Dýrafjarðargöng færast nær fyrstu sprengingu Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2016 21:15 Vegagerðin hefur tilkynnt bjóðendum að tilboð í Dýrafjarðargöng verði opnuð í janúarbyrjun. Tilboðin verða hins vegar ekki opnuð nema Alþingi verði þá búið að samþykkja fjárlög. Vegurinn yfir Hrafnseyrarheiði er helsta ástæðan fyrir því hversvegna menn vilja Dýrafjarðargöng. Hann nær upp í 550 metra hæð yfir sjávarmáli og er jafnan ófær í fjóra til fimm mánuði yfir vetrartímann og helsti farartálminn í vegi þess að hægt sé að aka allt árið milli byggða á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum.Vegurinn upp á Hrafnseyrarheiði liggur um brattar skriður, bæði Dýrafjarðar- og Arnarfjarðarmegin.Mynd/Stöð 2.Dýrafjarðargöng eru stærsta verkefnið á þeirri samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti í haust, talin kosta yfir níu milljarða króna, en þau verða 5,6 kílómetra löng. Þar sem þau verða grafin innarlega í Arnarfirði og Dýrafirði fæst 27 kílómetra stytting Vestfjarðavegar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur.Í forvali á evrópska efnahagssvæðinu voru sjö verktakasamsteypur metnar hæfar til að bjóða í verkið. Þær samanstanda af fyrirtækjum frá Íslandi, Danmörku,Tékklandi, Sviss, Noregi, Portúgal, Ítalíu og Spáni en Vegagerðin sendi útboðsgögn til þeirra í dag. Tilboðin á að opna þann 10. janúar, eftir tvo mánuði. Þó er einn fyrirvari, að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Ef ekki verður búið að samþykkja fjárlög, þá verður beðið með að opna tilboðin þar til fjárheimild Alþingis liggur fyrir. Stefnt er að því að ljúka samningum við lægstbjóðanda í mars eða apríl og að framkvæmdir hefjist um mitt ár. Áætlað er að verkið taki um þrjú ár og að göngin verði tilbúin sumarið 2020.Séð að Dýrafjarðarbrú. Jarðgöngin verða grafin í gegnum fjallið handan brúar og yfir í Arnarfjörð.Mynd/Stöð 2. Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Lífsspursmál að eyða óvissunni um Dýrafjarðargöng Þetta segir í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 31. janúar 2014 08:07 Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00 Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Mest lesið Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Viðskipti innlent Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Viðskipti innlent Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Fleiri fréttir Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Sjá meira
Vegagerðin hefur tilkynnt bjóðendum að tilboð í Dýrafjarðargöng verði opnuð í janúarbyrjun. Tilboðin verða hins vegar ekki opnuð nema Alþingi verði þá búið að samþykkja fjárlög. Vegurinn yfir Hrafnseyrarheiði er helsta ástæðan fyrir því hversvegna menn vilja Dýrafjarðargöng. Hann nær upp í 550 metra hæð yfir sjávarmáli og er jafnan ófær í fjóra til fimm mánuði yfir vetrartímann og helsti farartálminn í vegi þess að hægt sé að aka allt árið milli byggða á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum.Vegurinn upp á Hrafnseyrarheiði liggur um brattar skriður, bæði Dýrafjarðar- og Arnarfjarðarmegin.Mynd/Stöð 2.Dýrafjarðargöng eru stærsta verkefnið á þeirri samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti í haust, talin kosta yfir níu milljarða króna, en þau verða 5,6 kílómetra löng. Þar sem þau verða grafin innarlega í Arnarfirði og Dýrafirði fæst 27 kílómetra stytting Vestfjarðavegar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur.Í forvali á evrópska efnahagssvæðinu voru sjö verktakasamsteypur metnar hæfar til að bjóða í verkið. Þær samanstanda af fyrirtækjum frá Íslandi, Danmörku,Tékklandi, Sviss, Noregi, Portúgal, Ítalíu og Spáni en Vegagerðin sendi útboðsgögn til þeirra í dag. Tilboðin á að opna þann 10. janúar, eftir tvo mánuði. Þó er einn fyrirvari, að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. Ef ekki verður búið að samþykkja fjárlög, þá verður beðið með að opna tilboðin þar til fjárheimild Alþingis liggur fyrir. Stefnt er að því að ljúka samningum við lægstbjóðanda í mars eða apríl og að framkvæmdir hefjist um mitt ár. Áætlað er að verkið taki um þrjú ár og að göngin verði tilbúin sumarið 2020.Séð að Dýrafjarðarbrú. Jarðgöngin verða grafin í gegnum fjallið handan brúar og yfir í Arnarfjörð.Mynd/Stöð 2.
Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Lífsspursmál að eyða óvissunni um Dýrafjarðargöng Þetta segir í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 31. janúar 2014 08:07 Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00 Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Mest lesið Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Viðskipti innlent Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Viðskipti innlent Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Fleiri fréttir Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Sjá meira
Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30
Lífsspursmál að eyða óvissunni um Dýrafjarðargöng Þetta segir í bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 31. janúar 2014 08:07
Jarðgöng til skoðunar efst á Dynjandisheiði Göngin yrðu stutt en tækju af snjóþyngsta og erfiðasta kaflann. 18. maí 2016 19:00
Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15
Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35