Ekkert ólögmætt við að beita Dyflinnarsamningnum 3. júlí 2008 15:15 Björn Bjarnason, dóms-og kirkjumálaráðherra Björn Bjarnason dóms-og kirkjumálaráðherra segir ekkert ólögmætt né athugavert við að beita Dyflinnarsamningnum frekar en öðrum milliríkjasamningum. Þetta kemur fram í svari hans við spurningum Vísi um mál Keníumannsins Pauls Ramses og starfsemi Útlendingastofnunar. Ramses sótti um stöðu flóttamanns á Íslandi en var vísað af landi brott til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í gærkvöldi. Paul Ramses var kosningastjóri stjórnarandstöðunnar í Kenía en sótti um stöðu flóttamanns í febrúar eftir að átök brutust ú í kjölfar forsetakosninga sem voru þar í landi í desember. Kom fram í viðtali við hann í á Stöð 2 í febrúar að hann væri á aftökulista yfirvalda þar í landi. Vísir sendi Birni nokkrar spurningar varðandi umsókn Paul Ramses og starfsemi og vinnureglur Útlendingastofnunar. Í fyrsta lagi hvort ekki þyrfti að stytta afgreiðslutíma umsókna um stöðu flóttamanns á Íslandi. Í öðru lagi hvort ekki væri hægt að veita máli hans einhvers konar flýtimeðferð á grundvelli þess að hann á fjölskyldu á landinu. Í þriðja lagi hvort ekki ætti að beita því úrræði sem felst í Dyflinnarsamningnum, að senda flóttamann til þess lands á Schengen-svæðinu sem hann kom fyrst til, frekar sem undantekningu en sem reglu. Svar Björns var þetta: „(H)vert mál er skoðað fyrir sig af útlendingastofnun, hún leggur mat á umsóknir og kemst að niðurstöðu um afgreiðslu þeirra. Ef fólk er ósátt við þá niðurstöðu er unnt að kæra hana til ráðuneytisins og/eða leita til umboðsmanns alþingis og dómstóla vegna málsins. Réttarstaða útlendinga hér á landi er skýr og á síðasta þingi sameinaðist alþingi um breytingar á útlendingalögum til að skýra þessa stöðu enn betur. Dyflinarsamningurinn er einnig skýr og honum er beitt af aðildarríkjum hans. Að sjálfsögðu er ekkert ólögmætt eða athugavert að beita þeim samningi frekar en öðrum milliríkjasamningum." Hann benti einnig á að umsvif Útlendingastofnunar hefðu verið mikil undanfarin misseri vegna hins mikla fjölda útlendinga sem kemur til landsins. ,,Ég fullyrði hins vegar, að almennt séð megi færa góð rök fyrir að skilvirkni við afgreiðslu slíkra mála hér stenst mjög vel samanburð við það, sem best gerist í Evrópu eða annars staðar," skrifaði Björn að lokum í svarinu til Vísis. Tengdar fréttir „Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. 3. júlí 2008 13:13 Hlupu inn á flugbraut til að mótmæla brottflutningi Keníamannsins Í morgun klukkan 7:45 hlupu tveir menn inn á flugbrautina við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir voru handteknir og eru nú í fangeklefa hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Brotin eru litin mjög alvarlegum augum og geta varðað fangelsi allt að sex árum. 3. júlí 2008 09:33 Sækir um pólitískt hæli Einn kosningastjóra stjórnarandstöðunnar í Kenýa hefur sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður á Íslandi. Vegabréfsáritun hans rennur út á mikvikudaginn, en hann segist vera á aftökulista yfirvalda í Kenýa. 16. febrúar 2008 18:48 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
