EM 2017 í Finnlandi

Fréttamynd

Laugardalur til lukku

Íslensku karlalandsliðin í fótbolta, handbolta og körfubolta hafa ekki tapað einu einasta stigi í keppnisleikjum sínum í Laugardalnum undanfarna sextán mánuði. Öll hafa komist á stórmótin.

Sport
Fréttamynd

Breti bestur í riðlakeppninni

Hinn breski Gabe Olaseni var bestur allra í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. Alþjóðakörfuboltasambandið, FIBA, reiknar út framlag leikmanna í hverjum leik og var Olaseni með 26,8 að meðaltali í leik í riðlakeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Leiðtogar íslenska liðsins hugsa sinn gang og gáfu ekkert út

Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson vildu ekki gefa neitt út um framtíð sína með íslenska landsliðinu eftir frábæra frammistöðu en naumt tap íslenska liðsins á móti Finnum í gærkvöldi í lokaleik Íslands á EM í Helsinki. Ísland var yfir á köflum í leiknum en gaf mikið eftir í fjórða og síðasta leikhlutanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór ekki búinn að ákveða neitt

Jón Arnór Stefánsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að íslenska landsliðið geti gengið stolt frá borði eftir EM í Finnlandi. Jón veit ekki hvort hann spili áfram með landsliðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Hörður Axel: Stoltur af okkur

Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segist stoltur af frammistöðu íslenska landsliðsins í naumlegu tapi gegn Finnum í lokaleik liðsins á EM í körfubolta í Finnlandi í dag.

Körfubolti