Ekkert ólögmætt við að beita Dyflinnarsamningnum 3. júlí 2008 15:15 Björn Bjarnason, dóms-og kirkjumálaráðherra Björn Bjarnason dóms-og kirkjumálaráðherra segir ekkert ólögmætt né athugavert við að beita Dyflinnarsamningnum frekar en öðrum milliríkjasamningum. Þetta kemur fram í svari hans við spurningum Vísi um mál Keníumannsins Pauls Ramses og starfsemi Útlendingastofnunar. Ramses sótti um stöðu flóttamanns á Íslandi en var vísað af landi brott til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í gærkvöldi. Paul Ramses var kosningastjóri stjórnarandstöðunnar í Kenía en sótti um stöðu flóttamanns í febrúar eftir að átök brutust ú í kjölfar forsetakosninga sem voru þar í landi í desember. Kom fram í viðtali við hann í á Stöð 2 í febrúar að hann væri á aftökulista yfirvalda þar í landi. Vísir sendi Birni nokkrar spurningar varðandi umsókn Paul Ramses og starfsemi og vinnureglur Útlendingastofnunar. Í fyrsta lagi hvort ekki þyrfti að stytta afgreiðslutíma umsókna um stöðu flóttamanns á Íslandi. Í öðru lagi hvort ekki væri hægt að veita máli hans einhvers konar flýtimeðferð á grundvelli þess að hann á fjölskyldu á landinu. Í þriðja lagi hvort ekki ætti að beita því úrræði sem felst í Dyflinnarsamningnum, að senda flóttamann til þess lands á Schengen-svæðinu sem hann kom fyrst til, frekar sem undantekningu en sem reglu. Svar Björns var þetta: „(H)vert mál er skoðað fyrir sig af útlendingastofnun, hún leggur mat á umsóknir og kemst að niðurstöðu um afgreiðslu þeirra. Ef fólk er ósátt við þá niðurstöðu er unnt að kæra hana til ráðuneytisins og/eða leita til umboðsmanns alþingis og dómstóla vegna málsins. Réttarstaða útlendinga hér á landi er skýr og á síðasta þingi sameinaðist alþingi um breytingar á útlendingalögum til að skýra þessa stöðu enn betur. Dyflinarsamningurinn er einnig skýr og honum er beitt af aðildarríkjum hans. Að sjálfsögðu er ekkert ólögmætt eða athugavert að beita þeim samningi frekar en öðrum milliríkjasamningum." Hann benti einnig á að umsvif Útlendingastofnunar hefðu verið mikil undanfarin misseri vegna hins mikla fjölda útlendinga sem kemur til landsins. ,,Ég fullyrði hins vegar, að almennt séð megi færa góð rök fyrir að skilvirkni við afgreiðslu slíkra mála hér stenst mjög vel samanburð við það, sem best gerist í Evrópu eða annars staðar," skrifaði Björn að lokum í svarinu til Vísis. Tengdar fréttir „Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. 3. júlí 2008 13:13 Hlupu inn á flugbraut til að mótmæla brottflutningi Keníamannsins Í morgun klukkan 7:45 hlupu tveir menn inn á flugbrautina við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir voru handteknir og eru nú í fangeklefa hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Brotin eru litin mjög alvarlegum augum og geta varðað fangelsi allt að sex árum. 3. júlí 2008 09:33 Sækir um pólitískt hæli Einn kosningastjóra stjórnarandstöðunnar í Kenýa hefur sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður á Íslandi. Vegabréfsáritun hans rennur út á mikvikudaginn, en hann segist vera á aftökulista yfirvalda í Kenýa. 