Nýr formaður SUS: Skilur gagnrýnisraddir varðandi leiguflug Breki Logason skrifar 28. september 2009 14:15 Ólafur Örn Nielsen nýkjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segist skilja að vissu leyti þær gagnrýnisraddir sem hafa verið uppi um kosningar til formanns sambandsins um helgina. Einungis átta atkvæði skildu að Ólaf og keppinaut hans, Fanneyju Birnu Jónsdóttur. Leiguvél með 50 stuðningsmönnum Ólafs mætti á Ísafjörð á sunnudagsmorgun til þess að taka þátt í kosningunum. „Kostnaðurinn er miklu minni en látið er að í fjölmiðlum. Ef fólk reiknar út hvað flug kostar í dag þá sér það fljótt að slíkar tölur eru ekki í spilunum," segir Ólafur og á þar við kostnað upp á rúmar tvær milljónir sem hefur heyrst. Aðspurður hverjir hafi greitt fyrir flugið og þátttökugjöld fólksins segir Ólafur stuðningsmenn sína hafa tekið sig saman og kostað þetta. „Framboð mitt bar brátt að og eftir að ég tilkynnti þetta vildu vinir mínir og fjölskylda koma og kjósa mig. Það er af og frá að um einhverja smölun hafi verið að ræða enda þarf fólk að skrá sig á þingið með nokkra vikna fyrirvara. Það liggur því alveg fyrir hverjir hafa atkvæðisrétt löngu fyrir þingið. Það má nú líka alveg nefna það að það kom eitthvað af fólki sem var ekki á mínum vegum þarna á sunnudeginum," segir Ólafur. Hann segir eðlilegt að einhver kostnaður fylgi framboði sem þessu en segist að vissu leyti skilja þær gagnrýnisraddir sem hafi heyrst og snúa að leiguvélinni. „En það er hinsvegar mjög eðlilegt að menn sem eru í framboði reyni að afla sér eins mikils fylgis og þeir geta. Í þessu tilviki var flugið eini möguleikinn í stöðunni því ég ákvað þetta seint. Við fundum á þinginu að mikill áhugi var fyrir því að bjóða upp á annan valkost í þetta embætti og ég ákvað að láta slag standa. Ég er því gífurlega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk," segir Ólafur. Hann segir þó leiðinlegt að fókusinn hafi allur beinst að þessum málum en ekki að sambandinu sjálfu. „Þar er stóra verkefnið að afla flokknum fylgis á ný hjá ungu fólki, sem hefur algjörlega hrunið. Markmið mitt sem formaður er að ná því upp og ég hlakka til að takast á við það verkefni," segir Ólafur að lokum. Tengdar fréttir Nýr formaður kjörinn í SUS Ólafur Örn Níelsen var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á sambandsþingi sem fram fór á Ísafirði um helgina. Fanney Birna Jónsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar bauð sig fram gegn Ólafi og hlaut Ólafur 106 atkvæði en Fanney Birna 98. 27. september 2009 15:00 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Sjá meira
Ólafur Örn Nielsen nýkjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segist skilja að vissu leyti þær gagnrýnisraddir sem hafa verið uppi um kosningar til formanns sambandsins um helgina. Einungis átta atkvæði skildu að Ólaf og keppinaut hans, Fanneyju Birnu Jónsdóttur. Leiguvél með 50 stuðningsmönnum Ólafs mætti á Ísafjörð á sunnudagsmorgun til þess að taka þátt í kosningunum. „Kostnaðurinn er miklu minni en látið er að í fjölmiðlum. Ef fólk reiknar út hvað flug kostar í dag þá sér það fljótt að slíkar tölur eru ekki í spilunum," segir Ólafur og á þar við kostnað upp á rúmar tvær milljónir sem hefur heyrst. Aðspurður hverjir hafi greitt fyrir flugið og þátttökugjöld fólksins segir Ólafur stuðningsmenn sína hafa tekið sig saman og kostað þetta. „Framboð mitt bar brátt að og eftir að ég tilkynnti þetta vildu vinir mínir og fjölskylda koma og kjósa mig. Það er af og frá að um einhverja smölun hafi verið að ræða enda þarf fólk að skrá sig á þingið með nokkra vikna fyrirvara. Það liggur því alveg fyrir hverjir hafa atkvæðisrétt löngu fyrir þingið. Það má nú líka alveg nefna það að það kom eitthvað af fólki sem var ekki á mínum vegum þarna á sunnudeginum," segir Ólafur. Hann segir eðlilegt að einhver kostnaður fylgi framboði sem þessu en segist að vissu leyti skilja þær gagnrýnisraddir sem hafi heyrst og snúa að leiguvélinni. „En það er hinsvegar mjög eðlilegt að menn sem eru í framboði reyni að afla sér eins mikils fylgis og þeir geta. Í þessu tilviki var flugið eini möguleikinn í stöðunni því ég ákvað þetta seint. Við fundum á þinginu að mikill áhugi var fyrir því að bjóða upp á annan valkost í þetta embætti og ég ákvað að láta slag standa. Ég er því gífurlega þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk," segir Ólafur. Hann segir þó leiðinlegt að fókusinn hafi allur beinst að þessum málum en ekki að sambandinu sjálfu. „Þar er stóra verkefnið að afla flokknum fylgis á ný hjá ungu fólki, sem hefur algjörlega hrunið. Markmið mitt sem formaður er að ná því upp og ég hlakka til að takast á við það verkefni," segir Ólafur að lokum.
Tengdar fréttir Nýr formaður kjörinn í SUS Ólafur Örn Níelsen var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á sambandsþingi sem fram fór á Ísafirði um helgina. Fanney Birna Jónsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar bauð sig fram gegn Ólafi og hlaut Ólafur 106 atkvæði en Fanney Birna 98. 27. september 2009 15:00 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Sjá meira
Nýr formaður kjörinn í SUS Ólafur Örn Níelsen var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á sambandsþingi sem fram fór á Ísafirði um helgina. Fanney Birna Jónsdóttir fyrrverandi formaður Heimdallar bauð sig fram gegn Ólafi og hlaut Ólafur 106 atkvæði en Fanney Birna 98. 27. september 2009 15:00