Erlent

Bretar ætla að hefja loftárásir í Sýrlandi fyrir jól

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
David Cameron
David Cameron vísir/getty
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hyggst leggja tillögu fyrir breska þingið á næstu dögum um loftárásir gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi.

Áætlað er árásirnar hefjist fyrir jól en þetta hefur breska dagblaðið Telegraph eftir heimildarmönnum sínum.

Í frétt á vef blaðsins kemur fram að Cameron muni fara til Parísar á mánudaginn til að ræða hernaðaráætlunina við François Hollande, Frakklandsforseta. Þá mun Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, fara til Íran til að ræða ástandið við yfirvöld þar.

Í kjölfarið mun Hollande svo halda til fundar við Barack Obama, Bandaríkjaforseta, í Washington til að ræða hertar aðgerðir Bandaríkjanna gegn ISIS.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma í vikunni að stórefla aðgerðir gegn ISIS eftir hryðjuverkaárásirnar í París.


Tengdar fréttir

Schengen á lífi

Innanríkis- og dómsmálaráðherrar í Evrópu samþykktu í gær að herða gæslu á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Innanríkisráðherra Frakka segir að ástandið muni vara eins lengi og þörf sé á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×