Þorsteinn stendur við orð sín í Kastljósi 1. október 2008 16:38 Þorsteinn Már Baldvinsson. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi það hvort samþykki stærstu hluthafa í Glitni hafi verið fengið áður en Seðlabankinn boðaði til blaðamannafundar þar sem tilkynnt var um yfirtöku ríkisins á 75 prósenta hlut í bankanum. Þorsteinn sagði í Kastljósi í gær að ekki hafi verið fengið samþykki stærstu hluthafa áður en boðað var til fundarins en Seðlabankinn vísaði þessu á bug í tilkynningu fyrr í dag. Yfirlýsing Þorsteins fer hér á eftir í heild sinni: Vegna fréttatilkynningar frá Seðlabanka Íslands um boðun blaðamannfundar sl. mánudag vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri: Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég m.a. hef, var atburðarásin með eftirfarandi hætti: 1. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hringdi í Glitni kl. 8:45 og tilkynnti að búið væri að boða blaðamannafund kl. 9:15 í Seðlabankanum og óskaði eftir nærveru forstjórans á þeim fundi. 2. Klukkan 8:55 hringdi undirritaður í Ingimund Friðriksson, seðlabankastjóra, og spurði hvort búið væri að boða til blaðamannafundar. Hann sagði svo ekki vera. 3. Klukkan 8:58 hringdi Davíð Oddsson og tjáði mér að það væri rangt hjá Ingimundi að ekki væri búið að boða til blaðamannafundar. Það væri búið að boða til blaðamannafundar og ítrekaði hann ósk sína um að forstjóri Glitnis væri viðstaddur fundinn. 4. Klukkan 9:16 birtist á visir.is frétt þess efnis að búið væri að boða til blaðamannafundar í Seðlabankanum. 5. Klukkan 9.22 hringdi Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri og undirritaður sagðist í því augnabliki vera kominn með undirskrift stærsta hluthafans. 6. Klukkan 9.24 var tölvupóstur með undirskrift stærsta hluthafans sendur til Seðlabankans. Það að Seðlabanki Íslands sendi ekki frá sér tölvupóst fyrr en kl. 9:25, þar sem formlega er boðað til blaðamannafundar kl. 9:20, breytir því ekki að búið var að boða menn munnlega til blaðamannafundar t.d. sbr. frétt á visir.is kl. 9:16. Ég stend því við fyrri orð mín um aðdraganda þessa máls. Nú skiptir mestu að allir aðilar snúi bökum saman og leiti leiða til þess að takast á við þá áskorun sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir um þessar mundir. Ég legg áherslu á að vinnufriður skapist fyrir starfsmenn og stjórnendur Glitnis og mun því ekki tjá mig frekar um samskipti mín við starfsmenn Seðlabanka Íslands. Þorsteinn Már Baldvinsson Stjórnarformaður Glitnis Athugasemd frá fréttastjóra: Fréttin á visir.is sem vísað er til í 4. lið yfirlýsingar Þorsteins Más Baldvinssonar, var ekki skrifuð kl. 09.16 heldur var um að ræða uppfærða frétt sem var skrifuð á þeim tíma um að FME hefði stöðvað viðskipti með bréf Glitnis í Kauphöllinni. Ritstjórn barst póstur frá Seðlabanka Íslands kl. 9.25 og var fréttin uppfærð þá. Í öllum látunum gleymdist hins vegar að uppfæra tímann á fréttinni. Tengdar fréttir Segir Þorstein Má ekki hafa farið með fleipur í Kastljósi Björn Ingi Sveinsson forstjóri Saxbygg og stjórnarmaður í Glitni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður bankans hafi ekki farið með fleipur í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi. Þá sagði Þorsteinn að boðað hefði verið til blaðamannafundar í Seðlabankanum áður en búið var að fá samþykki hjá stærstu hluthöfum bankans. Seðlabankinn sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að samþykki hefði verið komið þegar boðað var til fundarins. 1. október 2008 14:21 Davíð boðaði ekki til fundar án samþykkis hluthafa Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður Glitnis var í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Þar fór hann yfir aðdragandann að yfirtöku Ríkisins á 75% hlut í bankanum. Í máli Þorsteins kom meðal annars fram að Davíð Oddsson formaður bankaráðs Seðlabankans hefði boðað til blaðamannafundar á mánudagsmorgun áður en búið var að fá samþykki hjá hluthöfum bankans. 1. október 2008 13:18 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi það hvort samþykki stærstu hluthafa í Glitni hafi verið fengið áður en Seðlabankinn boðaði til blaðamannafundar þar sem tilkynnt var um yfirtöku ríkisins á 75 prósenta hlut í bankanum. Þorsteinn sagði í Kastljósi í gær að ekki hafi verið fengið samþykki stærstu hluthafa áður en boðað var til fundarins en Seðlabankinn vísaði þessu á bug í tilkynningu fyrr í dag. Yfirlýsing Þorsteins fer hér á eftir í heild sinni: Vegna fréttatilkynningar frá Seðlabanka Íslands um boðun blaðamannfundar sl. mánudag vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri: Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég m.a. hef, var atburðarásin með eftirfarandi hætti: 1. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hringdi í Glitni kl. 8:45 og tilkynnti að búið væri að boða blaðamannafund kl. 9:15 í Seðlabankanum og óskaði eftir nærveru forstjórans á þeim fundi. 2. Klukkan 8:55 hringdi undirritaður í Ingimund Friðriksson, seðlabankastjóra, og spurði hvort búið væri að boða til blaðamannafundar. Hann sagði svo ekki vera. 3. Klukkan 8:58 hringdi Davíð Oddsson og tjáði mér að það væri rangt hjá Ingimundi að ekki væri búið að boða til blaðamannafundar. Það væri búið að boða til blaðamannafundar og ítrekaði hann ósk sína um að forstjóri Glitnis væri viðstaddur fundinn. 4. Klukkan 9:16 birtist á visir.is frétt þess efnis að búið væri að boða til blaðamannafundar í Seðlabankanum. 5. Klukkan 9.22 hringdi Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri og undirritaður sagðist í því augnabliki vera kominn með undirskrift stærsta hluthafans. 6. Klukkan 9.24 var tölvupóstur með undirskrift stærsta hluthafans sendur til Seðlabankans. Það að Seðlabanki Íslands sendi ekki frá sér tölvupóst fyrr en kl. 9:25, þar sem formlega er boðað til blaðamannafundar kl. 9:20, breytir því ekki að búið var að boða menn munnlega til blaðamannafundar t.d. sbr. frétt á visir.is kl. 9:16. Ég stend því við fyrri orð mín um aðdraganda þessa máls. Nú skiptir mestu að allir aðilar snúi bökum saman og leiti leiða til þess að takast á við þá áskorun sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir um þessar mundir. Ég legg áherslu á að vinnufriður skapist fyrir starfsmenn og stjórnendur Glitnis og mun því ekki tjá mig frekar um samskipti mín við starfsmenn Seðlabanka Íslands. Þorsteinn Már Baldvinsson Stjórnarformaður Glitnis Athugasemd frá fréttastjóra: Fréttin á visir.is sem vísað er til í 4. lið yfirlýsingar Þorsteins Más Baldvinssonar, var ekki skrifuð kl. 09.16 heldur var um að ræða uppfærða frétt sem var skrifuð á þeim tíma um að FME hefði stöðvað viðskipti með bréf Glitnis í Kauphöllinni. Ritstjórn barst póstur frá Seðlabanka Íslands kl. 9.25 og var fréttin uppfærð þá. Í öllum látunum gleymdist hins vegar að uppfæra tímann á fréttinni.
Tengdar fréttir Segir Þorstein Má ekki hafa farið með fleipur í Kastljósi Björn Ingi Sveinsson forstjóri Saxbygg og stjórnarmaður í Glitni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður bankans hafi ekki farið með fleipur í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi. Þá sagði Þorsteinn að boðað hefði verið til blaðamannafundar í Seðlabankanum áður en búið var að fá samþykki hjá stærstu hluthöfum bankans. Seðlabankinn sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að samþykki hefði verið komið þegar boðað var til fundarins. 1. október 2008 14:21 Davíð boðaði ekki til fundar án samþykkis hluthafa Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður Glitnis var í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Þar fór hann yfir aðdragandann að yfirtöku Ríkisins á 75% hlut í bankanum. Í máli Þorsteins kom meðal annars fram að Davíð Oddsson formaður bankaráðs Seðlabankans hefði boðað til blaðamannafundar á mánudagsmorgun áður en búið var að fá samþykki hjá hluthöfum bankans. 1. október 2008 13:18 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Segir Þorstein Má ekki hafa farið með fleipur í Kastljósi Björn Ingi Sveinsson forstjóri Saxbygg og stjórnarmaður í Glitni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður bankans hafi ekki farið með fleipur í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi. Þá sagði Þorsteinn að boðað hefði verið til blaðamannafundar í Seðlabankanum áður en búið var að fá samþykki hjá stærstu hluthöfum bankans. Seðlabankinn sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að samþykki hefði verið komið þegar boðað var til fundarins. 1. október 2008 14:21
Davíð boðaði ekki til fundar án samþykkis hluthafa Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður Glitnis var í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Þar fór hann yfir aðdragandann að yfirtöku Ríkisins á 75% hlut í bankanum. Í máli Þorsteins kom meðal annars fram að Davíð Oddsson formaður bankaráðs Seðlabankans hefði boðað til blaðamannafundar á mánudagsmorgun áður en búið var að fá samþykki hjá hluthöfum bankans. 1. október 2008 13:18