Bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti 12. maí 2010 08:24 Síðan hafi Jón Ásgeir og aðrir hinna stefndu notað yfirráð sín yfir bankanum til að veita gríðarhá lán til annarra fyrirtækja, sem þeir réðu yfir, og fjármagna ýmiss konar viðskipti við þau. „Til að fjármagna þessar greiðslur út úr bankanum hafi stefndu mjög stuðst við það fé sem Glitnir aflaði í Bandaríkjunum á árinu 2007, sér í lagi með sölu á skuldabréfum fyrir einn milljarð dala til fjárfesta í New York og víðar í Bandaríkjunum í september það ár. Þegar sú sala stóð yfir voru bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti varðandi þá miklu áhættu sem Glitnir hafði tekið gagnvart Jóni Ásgeiri ásamt fyrirtækjum og einstaklingum í tengslum við hann."Þetta kemur fram í stefnu þeirri sem dómfest var í New York og hefur verið birt í heild á vefnum glitnirbank.com. Þar er Jón Ásgeir Jóhannesson, sem gegnum ýmsa aðila réð yfir u.þ.b. 39% af hlutafé Glitnis, sakaður um að hafa í raun náð valdi á stjórn bankans í apríl 2007 þegar stjórn Glitnis og æðstu yfirmönnum var vikið frá og í þeirra stað settir Lárus Welding, Þorsteinn Jónsson og aðrir þeim samsekir.Síðan hafi Jón Ásgeir og aðrir hinna stefndu notað yfirráð sín yfir bankanum til að veita gríðarhá lán til annarra fyrirtækja, sem þeir réðu yfir, og fjármagna ýmiss konar viðskipti við þau. Við þær athafnir hafi þeir brotið gegn starfsreglum bankans um áhættu, einnig gegn landslögum og fjármálareglum um stóráhættu gagnvart tengdum aðilum.Á endanum dugði ekki það fé sem Jón Ásgeir Jóhannesson hafði af Glitni til að bjarga Baugi, hans eigin fyrirtæki, frá falli. Ekkert af því fé, sem hin stefndu kræktu sér í frá bankanum, hefur skilað sér aftur. Hér fóru fram viðskipti sem var ekkert viðskiptalegt vit í fyrir Glitni og sem settu hag bankans - og þar með kröfuhafa hans - í bráðan háska.Þegar stefndu höfðu eytt lausafjárforða bankans stóð hann eftir varnarlítill þegar alþjóðleg fjármagnskreppa þrengdi að Íslandi sumarið 2007 og átti það verulegan þátt í að gera bankann að endingu gjaldþrota.Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir sem stefnt er í málinu, hefðu aldrei komið fram ráðagerðum sínum án hlutdeildar PricewaterhouseCoopers. Endurskoðendur PwC vissu um óeðlilega áhættu Glitnis gagnvart tengdum aðilum, þeir fóru yfir og kvittuðu upp á uppgjör Glitnis, þar sem sú áhætta var gróflega rangfærð, og stuðluðu að sviksamlegri fjáröflun Glitnis í New York.Stefndu í þessu máli eru:Jón Ásgeir Jóhannesson, áður starfandi stjórnarformaður Baugs og stjórnarformaður FL Group, sem var aðalhluthafi þeirra fyrirtækja beggja og réð, í krafti þeirra, yfir um 39% hlutafjár í Glitni banka.Þorsteinn Jónsson, áður stjórnarformaður Glitnis banka, einnig fyrrum varaformaður stjórnar FL Group.Jón Sigurðsson, áður stjórnarmaður Glitnis banka, einnig fyrrum aðstoðarforstjóri FL Group.Lárus Welding, áður forstjóri Glitnis banka og formaður áhættunefndar.Pálmi Haraldsson, áður varaformaður stjórnar FL Group.Hannes Smárason, áður forstjóri FL Group.Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fyrrum stjórnarmanns í Baugi.PricewaterhouseCoopers, endurskoðendur Glitnis banka sem gerðu úttektir og gáfu yfirlýsingar sem fjárfestar treystu á þegar skuldabréf Glitnis voru boðin út í New York í september 2007. Tengdar fréttir Jóni Ásgeiri stefnt fyrir dómstól í New York Skilanefnd Glitnis hefur stefnt sjö aðaleigendum og stjórnendum bankans fyrir dómstól í New York vegna 2 milljarða dala kröfu. Upphæðin nemur um 260 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi bandaríkjadals í dag. 11. maí 2010 22:20 Óskað kyrrsetninga á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim Dómstóll í London hefur óskað eftir kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hvar sem er í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem slitastjórn Glitnis sendi frá sér í nótt. 12. maí 2010 07:56 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
