Þorsteinn stendur við orð sín í Kastljósi 1. október 2008 16:38 Þorsteinn Már Baldvinsson. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi það hvort samþykki stærstu hluthafa í Glitni hafi verið fengið áður en Seðlabankinn boðaði til blaðamannafundar þar sem tilkynnt var um yfirtöku ríkisins á 75 prósenta hlut í bankanum. Þorsteinn sagði í Kastljósi í gær að ekki hafi verið fengið samþykki stærstu hluthafa áður en boðað var til fundarins en Seðlabankinn vísaði þessu á bug í tilkynningu fyrr í dag. Yfirlýsing Þorsteins fer hér á eftir í heild sinni: Vegna fréttatilkynningar frá Seðlabanka Íslands um boðun blaðamannfundar sl. mánudag vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri: Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég m.a. hef, var atburðarásin með eftirfarandi hætti: 1. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hringdi í Glitni kl. 8:45 og tilkynnti að búið væri að boða blaðamannafund kl. 9:15 í Seðlabankanum og óskaði eftir nærveru forstjórans á þeim fundi. 2. Klukkan 8:55 hringdi undirritaður í Ingimund Friðriksson, seðlabankastjóra, og spurði hvort búið væri að boða til blaðamannafundar. Hann sagði svo ekki vera. 3. Klukkan 8:58 hringdi Davíð Oddsson og tjáði mér að það væri rangt hjá Ingimundi að ekki væri búið að boða til blaðamannafundar. Það væri búið að boða til blaðamannafundar og ítrekaði hann ósk sína um að forstjóri Glitnis væri viðstaddur fundinn. 4. Klukkan 9:16 birtist á visir.is frétt þess efnis að búið væri að boða til blaðamannafundar í Seðlabankanum. 5. Klukkan 9.22 hringdi Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri og undirritaður sagðist í því augnabliki vera kominn með undirskrift stærsta hluthafans. 6. Klukkan 9.24 var tölvupóstur með undirskrift stærsta hluthafans sendur til Seðlabankans. Það að Seðlabanki Íslands sendi ekki frá sér tölvupóst fyrr en kl. 9:25, þar sem formlega er boðað til blaðamannafundar kl. 9:20, breytir því ekki að búið var að boða menn munnlega til blaðamannafundar t.d. sbr. frétt á visir.is kl. 9:16. Ég stend því við fyrri orð mín um aðdraganda þessa máls. Nú skiptir mestu að allir aðilar snúi bökum saman og leiti leiða til þess að takast á við þá áskorun sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir um þessar mundir. Ég legg áherslu á að vinnufriður skapist fyrir starfsmenn og stjórnendur Glitnis og mun því ekki tjá mig frekar um samskipti mín við starfsmenn Seðlabanka Íslands. Þorsteinn Már Baldvinsson Stjórnarformaður Glitnis Athugasemd frá fréttastjóra: Fréttin á visir.is sem vísað er til í 4. lið yfirlýsingar Þorsteins Más Baldvinssonar, var ekki skrifuð kl. 09.16 heldur var um að ræða uppfærða frétt sem var skrifuð á þeim tíma um að FME hefði stöðvað viðskipti með bréf Glitnis í Kauphöllinni. Ritstjórn barst póstur frá Seðlabanka Íslands kl. 9.25 og var fréttin uppfærð þá. Í öllum látunum gleymdist hins vegar að uppfæra tímann á fréttinni. Tengdar fréttir Segir Þorstein Má ekki hafa farið með fleipur í Kastljósi Björn Ingi Sveinsson forstjóri Saxbygg og stjórnarmaður í Glitni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður bankans hafi ekki farið með fleipur í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi. Þá sagði Þorsteinn að boðað hefði verið til blaðamannafundar í Seðlabankanum áður en búið var að fá samþykki hjá stærstu hluthöfum bankans. Seðlabankinn sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að samþykki hefði verið komið þegar boðað var til fundarins. 1. október 2008 14:21 Davíð boðaði ekki til fundar án samþykkis hluthafa Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður Glitnis var í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Þar fór hann yfir aðdragandann að yfirtöku Ríkisins á 75% hlut í bankanum. Í máli Þorsteins kom meðal annars fram að Davíð Oddsson formaður bankaráðs Seðlabankans hefði boðað til blaðamannafundar á mánudagsmorgun áður en búið var að fá samþykki hjá hluthöfum bankans. 1. október 2008 13:18 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi það hvort samþykki stærstu hluthafa í Glitni hafi verið fengið áður en Seðlabankinn boðaði til blaðamannafundar þar sem tilkynnt var um yfirtöku ríkisins á 75 prósenta hlut í bankanum. Þorsteinn sagði í Kastljósi í gær að ekki hafi verið fengið samþykki stærstu hluthafa áður en boðað var til fundarins en Seðlabankinn vísaði þessu á bug í tilkynningu fyrr í dag. Yfirlýsing Þorsteins fer hér á eftir í heild sinni: Vegna fréttatilkynningar frá Seðlabanka Íslands um boðun blaðamannfundar sl. mánudag vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri: Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég m.a. hef, var atburðarásin með eftirfarandi hætti: 1. