Viðskipti innlent

Ásgeir Jónsson ráðinn til Virðingar

ingvar haraldsson skrifar
Ásgeir Jónsson verður efnahagsráðgjafi Virðingar.
Ásgeir Jónsson verður efnahagsráðgjafi Virðingar. mynd/virðing
Verðbréfafyrirtækið Virðing hefur ráðið  Ásgeir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði við Há­skóla Íslands, sem efnahagsráðgjafa fyrirtækisins.

Í tilkynningu frá Virðingu segir að aukin umsvif fyrirtækisins í kjölfar sameiningu við Auði Capital á síðasta ári kalli á frekari sjálfstæða ráðgjöf og greiningar á sviði efnahagsmála.

Ásgeir Jónsson hefur verið lektor við hagfræðideild Háskóla Íslands frá 2004 og dósent við sama skóla frá árinu 2014. Ásgeir varð aðalhagfræðingur  Kaupþings í ársbyrjun 2004 og forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings á árunum 2006–2008. Hann gegndi síðan sömu stöðu hjá Arion banka á árunum 2008 til 2011. Ásgeir starfaði sem efna­hags­ráðgjafi verðbréfafyrirtækisins GAMMA þar til í desember á síðasta ári.

Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar, telur mikinn feng í að fá Ásgeir til liðs við Virðingu. „Fáir búa yfir jafn mikilli reynslu af greiningum á fjármálamarkaði og hann, enda hafa kraftar hans verið mjög eftirsóttir á sviði peningahagfræði, fasteignamarkaðar og almennrar þjóðhagfræði. Það styrkir jafnframt aðrar deildir Virðingar að hafa aðgang að manni með hans reynslu,“ segir Hannes.


Tengdar fréttir

Skuldir heimila gætu vaxið verulega með afnámi hafta

Stjórnvöld hafa ekki sinnt því nægilega að undirbúa þjóðina undir hvað tekur við eftir afnám gjaldeyrishafta, að mati hagfræðings við HÍ. Hagfræðingar sammála um að umræðan þurfi að fara fram fyrir opnum tjöldum.

Niðurfærslan gæti horfið með kjarasamningunum

Verðtryggð húsnæðislán eru um 1.200 milljarðar. Verðbólguskot gæti hækkað húsnæðislán um tugi milljarða. Verðbólgan étur upp niðurfærsluna, segir hagfræðingur. Verður að forðast verðbólgu, segir forsætisráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×