Erlent

Báðir aðilar sekir um ódæði

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Bæði vígamenn Íslamska ríkisins og hermenn íraska hersins hafa gerst sekir um ýmiss ódæði í Írak undanfarna mánuði. Þetta kom fram í máli Flavia Pansieri frá mannréttindavakt Sameinuðu þjóðanna í dag.

Hún sagði sterkar vísbendingar fyrir því að Íslamska ríkið og vígahópar tengdir því hafi framið fjöldamorð, þvingað hópa fólks til að skipta up trú, framið nauðganir og pyntað fjölda fólks.

Þá sagði hún einnig að lögregla í Írak hafi tekið af lífi fjölda fólks sem hafi verið í haldi þeirra. Að herinn hafi gert stórskotaárásir og loftárásir á bæi svo fjölmargir óbreyttir borgarar hafi látið lífið.

„Kerfisbundnar og vísvitandi árásir á borgara geta talist vera stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyninu,“ hefur Reuters fréttaveitan eftir Pansieri. Þá talaði hún um báðar hliðar. „Einstakir hermenn og yfirmenn þeirra eru ábyrgir fyrir þessum ódæðum.“

Hún sagðist hafa miklar áhyggjur af kerfisbundnum ofsóknum Íslamska ríkisins gegn Kristnum, Jadsídum, Sjítum og aðra minnihlutahópa þeim hluta landsins sem stjórnað er af Íslamska ríkinu.

„Skýrslurnar sem við höfum séð varpa ljósi á mannréttindabrot af gríðarlegri stærðargráðu. Ég hef sérstakar áhyggjur af ofsóknunum sem eiga sér stað.“

Yfirvöld í Írak hafa kallað til umræðu innan Sameinuðu þjóðanna um ástandið í landinu sem fram fer í dag. Þar verður rætt um að senda rannsakendur frá SÞ til Írak, sem rannsaka eiga mannréttindarbrot Íslamska ríkisins.


Tengdar fréttir

Vara við blóðbaði í Amerli

Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að ástandið í bænum Amerli, sem er tæpum 200 kílómetrum norðan við Bagdad, sé orðið grafalvarlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×