16. febrúar 2008 18:48 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Björn Bjarnason dóms-og kirkjumálaráðherra segir ekkert ólögmætt né athugavert við að beita Dyflinnarsamningnum frekar en öðrum milliríkjasamningum. Þetta kemur fram í svari hans við spurningum Vísi um mál Keníumannsins Pauls Ramses og starfsemi Útlendingastofnunar. Ramses sótti um stöðu flóttamanns á Íslandi en var vísað af landi brott til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í gærkvöldi. Paul Ramses var kosningastjóri stjórnarandstöðunnar í Kenía en sótti um stöðu flóttamanns í febrúar eftir að átök brutust ú í kjölfar forsetakosninga sem voru þar í landi í desember. Kom fram í viðtali við hann í á Stöð 2 í febrúar að hann væri á aftökulista yfirvalda þar í landi. Vísir sendi Birni nokkrar spurningar varðandi umsókn Paul Ramses og starfsemi og vinnureglur Útlendingastofnunar. Í fyrsta lagi hvort ekki þyrfti að stytta afgreiðslutíma umsókna um stöðu flóttamanns á Íslandi. Í öðru lagi hvort ekki væri hægt að veita máli hans einhvers konar flýtimeðferð á grundvelli þess að hann á fjölskyldu á landinu. Í þriðja lagi hvort ekki ætti að beita því úrræði sem felst í Dyflinnarsamningnum, að senda flóttamann til þess lands á Schengen-svæðinu sem hann kom fyrst til, frekar sem undantekningu en sem reglu. Svar Björns var þetta: „(H)vert mál er skoðað fyrir sig af útlendingastofnun, hún leggur mat á umsóknir og kemst að niðurstöðu um afgreiðslu þeirra. Ef fólk er ósátt við þá niðurstöðu er unnt að kæra hana til ráðuneytisins og/eða leita til umboðsmanns alþingis og dómstóla vegna málsins. Réttarstaða útlendinga hér á landi er skýr og á síðasta þingi sameinaðist alþingi um breytingar á útlendingalögum til að skýra þessa stöðu enn betur. Dyflinarsamningurinn er einnig skýr og honum er beitt af aðildarríkjum hans. Að sjálfsögðu er ekkert ólögmætt eða athugavert að beita þeim samningi frekar en öðrum milliríkjasamningum." Hann benti einnig á að umsvif Útlendingastofnunar hefðu verið mikil undanfarin misseri vegna hins mikla fjölda útlendinga sem kemur til landsins. ,,Ég fullyrði hins vegar, að almennt séð megi færa góð rök fyrir að skilvirkni við afgreiðslu slíkra mála hér stenst mjög vel samanburð við það, sem best gerist í Evrópu eða annars staðar," skrifaði Björn að lokum í svarinu til Vísis.
Tengdar fréttir „Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. 3. júlí 2008 13:13 Hlupu inn á flugbraut til að mótmæla brottflutningi Keníamannsins Í morgun klukkan 7:45 hlupu tveir menn inn á flugbrautina við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir voru handteknir og eru nú í fangeklefa hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Brotin eru litin mjög alvarlegum augum og geta varðað fangelsi allt að sex árum. 3. júlí 2008 09:33 Sækir um pólitískt hæli Einn kosningastjóra stjórnarandstöðunnar í Kenýa hefur sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður á Íslandi. Vegabréfsáritun hans rennur út á mikvikudaginn, en hann segist vera á aftökulista yfirvalda í Kenýa. 16. febrúar 2008 18:48 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. 3. júlí 2008 13:13
Hlupu inn á flugbraut til að mótmæla brottflutningi Keníamannsins Í morgun klukkan 7:45 hlupu tveir menn inn á flugbrautina við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir voru handteknir og eru nú í fangeklefa hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Brotin eru litin mjög alvarlegum augum og geta varðað fangelsi allt að sex árum. 3. júlí 2008 09:33
Sækir um pólitískt hæli Einn kosningastjóra stjórnarandstöðunnar í Kenýa hefur sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður á Íslandi. Vegabréfsáritun hans rennur út á mikvikudaginn, en hann segist vera á aftökulista yfirvalda í Kenýa. 16. febrúar 2008 18:48