Enski boltinn

Barcelona gæti klárað kaupin á Suárez fyrir vikulok

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Luis Suárez er á leið frá Liverpool.
Luis Suárez er á leið frá Liverpool. vísir/getty
Luis Suárez gæti orðið leikmaður Barcelona um helgina, samkvæmt heimildum fréttastofu Sky Sports, en forráðamenn félaganna hafa átt í viðræðum undanfarna daga.

Ekkert er eftir nema semja um kaupverðið á kappanum. Liverpool vill fá 80 milljónir punda fyrir úrúgvæska markahrókinn en Barcelona er sagt vilja greiða nær 60 milljónum.

Börsungar bera fyrir sig að Suárez megi ekki spila fyrr en í nóvember vegna leikbannsins fræga, en Liverpool-menn ætla ekki að gefa neinn afslátt af sínum besta manni.

FIFA er búið að staðfesta að félagaskiptin megi ganga í gegn þó leikmaðurinn sé í banni, en hann má ekki koma nálægt fótbolta næstu fjóra mánuðina eftir að bíta Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, á HM.

Luis Suárez varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð þegar hann skoraði 31 mark í 33 leikjum. Hann var kjörinn besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum og blaðamönnum. Hann hefur í heildina skorað 69 deildarmörk í 110 leikjum fyrir Liverpool síðan 2010.


Tengdar fréttir

Blatter lofar Suarez

Forseti FIFA segir refsinguna sem Luis Suarez fékk rétta.

Forseti Barcelona lofar Suarez

Fulltrúar Liverpool og Barcelona hittust til að ræða möguleg vistaskipti Úrúgvæjans umdeilda.

Zubizarreta hrósaði Suárez

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, Andoni Zubizarreta, hrósaði Luis Suárez eftir afsökunarbeiðni Suárez í gær. Suárez hefur verið orðaður við Barcelona undanfarnar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×