Innlent

Birgitta vill þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisfrumvarpið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndin er samsett.
Myndin er samsett. Vísir/Eyþór/Stefán/GVA
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata vill að frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún segir að Alþingi hafi brýnni mál til þess að ræða.

„Setjum áfengisfrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum og einbeitum okkur að því að ræða lausnir á þeirri staðreynd að fullt af fólki býr við enn þrengri kjör eftir breytingar á lögum um almannatryggingar,“ skrifar Birgitta á Facebook-síðu sína.

Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum nái frumvarpið fram að ganga sem lagt er fram af þingmönnum úr Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Bjartri Framtíð og Pírötum.

Birgitta segir að Alþingi hafi um mun brýnni umræðuefni að ræða og að verið sé að reyna að afvegaleiða þingið með áfengisfrumvarpinu.

„Það líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um það en alltaf skal það vera fyrsta afvegaleiðingin að ræða endalaust um sama frumvarp sjálfstæðsflokksins um bús í búðir. Ég legg til að einhver skelli í undirskriftarlista til þingmanna um að skella þessu bara í þjóðaratkvæði,“ skrifar Birgitta.


Tengdar fréttir

Auglýsingar leyfðar í nýju áfengisfrumvarpi

Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á léttvíni og bjór verður lagt fram. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en þingmenn Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu einnig styðja málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×