Innlent

Fyrrverandi ráðherra vill verða sveitarstjóri Ásahrepps

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Vísir/Stefán
Tuttugu og tveir sóttu um stóðu sveitarstjóra Ásahrepps í Rangárvallasýslu en um er að ræða 70% starf. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður er á meðal umsækjenda.

„Hreppsnefnd hefur hafið vinnu við að meta umsóknir, en það er  ljóst að það verður vandaverk að velja úr þeim glæsilega hóp er sækjist eftir að vinna fyrir Ásahrepp,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti. Hér má sjá nafnalistann.

Hér má sjá lista yfir umsækjendur um stöðu sveitarstjóra Ásahrepps:

Aðalsteinn J. Halldórsson Sérfræðingur. Fossvöllum 2 Húsavík.

Ágúst Bjarni Garðarson stundarkennar, Vesturholti 7 Hafnarfirði.

Birgir Skaptason Bóndi og umboðsmaður sjóvá. Ásmúla  Ásahrepp.

Björgvin G. Sigurðsson fyrrv. Ráðherra og alþingismaður Skarði.

Björn Arnarson Sölumaður  og fl. Syðri- Hömrum Ásahreppi.

Björn Sigurður Lárusson Hótelstjóri. Vallarási 4 Reykjavík.

Edvard Roed Sjálfstætt starfandi. Kjarrhólmi 18 Kópavogi.

Einar Örn Stefánsson Sérfræðingur. Garðastræti 43 Reykjavík.

Guðlaug Ósk Svansdóttir Framkvæmdastjóri. Glámu Fljótshlíð.

Guðmundur Ágúst Ingvarsson Framkvæmdastjóri.  Reykjavík.

Gunnar Marteinsson Þjónustustjóri. Hólmatúni 3 Álftanesi.

Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir Skólastjóri Goðatúni 7 Garðabæ.

Jón Baldvinsson Sérfræðingur/ráðgjafi. Furuvöllum Mosfellsbæ.

Jón þór Helgason Viðskiptafræðingur. Burknavöllum 8 Hafnarfirði.

Magnús Gísli Sveinsson Sundlaugavörður. Stekkholti 32 Selfossi.

Ólöf Guðmundsdóttir Viðskiptafræðingur. Bakkastöðum 73 Reykjavík.

Sigurður Sigurðarson Sjálfstætt starfandi. Suðurhlið 38 Reykjavík.

Vigfús Andrésson Kennari Berjanesi A – Eyjafjöllum.

Þórey Anna Matthíasdóttir Viðburðastjórnandi Hringbraut 11 Hafnarfirði.

Örn Þórðarson fyrrv. Sveitarstjóri og kennari. Stigahlíð 83 Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×