Pálmi Haraldsson, oft kenndur við Fons, hótar að stefna Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar Glitnis, persónulega vegna stefnu slitastjórnar Glitnis á hendur honum auk Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og klíku hans, eins og það er orðað í stefnunni sjálfri.
Þetta kom fram í tilkynningu sem Pálmi sendi frá sér í dag en lögfræðingur hans, Sigurður G. Guðjónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fons ritar, vegna stefnunnar sem hefur verið gerð opinber. Pálmi segir í yfirlýsingunni að stefnan sé tilhæfulaus og þáttur í þeirri „rannsóknargeggjun" sem nú ríði yfir íslenskt samfélag að mati Pálma og Sigurðar.