„Til að fjármagna þessar greiðslur út úr bankanum hafi stefndu mjög stuðst við það fé sem Glitnir aflaði í Bandaríkjunum á árinu 2007, sér í lagi með sölu á skuldabréfum fyrir einn milljarð dala til fjárfesta í New York og víðar í Bandaríkjunum í september það ár. Þegar sú sala stóð yfir voru bandarískir fjárfestar blekktir með sviksamlegum hætti varðandi þá miklu áhættu sem Glitnir hafði tekið gagnvart Jóni Ásgeiri ásamt fyrirtækjum og einstaklingum í tengslum við hann."Þetta kemur fram í stefnu þeirri sem dómfest var í New York og hefur verið birt í heild á vefnum glitnirbank.com. Þar er Jón Ásgeir Jóhannesson, sem gegnum ýmsa aðila réð yfir u.þ.b. 39% af hlutafé Glitnis, sakaður um að hafa í raun náð valdi á stjórn bankans í apríl 2007 þegar stjórn Glitnis og æðstu yfirmönnum var vikið frá og í þeirra stað settir Lárus Welding, Þorsteinn Jónsson og aðrir þeim samsekir.Síðan hafi Jón Ásgeir og aðrir hinna stefndu notað yfirráð sín yfir bankanum til að veita gríðarhá lán til annarra fyrirtækja, sem þeir réðu yfir, og fjármagna ýmiss konar viðskipti við þau. Við þær athafnir hafi þeir brotið gegn starfsreglum bankans um áhættu, einnig gegn landslögum og fjármálareglum um stóráhættu gagnvart tengdum aðilum.Á endanum dugði ekki það fé sem Jón Ásgeir Jóhannesson hafði af Glitni til að bjarga Baugi, hans eigin fyrirtæki, frá falli. Ekkert af því fé, sem hin stefndu kræktu sér í frá bankanum, hefur skilað sér aftur. Hér fóru fram viðskipti sem var ekkert viðskiptalegt vit í fyrir Glitni og sem settu hag bankans - og þar með kröfuhafa hans - í bráðan háska.Þegar stefndu höfðu eytt lausafjárforða bankans stóð hann eftir varnarlítill þegar alþjóðleg fjármagnskreppa þrengdi að Íslandi sumarið 2007 og átti það verulegan þátt í að gera bankann að endingu gjaldþrota.Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir sem stefnt er í málinu, hefðu aldrei komið fram ráðagerðum sínum án hlutdeildar PricewaterhouseCoopers. Endurskoðendur PwC vissu um óeðlilega áhættu Glitnis gagnvart tengdum aðilum, þeir fóru yfir og kvittuðu upp á uppgjör Glitnis, þar sem sú áhætta var gróflega rangfærð, og stuðluðu að sviksamlegri fjáröflun Glitnis í New York.Stefndu í þessu máli eru:Jón Ásgeir Jóhannesson, áður starfandi stjórnarformaður Baugs og stjórnarformaður FL Group, sem var aðalhluthafi þeirra fyrirtækja beggja og réð, í krafti þeirra, yfir um 39% hlutafjár í Glitni banka.Þorsteinn Jónsson, áður stjórnarformaður Glitnis banka, einnig fyrrum varaformaður stjórnar FL Group.Jón Sigurðsson, áður stjórnarmaður Glitnis banka, einnig fyrrum aðstoðarforstjóri FL Group.Lárus Welding, áður forstjóri Glitnis banka og formaður áhættunefndar.Pálmi Haraldsson, áður varaformaður stjórnar FL Group.Hannes Smárason, áður forstjóri FL Group.Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fyrrum stjórnarmanns í Baugi.PricewaterhouseCoopers, endurskoðendur Glitnis banka sem gerðu úttektir og gáfu yfirlýsingar sem fjárfestar treystu á þegar skuldabréf Glitnis voru boðin út í New York í september 2007.
Tengdar fréttir Jóni Ásgeiri stefnt fyrir dómstól í New York Skilanefnd Glitnis hefur stefnt sjö aðaleigendum og stjórnendum bankans fyrir dómstól í New York vegna 2 milljarða dala kröfu. Upphæðin nemur um 260 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi bandaríkjadals í dag. 11. maí 2010 22:20 Óskað kyrrsetninga á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim Dómstóll í London hefur óskað eftir kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hvar sem er í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem slitastjórn Glitnis sendi frá sér í nótt. 12. maí 2010 07:56 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Jóni Ásgeiri stefnt fyrir dómstól í New York Skilanefnd Glitnis hefur stefnt sjö aðaleigendum og stjórnendum bankans fyrir dómstól í New York vegna 2 milljarða dala kröfu. Upphæðin nemur um 260 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi bandaríkjadals í dag. 11. maí 2010 22:20
Óskað kyrrsetninga á eignum Jóns Ásgeirs um allan heim Dómstóll í London hefur óskað eftir kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hvar sem er í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem slitastjórn Glitnis sendi frá sér í nótt. 12. maí 2010 07:56