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hringdi í Glitni kl. 8:45 og tilkynnti að búið væri að boða blaðamannafund kl. 9:15 í Seðlabankanum og óskaði eftir nærveru forstjórans á þeim fundi. 2. Klukkan 8:55 hringdi undirritaður í Ingimund Friðriksson, seðlabankastjóra, og spurði hvort búið væri að boða til blaðamannafundar. Hann sagði svo ekki vera. 3. Klukkan 8:58 hringdi Davíð Oddsson og tjáði mér að það væri rangt hjá Ingimundi að ekki væri búið að boða til blaðamannafundar. Það væri búið að boða til blaðamannafundar og ítrekaði hann ósk sína um að forstjóri Glitnis væri viðstaddur fundinn. 4. Klukkan 9:16 birtist á visir.is frétt þess efnis að búið væri að boða til blaðamannafundar í Seðlabankanum. 5. Klukkan 9.22 hringdi Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri og undirritaður sagðist í því augnabliki vera kominn með undirskrift stærsta hluthafans. 6. Klukkan 9.24 var tölvupóstur með undirskrift stærsta hluthafans sendur til Seðlabankans. Það að Seðlabanki Íslands sendi ekki frá sér tölvupóst fyrr en kl. 9:25, þar sem formlega er boðað til blaðamannafundar kl. 9:20, breytir því ekki að búið var að boða menn munnlega til blaðamannafundar t.d. sbr. frétt á visir.is kl. 9:16. Ég stend því við fyrri orð mín um aðdraganda þessa máls. Nú skiptir mestu að allir aðilar snúi bökum saman og leiti leiða til þess að takast á við þá áskorun sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir um þessar mundir. Ég legg áherslu á að vinnufriður skapist fyrir starfsmenn og stjórnendur Glitnis og mun því ekki tjá mig frekar um samskipti mín við starfsmenn Seðlabanka Íslands. Þorsteinn Már Baldvinsson Stjórnarformaður Glitnis Athugasemd frá fréttastjóra: Fréttin á visir.is sem vísað er til í 4. lið yfirlýsingar Þorsteins Más Baldvinssonar, var ekki skrifuð kl. 09.16 heldur var um að ræða uppfærða frétt sem var skrifuð á þeim tíma um að FME hefði stöðvað viðskipti með bréf Glitnis í Kauphöllinni. Ritstjórn barst póstur frá Seðlabanka Íslands kl. 9.25 og var fréttin uppfærð þá. Í öllum látunum gleymdist hins vegar að uppfæra tímann á fréttinni.
Tengdar fréttir Segir Þorstein Má ekki hafa farið með fleipur í Kastljósi Björn Ingi Sveinsson forstjóri Saxbygg og stjórnarmaður í Glitni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður bankans hafi ekki farið með fleipur í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi. Þá sagði Þorsteinn að boðað hefði verið til blaðamannafundar í Seðlabankanum áður en búið var að fá samþykki hjá stærstu hluthöfum bankans. Seðlabankinn sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að samþykki hefði verið komið þegar boðað var til fundarins. 1. október 2008 14:21 Davíð boðaði ekki til fundar án samþykkis hluthafa Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður Glitnis var í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Þar fór hann yfir aðdragandann að yfirtöku Ríkisins á 75% hlut í bankanum. Í máli Þorsteins kom meðal annars fram að Davíð Oddsson formaður bankaráðs Seðlabankans hefði boðað til blaðamannafundar á mánudagsmorgun áður en búið var að fá samþykki hjá hluthöfum bankans. 1. október 2008 13:18 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Segir Þorstein Má ekki hafa farið með fleipur í Kastljósi Björn Ingi Sveinsson forstjóri Saxbygg og stjórnarmaður í Glitni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður bankans hafi ekki farið með fleipur í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi. Þá sagði Þorsteinn að boðað hefði verið til blaðamannafundar í Seðlabankanum áður en búið var að fá samþykki hjá stærstu hluthöfum bankans. Seðlabankinn sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að samþykki hefði verið komið þegar boðað var til fundarins. 1. október 2008 14:21
Davíð boðaði ekki til fundar án samþykkis hluthafa Þorsteinn Már Baldvinsson stjórnarformaður Glitnis var í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Þar fór hann yfir aðdragandann að yfirtöku Ríkisins á 75% hlut í bankanum. Í máli Þorsteins kom meðal annars fram að Davíð Oddsson formaður bankaráðs Seðlabankans hefði boðað til blaðamannafundar á mánudagsmorgun áður en búið var að fá samþykki hjá hluthöfum bankans. 1. október 2008 13:18