Menning

Barokkið er dautt

Heimspekingurinn Tessa de Zeeuw heimspekingur er annar helmingur tvíeykisins sem stendur fyrir dagskránni Barokkið er dautt.
Heimspekingurinn Tessa de Zeeuw heimspekingur er annar helmingur tvíeykisins sem stendur fyrir dagskránni Barokkið er dautt. Mynd/úr einkasafni
Dagana fyrir og eftir verslunarmannahelgina verður hollenska tvíeykið Erica Roozendaal harmóníkuleikari og Tessa de Zeeuw heimspekingur á ferð um Suðurland og suðvesturhornið. Þær munu flytja tónleika- og heimspekidagskrá undir nafninu „Barokkið er dautt“ eða „The Baroque is Dead“.

Á efnisskrá er tónlist eftir Bent Sørensen, John Zorn, Yuji Takahashi, Ørjen Matre ásamt splunkunýju verki eftir Hafdísi Bjarnadóttur sem nefnist Vögguvísa fyrir eldfjall. Inn í tónleikana fléttast heimspekilegar hugleiðingar og upplestur um vatnabuffalóa, eldfjöll, Þórberg Þórðarson og alræði svo eitthvað sé nefnt.



Tónleikarnir verða sem hér segir: 30. júlí klukkan 16.00 í Kötlusetri, Vík í Mýrdal, 31. júlí klukkan 21.00 á Þórbergssetri, Hala í Suðursveit, 6. ágúst kl. 20.00 á Sunnlenska bókakaffinu, Selfossi, og 7. ágúst kl. 21.00 í Mengi, Óðinsgötu 2 í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×