Innlent

Þór Saari sáttur með niðurstöðuna

Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar.

„Við lögðum fram margvíslegar breytingartillögur og fengum þær allar inn. Þess vegna erum við með. Annað hefði verið óheiðarlegt," segir Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, um breytingartillögur fjárlaganefndar við frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagsins. Álitið var afgreitt út úr nefndinni í nótt með stuðningi allra flokka nema Framsóknarflokks.

„Ég er sáttur með þessa niðurstöðu en við afgreiðslu málsins áskil ég mér rétt, ef það koma til fleiri breytingartillögur, til að greiða þeim atkvæði," segir þingmaðurinn.

Mikilvægir efnahagslegar náðu fram, að mati Þórs. Hann segir að greiðslur verði miðaðar við hagvöxt en ekki landsframleiðslu. Þá verði dregið úr gengisáhættu.

Þór bendir á að hann eigi eftir að ræða betur við félaga sína í þingflokknum um meirihlutaálitið. Orðalagið sé víða loðið. „Út um allt í þessum breytingartillögum eru setningar sem eru torskildar. Textinn er skrifaður af mjög reyndum lögfræðingum og þegar menn eru komnir út í svoleiðis leik skilur venjulegt fólk ekki endilega það sem er skrifað."




Tengdar fréttir

Samkomulag um Icesave

Samkomulag náðist í fjárlaganefnd Alþingis um fyrirvara vegna Icesave samninganna á þriðja tímanum í nótt. Allir flokkar nema Framsóknarflokkurinn standa að samkomulaginu, eftir því sem fréttastofa RÚV fullyrðir.

Samkomulag í höfn

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagsins var afgreitt út úr fjárlaganefnd Alþingis klukkan tvö í nótt með stuðningi allra flokka nema Framsóknarflokks, líkt og greint var frá hér á Vísi í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×