Innlent

Bretar og Hollendingar vilja semja ef erlendir samningamenn aðstoða

Þeir Össur Skarphéðinsson og Steingrímur J. Sigfússon sátu fund með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna í fjármálaráðuneytinu í morgun þar sem Icesave-málið var rætt.

Fréttastofan hefur hinsvegar heimildir fyrir því að ef Bretar og Hollendingar samþykkja að koma aftur að samningaborðinu, verði samninganefnd Íslands skipuð tveimur erlendum sérfræðingum í alþjóðadeilum og einum íslenskum oddamanni. Viðræður munu hins vegar ekki vera komnar svo langt að eitt nafn fremur en annað standi þar upp úr.

Einn þeirra erlendu sérfræðinga sem til greina kemur í samninganefndina er Kanadamaðurinn Donald Johnston, en hann fundaði með stjórn og stjórnarandstöðu í fjármálaráðuneytinu á þriðjudag. Johnston er fyrrum framkvæmdastjóri Efnahags og framfarastofnunarinnar, OECD.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mörg nöfn erlendra sérfræðinga hafa verið nefnd en vill ekkert gefa upp um hvaða nöfn það eru. Hann segir fjármálaráðherra vera með það á sinni könnu.




Tengdar fréttir

Fundi stjórnar og stjórnarandstöðu lokið um Icesave - málum miðar vel

Ríkisstjórn og stjórnarandstöðuflokkar kláruðu fund sín á milli í Fjármálaráðuneytinu nú fyrir stundu varðandi Icesave. Utanríkisráðherrann Össur Skarphéðinsson sat fundinn fyrir hönd Samfylkingarinnar, en Jóhanna Sigurðardóttir er í fríi erlendis eins og Vísir hefur greint frá. Þá sat Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fundinn fyrir Vinstri græna.

Steingrímur J: Betri Icesave-lausn eru fréttir um óorðinn hlut

„Þetta eru fyrirfram fréttir um óorðinn hlut,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, spurður út í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag þar sem segir að flest bendi til mun betri lausnar í Icesave málinu.

Flest bendir til mun betri Icesave-lausnar

Grundvöllur að nýjum samningaviðræðum um Icesave er í sjónmáli. Bjartsýni og jákvæðni gætir á öllum vígstöðvum. Samræður stjórnar og stjórnarandstöðu á Íslandi síðustu daga hafa gengið vel og fært menn nær hvorum öðrum. Góður tónn var í breskum og hollenskum ráðherrum á fundi með þremur flokksformönnum í Haag fyrir rúmri viku.

Jóhanna farin í frí - fór til útlanda í morgun

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er farin í frí. Ekki er gert ráð fyrir ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn vegna svokallaðrar kjördæmaviku. Hinsvegar er gert ráð fyrir að forsætisráðherra sitji ríkisstjórnarfund á föstudaginn samkvæmt upplýsingum frá Einari Karli Haraldssyni upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×