Innlent

Enn leitað að Guðbjarna - mynd

Guðbjarni Traustason.
Guðbjarni Traustason.

Lögreglan á Selfossi leitar enn að Guðbjarna Traustasyni, fanga af Litla Hrauni, sem skilaði sér ekki úr dagsleyfi á laugardag. Talið er að hann haldi til einhversstaðar á höfuðborgarsvæðinu, en hann hefur ekki fundist þrátt fyrir talsverða eftirgrennslan.

Guðbjarni, sem hlaut dóm fyrir aðild sína að svonefndu Pólstjörnumáli, sem snerist um stórfelldan innflutning á fíkniefnum, er ekki talinn hættulegur, hvað ofbeldi varðar.

Lögreglan leitar hans nú og er þess óskað að þeir sem geta gefið upplýsingar um dvalarstað hans eða ferðir hafi samband við Lögregluna á Selfossi í síma 480 1010.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×