Björn Bjarnason dóms-og kirkjumálaráðherra segir ekkert ólögmætt né athugavert við að beita Dyflinnarsamningnum frekar en öðrum milliríkjasamningum. Þetta kemur fram í svari hans við spurningum Vísi um mál Keníumannsins Pauls Ramses og starfsemi Útlendingastofnunar. Ramses sótti um stöðu flóttamanns á Íslandi en var vísað af landi brott til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í gærkvöldi. Paul Ramses var kosningastjóri stjórnarandstöðunnar í Kenía en sótti um stöðu flóttamanns í febrúar eftir að átök brutust ú í kjölfar forsetakosninga sem voru þar í landi í desember. Kom fram í viðtali við hann í á Stöð 2 í febrúar að hann væri á aftökulista yfirvalda þar í landi. Vísir sendi Birni nokkrar spurningar varðandi umsókn Paul Ramses og starfsemi og vinnureglur Útlendingastofnunar. Í fyrsta lagi hvort ekki þyrfti að stytta afgreiðslutíma umsókna um stöðu flóttamanns á Íslandi. Í öðru lagi hvort ekki væri hægt að veita máli hans einhvers konar flýtimeðferð á grundvelli þess að hann á fjölskyldu á landinu. Í þriðja lagi hvort ekki ætti að beita því úrræði sem felst í Dyflinnarsamningnum, að senda flóttamann til þess lands á Schengen-svæðinu sem hann kom fyrst til, frekar sem undantekningu en sem reglu. Svar Björns var þetta: „(H)vert mál er skoðað fyrir sig af útlendingastofnun, hún leggur mat á umsóknir og kemst að niðurstöðu um afgreiðslu þeirra. Ef fólk er ósátt við þá niðurstöðu er unnt að kæra hana til ráðuneytisins og/eða leita til umboðsmanns alþingis og dómstóla vegna málsins. Réttarstaða útlendinga hér á landi er skýr og á síðasta þingi sameinaðist alþingi um breytingar á útlendingalögum til að skýra þessa stöðu enn betur. Dyflinarsamningurinn er einnig skýr og honum er beitt af aðildarríkjum hans. Að sjálfsögðu er ekkert ólögmætt eða athugavert að beita þeim samningi frekar en öðrum milliríkjasamningum." Hann benti einnig á að umsvif Útlendingastofnunar hefðu verið mikil undanfarin misseri vegna hins mikla fjölda útlendinga sem kemur til landsins. ,,Ég fullyrði hins vegar, að almennt séð megi færa góð rök fyrir að skilvirkni við afgreiðslu slíkra mála hér stenst mjög vel samanburð við það, sem best gerist í Evrópu eða annars staðar," skrifaði Björn að lokum í svarinu til Vísis.
Tengdar fréttir „Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. 3. júlí 2008 13:13 Hlupu inn á flugbraut til að mótmæla brottflutningi Keníamannsins Í morgun klukkan 7:45 hlupu tveir menn inn á flugbrautina við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir voru handteknir og eru nú í fangeklefa hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Brotin eru litin mjög alvarlegum augum og geta varðað fangelsi allt að sex árum. 3. júlí 2008 09:33 Sækir um pólitískt hæli Einn kosningastjóra stjórnarandstöðunnar í Kenýa hefur sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður á Íslandi. Vegabréfsáritun hans rennur út á mikvikudaginn, en hann segist vera á aftökulista yfirvalda í Kenýa. 16. febrúar 2008 18:48 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
„Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. 3. júlí 2008 13:13
Hlupu inn á flugbraut til að mótmæla brottflutningi Keníamannsins Í morgun klukkan 7:45 hlupu tveir menn inn á flugbrautina við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir voru handteknir og eru nú í fangeklefa hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Brotin eru litin mjög alvarlegum augum og geta varðað fangelsi allt að sex árum. 3. júlí 2008 09:33
Sækir um pólitískt hæli Einn kosningastjóra stjórnarandstöðunnar í Kenýa hefur sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður á Íslandi. Vegabréfsáritun hans rennur út á mikvikudaginn, en hann segist vera á aftökulista yfirvalda í Kenýa. 16. febrúar 2008 18:48