Innlent

Björgvin G. ráðinn sveitarstjóri Ásahrepps

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ráðherrann fyrrverandi var ráðinn sveitarstjóri.
Ráðherrann fyrrverandi var ráðinn sveitarstjóri.
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, var í daginn skipaður nýr sveitastjóri Ásahrepps í Rangárvallasýslu.

Alls sótti tuttugu og einn um stöðuna en um var að ræða 70 prósent starf.

Björgvin segir í samtali við Vísi að hann hafi heyrt af því um hádegi að honum byðist sveitarstjórastarfið og að öllum líkindum hæfi hann störf um mánaðamótin. Það á þó eftir að ganga frá einstaka atriðum í ráðningasamningi hans og mun Björgvin funda með sveitarstjórnarmeðlimum nú á miðvikudag.

Aðspurður um ástæðu umsóknarinnar segir Björgin að honum hafi einfaldlega þótt auglýsing hreppsnefndarinnar í Morgunblaðinu spennandi og taldi hann að reynsla sín úr stjórnmálum gæti komið að góðum notum í sveitarfélaginu en íbúar þess eru um 194 talsins.

„Ég hef meira og minna starfað á sviði stjórnmála síðustu fimmtán árin og hef töluverða reynslu sem alþingsmaður og ráðherra. Ég var einnig fyrsti þingmaður kjördæmsins á sínum tíma og var þá í miklum samskiptum við sveitarstjórnarmenn. Þetta er sveitarfélag á mínu svæði - „hinu megin við Þjórsá“ - sem auglýsti starf sem ég hef mikinn áhuga á og mér þótti mjög áhugavert að skipta um gír og prófa eitthvað nýtt“.

Ráðning Björgvins gildir út yfirstandandi kjörtímabil. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×