Umfjöllun og myndir: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2017 12:45 Haukur Helgi Pálsson náði sé ekki á strik í dag. vísir/ernir Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik. Þessi úrslit voru mikil vonbrigði fyrir fjölmarga íslenska áhorfendur sem voru mættir til Helsinki, héldu uppi flottri stemmningu og hættu aldrei að styðja íslenska liðið. Þetta var möguleikinn til að vinna leik en nú þurfa strákarnir að sýnd andlegan styrk og halda áfram af fullum krafti. Þetta var einn af þessum leikjum þar sem fátt virtist detta með islenska liðinu því hvað eftir annað datt boltinn í hendurnar á Pólverjum í góðri stöðu til að skora eftir mikinn darraðadans í kjölfarið á góðri vörn islenska liðsins. Því miður þurfti einn af þessum dögum að koma á móti því liði sem íslenska liðið átti mestan möguleika á að vinna hér út í Helsinki. Eftir slíkan fyrri hálfleik missti íslenska liðið Pólverjana endanlega frá sér í þriðja leikhutanum.Hörður Axel var stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig.vísir/ernirHörður Axel Vilhjálmsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu með 16 stig en Martin Hermannsson skoraði 14 stig. Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson voru aftur á móti með aðeins 5 stig samanlagt en þeir klikkuðu á 19 af 21 skotum sínum í þessum leik. Það er svo sem ekki hægt að gagnrýna strákana fyrir að gefa ekki allt sitt í leikinn því það gerðu þeir svo sannarlega. Pólverjar mættu særðir og einbeittir efir tapið í fyrsta leik. Þeir létu Íslendingana ekki pirra sig og kláruðu sínar sóknir oftast með samvinnu og skynsemi. Skot íslensku leikmannanna vildu ekki ofan í þessum leik og þegar svo er erfitt að búast við einhverju öðru en tapi á svo sterku móti. Íslensku strákarnir hafa þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á þessu Evrópumóti og framundan er enn erfiðari leikur á móti Frökkum strax á morgun. Skotnýtingin hefur verið slæm á fyrstu leikjunum og nú er það okkar manna að sýna að þeir séu betri skyttur. Það var mikill kraftur í byrjun og frábær stuðningur frá fyrstu mínútu leiksins. Fjögur stopp í upphafi leiks og körfur frá Pavel Ermolinskij, Herði Axeli Vilhjálmssyni og Martin Hermannssyni hjálpuðu íslenska liðinu að komast í 6-0.Logi Gunnarsson skoraði þrjú stig.vísir/ernirPólverjar skoruðu sín fyrstu stig af vitalínunni eftir 2:40 mínútur. Hörður Axel kom íslenska liðinu í 8-2 en strákarnir voru duglegir að ráðast á pólsku vörnina í upphafi leiks. Pólverjar áttu svar og voru komnir yfir, 11-10, eftir sex mínútna leik. Jón Arnór Stefánsson kom íslenska liðinu aftur yfir í 14-13 en þriggja stiga karfa Pólverja skilaði þeim 16-14 forystu fyrir lokaleikhlutann. Strákarnir voru að berjast fyrir öllum boltum en hvað eftir annað datt boltinn í hendurnar á Pólverjum sem nýttu sér það og komust í 23-18 þökk sé fimm stigum í röð frá „Bandaríkjamanninum“ A. J. Slaughter. Hlynur Bæringsson fór að láta til sín taka um miðjan annan leikhluta og skoraði þá sex stig í röð, setti fyrst þrist en skoraði síðan körfu og fékk víti að auki. Munurinn var þá aftur kominn niður í þrjú stig, 24-27. Pólverjar komust tíu stigum yfir, 34-24, þegar 3:26 voru til hálfleiks og Craig Pedersen tók leikhlé. Íslenska liðið var farið að gefa aðeins eftir og Pólverjar búnir að finna takstinn með 7-0 spretti á stuttum tíma.Íslensku stuðningsmennirnir stóðu fyrir sínu.vísir/ernirHörður Axel sá um stigin á þessum kafla og var kominn með 11 stig í leiknum þegar hann minnkaði muninn í 36-29. Pólverjar tóku leikhlé 88 sekúndum fyrir hálfleik og 38-29 yfir. Það skilaði þeim tólf stiga forystu í hálfleik, 41-29. Ekkert virtist ætla að fara ofan í þriðja leikhlutanum. Haukur Helgi Pálsson var áfram alveg ískaldur og íslenska liðið gat ekki keypt sér körfu. Pólverjar voru fyrir vikið komnir með 16 stiga forystu, 49-33, um miðjan leikhutann. Það voru vissulega góð tækifæri fyrir islenska liðið til að skora úr góðum skotfærum í þriðja leikhlutanum en nýtingin var skelfileg. Íslensku strákarnir fengu lítið hjá dómaratríóinu sem endaði með því að Jón Arnór Stefánsson sótti tæknivillu. Munurinn jókst samt áfram og það munaði 23 stigum, 60-37, fyrir lokaleikhlutann. Lokaleikhlutinn var nánast formsatriði enda leikurinn löngu tapaður. Þeim gekk þó aðeins betur að finna körfuna í fjórða leikhlutanum en ekki mikið betur þó. Brynjar Þór Björnsson átti þó góða innkomu og setti niður tvo þrista.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum og tók myndirnar hér að neðan.vísir/ernirvísir/ernir EM 2017 í Finnlandi
Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik. Þessi úrslit voru mikil vonbrigði fyrir fjölmarga íslenska áhorfendur sem voru mættir til Helsinki, héldu uppi flottri stemmningu og hættu aldrei að styðja íslenska liðið. Þetta var möguleikinn til að vinna leik en nú þurfa strákarnir að sýnd andlegan styrk og halda áfram af fullum krafti. Þetta var einn af þessum leikjum þar sem fátt virtist detta með islenska liðinu því hvað eftir annað datt boltinn í hendurnar á Pólverjum í góðri stöðu til að skora eftir mikinn darraðadans í kjölfarið á góðri vörn islenska liðsins. Því miður þurfti einn af þessum dögum að koma á móti því liði sem íslenska liðið átti mestan möguleika á að vinna hér út í Helsinki. Eftir slíkan fyrri hálfleik missti íslenska liðið Pólverjana endanlega frá sér í þriðja leikhutanum.Hörður Axel var stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig.vísir/ernirHörður Axel Vilhjálmsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu með 16 stig en Martin Hermannsson skoraði 14 stig. Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson voru aftur á móti með aðeins 5 stig samanlagt en þeir klikkuðu á 19 af 21 skotum sínum í þessum leik. Það er svo sem ekki hægt að gagnrýna strákana fyrir að gefa ekki allt sitt í leikinn því það gerðu þeir svo sannarlega. Pólverjar mættu særðir og einbeittir efir tapið í fyrsta leik. Þeir létu Íslendingana ekki pirra sig og kláruðu sínar sóknir oftast með samvinnu og skynsemi. Skot íslensku leikmannanna vildu ekki ofan í þessum leik og þegar svo er erfitt að búast við einhverju öðru en tapi á svo sterku móti. Íslensku strákarnir hafa þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á þessu Evrópumóti og framundan er enn erfiðari leikur á móti Frökkum strax á morgun. Skotnýtingin hefur verið slæm á fyrstu leikjunum og nú er það okkar manna að sýna að þeir séu betri skyttur. Það var mikill kraftur í byrjun og frábær stuðningur frá fyrstu mínútu leiksins. Fjögur stopp í upphafi leiks og körfur frá Pavel Ermolinskij, Herði Axeli Vilhjálmssyni og Martin Hermannssyni hjálpuðu íslenska liðinu að komast í 6-0.Logi Gunnarsson skoraði þrjú stig.vísir/ernirPólverjar skoruðu sín fyrstu stig af vitalínunni eftir 2:40 mínútur. Hörður Axel kom íslenska liðinu í 8-2 en strákarnir voru duglegir að ráðast á pólsku vörnina í upphafi leiks. Pólverjar áttu svar og voru komnir yfir, 11-10, eftir sex mínútna leik. Jón Arnór Stefánsson kom íslenska liðinu aftur yfir í 14-13 en þriggja stiga karfa Pólverja skilaði þeim 16-14 forystu fyrir lokaleikhlutann. Strákarnir voru að berjast fyrir öllum boltum en hvað eftir annað datt boltinn í hendurnar á Pólverjum sem nýttu sér það og komust í 23-18 þökk sé fimm stigum í röð frá „Bandaríkjamanninum“ A. J. Slaughter. Hlynur Bæringsson fór að láta til sín taka um miðjan annan leikhluta og skoraði þá sex stig í röð, setti fyrst þrist en skoraði síðan körfu og fékk víti að auki. Munurinn var þá aftur kominn niður í þrjú stig, 24-27. Pólverjar komust tíu stigum yfir, 34-24, þegar 3:26 voru til hálfleiks og Craig Pedersen tók leikhlé. Íslenska liðið var farið að gefa aðeins eftir og Pólverjar búnir að finna takstinn með 7-0 spretti á stuttum tíma.Íslensku stuðningsmennirnir stóðu fyrir sínu.vísir/ernirHörður Axel sá um stigin á þessum kafla og var kominn með 11 stig í leiknum þegar hann minnkaði muninn í 36-29. Pólverjar tóku leikhlé 88 sekúndum fyrir hálfleik og 38-29 yfir. Það skilaði þeim tólf stiga forystu í hálfleik, 41-29. Ekkert virtist ætla að fara ofan í þriðja leikhlutanum. Haukur Helgi Pálsson var áfram alveg ískaldur og íslenska liðið gat ekki keypt sér körfu. Pólverjar voru fyrir vikið komnir með 16 stiga forystu, 49-33, um miðjan leikhutann. Það voru vissulega góð tækifæri fyrir islenska liðið til að skora úr góðum skotfærum í þriðja leikhlutanum en nýtingin var skelfileg. Íslensku strákarnir fengu lítið hjá dómaratríóinu sem endaði með því að Jón Arnór Stefánsson sótti tæknivillu. Munurinn jókst samt áfram og það munaði 23 stigum, 60-37, fyrir lokaleikhlutann. Lokaleikhlutinn var nánast formsatriði enda leikurinn löngu tapaður. Þeim gekk þó aðeins betur að finna körfuna í fjórða leikhlutanum en ekki mikið betur þó. Brynjar Þór Björnsson átti þó góða innkomu og setti niður tvo þrista.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum og tók myndirnar hér að neðan.vísir/ernirvísir/ernir
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn