Viðskipti innlent

Byrja á 30 alvarlegustu málunum: Hagsmunir upp á hundruð milljóna

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Afgangur gagnanna sem tengdust 400 félögum erlendis sem eru í eigu Íslendinga verður sendur ríkisskattstjóra, að sögn Bryndísar.
Afgangur gagnanna sem tengdust 400 félögum erlendis sem eru í eigu Íslendinga verður sendur ríkisskattstjóra, að sögn Bryndísar.
Rannsókn á 30 alvarlegustu málunum sem byggð eru á gögnum sem skattrannsóknarstjóri keypti fyrir 37 milljónir í byrjun sumar mun hefjast á næstu dögum og vikum.  Í einhverjum málanna eru undir fjárhagslegir hagsmunir sem nema hundruðum milljóna, að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra.

„Þetta þarf ekki endilega að vera skattskyldur stofn. Viðkomandi verður tilkynnt um rannsókn og beðinn um frekari gögn. Þetta upplýsist við rannsókn.“

Ríkisskattstjóri tekur ákvörðun um 400 félög

Bryndís segir að aflað hafi verið gagna eins langt aftur í tímann og lög heimila.

„Endurákvörðun er  heimil sex ár aftur í tímann. Reglur vegna refsiþáttarins eru flóknari ef út í það fer.

Afgangur gagnanna sem tengdust 400 félögum erlendis sem eru í eigu Íslendinga verður sendur ríkisskattstjóra, að sögn Bryndísar.

„Hann tekur ákvörðun um hvort farið verði í eftirlitsaðgerðir. Það kann að vera að þau mál lendi aftur á borði skattrannsóknarstjóra.“

Öfluðu sér viðbótargagna

Greining gagnanna gekk betur en ætlað var, að því er skattrannsóknarstjóri greinir frá. 

„Með viðbótargögnunum sem við öfluðum þurftum við ekki að fara í jafn nákvæma og ítarlega geiningu á einstökum málum og við ætluðum. Með þeim náðum við ágætlega utan um þetta.“ 


Tengdar fréttir

Skattagögnin komin

Gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum eru komin til skattrannsóknarstjóra sem vinnur nú að því að yfirfara þau.

Skattrannsóknarstjóri legst yfir nýkeypt gögn

„Nú er verið að fara yfir gögnin og skoða hvernig lagt verður upp með næstu skref í málinu svo farsælast verði,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×