Borgaskóli kemur best út úr PISA: "Við erum æðisleg“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. júní 2014 12:44 Borgaskóli kom best út úr PISA. „Við erum æðisleg,“ segir Jóhanna S. Vilbergsdóttir, skólastjóri Vættaskóla, og hlær. Skólinn varð til árið 2012 við sameiningu Borgaskóla og Engjaskóla. Borgaskóli kom út best allra skóla í Reykjavík í PISA könnunni árið 2012, sem voru birtar í dag. Engjaskóli kom einnig vel út, mældist yfir meðaltali skólanna í Reykjavík í öllum þáttum sem könnunin náði til. Þegar Jóhanna er spurð hver galdurinn sé á bakvið góðan árangur í könnuninni nefnir hún samstundis góða teymisvinnu kennara á unglingastigi. „Við kennum í þriggja manna teymum. Við skiptum, til dæmis, stærðfræðikennslu hvers hóps í þrennt og kennum öllum hópunum samtímis. Hóparnir fara mishratt yfir efnið og geta nemendur metið sjálfir í hvaða hópi þeir vilja vera. Við hvetjum nemendur til að taka ábyrgð á eigin námi; setja sér markmið og vinna í að styrkja sig. Þetta hefur gefist afar vel og ætlum við að færa þessa hugmynd á neðri stigin. Við byrjum með svona vinnu á miðstiginu núna í haust,“ útskýrir Jóhanna. Jóhanna segir að allt sé til staðar í Vættaskóla. „Við erum með frábæran efnivið, góða nemendur. Við erum með góða kennara og líka gott skipulag.“ Hún segir að vel sé farið yfir niðurstöður allra kannanna. „Ég geri þá kröfu að kennarar fari yfir niðurstöður úr könnunum, eins og þessari og líka samræmdum könnunum. Ég bið þá að sjá hvað má betur fara og líka hvað gengur vel. Sjöundi bekkur kom til dæmis ljómandi vel út úr samræmdu prófunum síðasta haust. Þannig að við erum afskaplega ánægð.“ Hún segir að ekki hafi verið haldið sérstaklega upp á þessar góðu niðurstöður. „Nei,nei. Ég er búin að klappa kennurunum á bakið. Við fögnum öllu sem vel gengur.“ Tengdar fréttir Tæpur helmingur nemenda Fellaskóla nær ekki grunnstigi Samkvæmt samantekt á stærðfræðihæfni nemenda í Reykjavík náðu um 45 prósent nemenda Fellaskóla ekki fyrsta þrepi af sex. 27. júní 2014 11:57 Borgaskóli kom best út úr PISA Hæfni nemenda var metinn eftir þremur þáttum; stærðfræðilæsi, lesskilningi og náttúrufræðilæsi. 27. júní 2014 12:30 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
„Við erum æðisleg,“ segir Jóhanna S. Vilbergsdóttir, skólastjóri Vættaskóla, og hlær. Skólinn varð til árið 2012 við sameiningu Borgaskóla og Engjaskóla. Borgaskóli kom út best allra skóla í Reykjavík í PISA könnunni árið 2012, sem voru birtar í dag. Engjaskóli kom einnig vel út, mældist yfir meðaltali skólanna í Reykjavík í öllum þáttum sem könnunin náði til. Þegar Jóhanna er spurð hver galdurinn sé á bakvið góðan árangur í könnuninni nefnir hún samstundis góða teymisvinnu kennara á unglingastigi. „Við kennum í þriggja manna teymum. Við skiptum, til dæmis, stærðfræðikennslu hvers hóps í þrennt og kennum öllum hópunum samtímis. Hóparnir fara mishratt yfir efnið og geta nemendur metið sjálfir í hvaða hópi þeir vilja vera. Við hvetjum nemendur til að taka ábyrgð á eigin námi; setja sér markmið og vinna í að styrkja sig. Þetta hefur gefist afar vel og ætlum við að færa þessa hugmynd á neðri stigin. Við byrjum með svona vinnu á miðstiginu núna í haust,“ útskýrir Jóhanna. Jóhanna segir að allt sé til staðar í Vættaskóla. „Við erum með frábæran efnivið, góða nemendur. Við erum með góða kennara og líka gott skipulag.“ Hún segir að vel sé farið yfir niðurstöður allra kannanna. „Ég geri þá kröfu að kennarar fari yfir niðurstöður úr könnunum, eins og þessari og líka samræmdum könnunum. Ég bið þá að sjá hvað má betur fara og líka hvað gengur vel. Sjöundi bekkur kom til dæmis ljómandi vel út úr samræmdu prófunum síðasta haust. Þannig að við erum afskaplega ánægð.“ Hún segir að ekki hafi verið haldið sérstaklega upp á þessar góðu niðurstöður. „Nei,nei. Ég er búin að klappa kennurunum á bakið. Við fögnum öllu sem vel gengur.“
Tengdar fréttir Tæpur helmingur nemenda Fellaskóla nær ekki grunnstigi Samkvæmt samantekt á stærðfræðihæfni nemenda í Reykjavík náðu um 45 prósent nemenda Fellaskóla ekki fyrsta þrepi af sex. 27. júní 2014 11:57 Borgaskóli kom best út úr PISA Hæfni nemenda var metinn eftir þremur þáttum; stærðfræðilæsi, lesskilningi og náttúrufræðilæsi. 27. júní 2014 12:30 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Tæpur helmingur nemenda Fellaskóla nær ekki grunnstigi Samkvæmt samantekt á stærðfræðihæfni nemenda í Reykjavík náðu um 45 prósent nemenda Fellaskóla ekki fyrsta þrepi af sex. 27. júní 2014 11:57
Borgaskóli kom best út úr PISA Hæfni nemenda var metinn eftir þremur þáttum; stærðfræðilæsi, lesskilningi og náttúrufræðilæsi. 27. júní 2014 12:30