29. aldursári og hefur endurtekið komist í kast við lögin. Hann á að baki langan sakaferil og hefur meðal annars setið inni fyrir þjófnað, fjársvik og fíkniefnabrot. Fulltrúi lögreglunnar á Selfossi vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Vísað var á yfirmenn lögreglunnar sem mæta til vinnu á mánudag.Frá leitinni.Kom gangandi til móts við leitarmenn Lögreglunni barst tilkynning á fimmtudagskvöldið að bíll hefði sést fara út í Ölfusá á milli kirkjunnar og hótelsins á Selfossi. Talið var að einn hefði verið í bílnum og voru lögreglumenn og björgunarsveitarmenn ræstir út. Á níunda tug björgunarsveitarmanna leituðu mannsins langt fram á nótt auk þess sem kafarar með málmleitartæki og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kölluð út. Hvorki fannst maður né bíll. Leit hófst að nýju í birtingu á föstudagsmorgun og um klukkan 10:20 dró til tíðinda. Maður kom gangandi til móts við leitarmenn úr björgunarsveitinni Dagrenningu nærri flugvellinum á Selfossi. Völlurinn er um tveimur til þremur kílómetrum frá hótelinu á Selfossi. Voru þá liðnar tæpar tólf klukkustundir síðan tilkynning barst um að bíll hefði farið út í Ölfusá. Áin er afar straumhörð.vísir/gva„Hann var illa áttaður þegar hann fannst og það verður að bíða betri tíma að fá skýringar frá honum sjálfum. Það litla sem hann hefur sagt okkur er að hann hafi annars vegar verið inni í gámi og hins vegar inni í gröfu,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi við Vísi í gærmorgun. Þá sagði hann óljóst hve lengi maðurinn hefði verið í ánni og sömuleiðis óljóst hvar hann hafi komið á land.Litlar líkur á að bíllinn finnist Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og í kjölfarið á Landspítalann í Reykjavík. Víðir Óskarsson, yfirlæknir á bráða- og slysamóttöku HSU, staðfesti við Vísi í gær að líðan mannsins væri eftir atvikum góð. Hann væri ekki í neinni lífshættu. Bíllinn hefur enn ekki fundist og er ekki fyrirhuguð leit að honum að svo stöddu. Taldar eru litlar líkur á að bifreiðin finnist sökum þess hve straumhart er á svæðinu.
Tengdar fréttir Leitaði skjóls í vélgröfu Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir það kraftaverki líkast að maður sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi hafi fundist á lífi í morgun. 14. nóvember 2014 13:40 Bíll fór út í Ölfusá Umfangsmikil leit stendur yfir við ánna og taka um hundrað manns þátt. 13. nóvember 2014 23:27 Maðurinn fundinn á lífi Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. 14. nóvember 2014 10:49 „Það er enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa“ Tuttugu og níu ára gamall maður sem kom í leitirnar í morgun eftir að bíll hans fór út í Ölfusá, skammt frá Hótel Selfossi í gærkvöldi, hefur verið fluttur til aðhlynningar á Landsspítalanum. 14. nóvember 2014 14:30 Leit hafin á ný í Ölfusá Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi. 14. nóvember 2014 09:52 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Leitaði skjóls í vélgröfu Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir það kraftaverki líkast að maður sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi hafi fundist á lífi í morgun. 14. nóvember 2014 13:40
Bíll fór út í Ölfusá Umfangsmikil leit stendur yfir við ánna og taka um hundrað manns þátt. 13. nóvember 2014 23:27
Maðurinn fundinn á lífi Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. 14. nóvember 2014 10:49
„Það er enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa“ Tuttugu og níu ára gamall maður sem kom í leitirnar í morgun eftir að bíll hans fór út í Ölfusá, skammt frá Hótel Selfossi í gærkvöldi, hefur verið fluttur til aðhlynningar á Landsspítalanum. 14. nóvember 2014 14:30
Leit hafin á ný í Ölfusá Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi. 14. nóvember 2014 09:52