Innlent

Býður Birni að vinna upp í 10 milljóna skuld

Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar
Viðar býður Birni að vinna upp í skuldina.
Viðar býður Birni að vinna upp í skuldina. Mynd/ Sigurjón

„Ef hann vill friða samviskuna þá er honum velkomið að koma hingað norður og vinna upp í þessar tíu milljónir," segir Viðar Guðmundsson, bóndi að Miðhúsum í Kollafirði.

Viðar steig fram í dag og sagði frá slæmri reynslu hans og konu sinnar af viðskiptum við Björn Mikkaelsson. Þau greiddu Birni um tíu milljónir upp í einingahús sem þau fengu aldrei.

Björn, sem vann sér það til frægðar að jafna hús sitt við jörðu á þjóðhátíðardaginn, staðfesti sögu þeirra hjóna og sagðist harma örlög þeirra mikið. Viðar hefur nú boðið honum að friða samviskuna.

„Hann fær þá bara vinnu hérna þangað til hann er búinn að vinna upp í skuldina á sanngjörnum launum," segir Viðar.

„Við erum kristnir menn og trúum á fyrirgefninguna. Ef hann samþykkir þetta þá læt ég kæruna á hendur honum niður falla."




Tengdar fréttir

Húseigandi á Álftanesi: Hef engu að tapa

Maðurinn sem fyrr í dag gjöreyðilagði íbúðarhús sitt á Álftanesi sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa neinu að tapa. Maðurinn gróf einnig bílinn sinn ofan í lóð hússins.

Björn Mikkaelsson: Neyddist til að svíkja fólkið

„Það er rétt hjá þeim,“ segir Björn Mikkaelsson um sögu hjónanna frá Miðhúsum í Kollafirði sem fjallað var um á Vísi fyrr í dag. Í samtali við fréttastofu sagði Viðar Guðmundsson frá því að hann og kona hans borguðu Birni tæpar tíu milljónir upp í Finnskt einingahús sem þau fengu aldrei. Annars vegar 2,7 milljónir í staðfestingargjald og síðar 7,2 milljónir.

Býr hjá vinum eftir að hafa rifið húsið

„Ég er ekki að hvetja fólk til þess að gera þetta en ég sé alls ekki eftir þessu,“ segir Björn Mikkaelsson. Á þjóð­hátíðardaginn reif hann húsið sem hann bjó í á Álftanesi en hann hefði þurft að afsala sér því í hendur sýslumanns í dag.

Missti húsið til bankans og stórskemmdi það

Karlmaður á Álftanesi stórskemmdi fyrr í dag íbúðarhús sem hann hafði nýverið misst í hendur banka. Maðurinn notaðist við gröfu til verksins en einnig gróf hann númerslausan bíl ofan í lóðina og fékk félaga sinn til þess að taka verknaðinn upp á myndbandsupptökuvél.

Niðurrifsmaður á Álftanesi hafði milljónir af fimm manna fjölskyldu

„Hann er ekki hetja í mínum augum,“ segir Barbara Ósk Guðbjartsdóttir. Hún og maður hennar Viðar Guðmundsson segja farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Björn Braga Mikkaelsson sem þann 17. júní reif niður einbýlishús á Álftanesi. Húsið hafði hann misst í hendur Frjálsa Fjárfestingabankans. Þau Viðar og Barbara greiddu Birni tæpar tíu milljónir króna fyrir finnskt einingahús sem þau fengu aldrei í hendurnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×