Nýr formaður SUS: Skilur gagnrýnisraddir varðandi leiguflug Breki Logason skrifar 28. september 2009 14:15 Ólafur Örn Nielsen nýkjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segist skilja að vissu leyti þær gagnrýnisraddir sem hafa verið uppi um kosningar til formanns sambandsins um helgina. Einungis átta atkvæði skildu að Ólaf og keppinaut hans, Fanneyju Birnu Jónsdóttur. Leiguvél með 50 stuðningsmönnum Ólafs mætti á Ísafjörð á sunnudagsmorgun til þess að taka þátt í kosningunum. „Kostnaðurinn er miklu minni en látið er að í fjölmiðlum. Ef fólk reiknar út hvað flug kostar í dag þá sér það fljótt að slíkar tölur eru ekki í spilunum," segir Ólafur og á þar við kostnað upp á rúmar tvær milljónir sem hefur heyrst. Aðspurður hverjir hafi greitt fyrir flugið og þátttökugjöld fólksins segir Ólafur stuðningsmenn sína hafa tekið sig saman og kostað þetta. „Framboð mitt bar brátt að og eftir að ég tilkynnti þetta vildu vinir mínir og fjölskylda koma og kjósa mig. Það er af og frá að um einhverja smölun hafi verið að ræða enda þarf fólk að skrá sig á þingið með nokkra vikna fyrirvara. Það liggur því alveg fyrir hverjir hafa atkvæðisrétt löngu fyrir þingið. Það má nú líka alveg nefna það að það kom eitthvað af fólki sem var ekki á mínum vegum þarna á sunnudeginum," segir Ólafur. Hann segir eðlilegt að einhver kostnaður fylgi framboði sem þessu en segist að vissu leyti skilja þær gagnrýnisraddir sem hafi heyrst og snúa að leiguvélinni. „En það er hinsvegar mjög eðlilegt að menn sem eru í framboði reyni að afla sér eins mikils fylgis og þeir geta. Í þessu tilviki var flugið eini möguleikinn í stöðunni því ég ákvað þetta seint. Við fundum á þinginu að mikill áhugi var fyrir því að bjóða upp á annan valkost í þetta embætti og ég ákvað að láta slag standa. Ég er því gífurlega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk," segir Ólafur. Hann segir þó leiðinlegt að fókusinn hafi allur beinst að þessum málum en ekki að sambandinu sjálfu. „Þar er stóra verkefnið að afla flokknum fylgis á ný hjá ungu fólki, sem hefur algjörlega hrunið. Markmið mitt sem formaður er að ná því upp og ég hlakka til að takast á við það verkefni," segir Ólafur að lokum. Tengdar fréttir Nýr formaður kjörinn í SUS Ólafur Örn Níelsen var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á sambandsþingi sem fram fór á Ísafirði um helgina. Fanney Birna Jónsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar bauð sig fram gegn Ólafi og hlaut Ólafur 106 atkvæði en Fanney Birna 98. 27. september 2009 15:00 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Ólafur Örn Nielsen nýkjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segist skilja að vissu leyti þær gagnrýnisraddir sem hafa verið uppi um kosningar til formanns sambandsins um helgina. Einungis átta atkvæði skildu að Ólaf og keppinaut hans, Fanneyju Birnu Jónsdóttur. Leiguvél með 50 stuðningsmönnum Ólafs mætti á Ísafjörð á sunnudagsmorgun til þess að taka þátt í kosningunum. „Kostnaðurinn er miklu minni en látið er að í fjölmiðlum. Ef fólk reiknar út hvað flug kostar í dag þá sér það fljótt að slíkar tölur eru ekki í spilunum," segir Ólafur og á þar við kostnað upp á rúmar tvær milljónir sem hefur heyrst. Aðspurður hverjir hafi greitt fyrir flugið og þátttökugjöld fólksins segir Ólafur stuðningsmenn sína hafa tekið sig saman og kostað þetta. „Framboð mitt bar brátt að og eftir að ég tilkynnti þetta vildu vinir mínir og fjölskylda koma og kjósa mig. Það er af og frá að um einhverja smölun hafi verið að ræða enda þarf fólk að skrá sig á þingið með nokkra vikna fyrirvara. Það liggur því alveg fyrir hverjir hafa atkvæðisrétt löngu fyrir þingið. Það má nú líka alveg nefna það að það kom eitthvað af fólki sem var ekki á mínum vegum þarna á sunnudeginum," segir Ólafur. Hann segir eðlilegt að einhver kostnaður fylgi framboði sem þessu en segist að vissu leyti skilja þær gagnrýnisraddir sem hafi heyrst og snúa að leiguvélinni. „En það er hinsvegar mjög eðlilegt að menn sem eru í framboði reyni að afla sér eins mikils fylgis og þeir geta. Í þessu tilviki var flugið eini möguleikinn í stöðunni því ég ákvað þetta seint. Við fundum á þinginu að mikill áhugi var fyrir því að bjóða upp á annan valkost í þetta embætti og ég ákvað að láta slag standa. Ég er því gífurlega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk," segir Ólafur. Hann segir þó leiðinlegt að fókusinn hafi allur beinst að þessum málum en ekki að sambandinu sjálfu. „Þar er stóra verkefnið að afla flokknum fylgis á ný hjá ungu fólki, sem hefur algjörlega hrunið. Markmið mitt sem formaður er að ná því upp og ég hlakka til að takast á við það verkefni," segir Ólafur að lokum.
Tengdar fréttir Nýr formaður kjörinn í SUS Ólafur Örn Níelsen var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á sambandsþingi sem fram fór á Ísafirði um helgina. Fanney Birna Jónsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar bauð sig fram gegn Ólafi og hlaut Ólafur 106 atkvæði en Fanney Birna 98. 27. september 2009 15:00 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Nýr formaður kjörinn í SUS Ólafur Örn Níelsen var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á sambandsþingi sem fram fór á Ísafirði um helgina. Fanney Birna Jónsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar bauð sig fram gegn Ólafi og hlaut Ólafur 106 atkvæði en Fanney Birna 98. 27. september 2009 15:00