Fáfnir í formlegum tengslum við alþjóðleg glæpasamtök 1. júlí 2008 15:13 Íslenski mótorhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur stofnað til formlegra tengsla við skipulögð alþjóðleg glæpasamtök með því að gerast stuðningsklúbbur Hells Angels vélhjólasamtakanna. Svo segir í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Fjallað er sérstaklega um Fafner, eða Fáfni eins og hann nefnist á íslensku, undir fyrirsögninni vélhjólagengi. Bent á að Hells Angels haft um langt skeið haft áhuga á að ná fótfestu á Íslandi. Sá áhugi hafi reynst gagnkvæmur því leiðtogar vélhjólasamtakanna Fafner MC-Iceland hafi á síðustu árum sótt fast að fá aðild að Hells Angels. Fyrsta skref í átt til fullrar aðildar felist í því að fá viðurkenningu sem „stuðningsklúbbur" einnar deildar Hells Angels á Norðurlöndum. „Stór vélhjólagengi á borð við Hells Angels og Bandidos, sem halda uppi skipulagðri glæpastarfsemi, eru alþjóðlegt vandamál. Þau leitast stöðugt við að auka umsvif sín og stækka markaðssvæði. Gengi þessi stunda fjölbreytta og skipulagða glæpastarfsemi. Þau hafa löngum verið umsvifamikil á sviði fjárkúgana, ofbeldis og fíkniefnaviðskipta. Fyrir liggur að mörg þessara samtaka tengjast einnig vopnasmygli, skipulagningu vændis og mansali. Í nágrannalöndunum hefur ítrekað komið til blóðugra uppgjöra þessara hópa. Á árunum 1994 - 1997 týndu 11 manns lífi í átökum Hells Angels og Bandidos á Norðurlöndum og þar hefur meirihluti meðlimanna hlotið refsidóma fyrir afbrot. Nokkrir þeirra hafa verið fundnir sekir um morð," segir í skýrslu greiningardeildar. Þar er bent á að lögregla hafi ítrekað skipulagt aðgerðir vegna komu félaga í Hells Angels-samtökunum hingað til lands. Fjölmiðlum hafi verið veittar ítarlegar upplýsingar um aðgerðir þessar og markmið þeirra. „Íslenski vélhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur nú gerst stuðningsklúbbur Hells Angels. Þar með hefur hópur manna, sem ítrekað hefur komist í kast við lögin hér á landi, stofnað til formlegra tengsla við skipulögð, alþjóðleg glæpasamtök," segir greiningardeildin. Tengdar fréttir Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48 Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn“ hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. 1. júlí 2008 14:35 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Íslenski mótorhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur stofnað til formlegra tengsla við skipulögð alþjóðleg glæpasamtök með því að gerast stuðningsklúbbur Hells Angels vélhjólasamtakanna. Svo segir í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Fjallað er sérstaklega um Fafner, eða Fáfni eins og hann nefnist á íslensku, undir fyrirsögninni vélhjólagengi. Bent á að Hells Angels haft um langt skeið haft áhuga á að ná fótfestu á Íslandi. Sá áhugi hafi reynst gagnkvæmur því leiðtogar vélhjólasamtakanna Fafner MC-Iceland hafi á síðustu árum sótt fast að fá aðild að Hells Angels. Fyrsta skref í átt til fullrar aðildar felist í því að fá viðurkenningu sem „stuðningsklúbbur" einnar deildar Hells Angels á Norðurlöndum. „Stór vélhjólagengi á borð við Hells Angels og Bandidos, sem halda uppi skipulagðri glæpastarfsemi, eru alþjóðlegt vandamál. Þau leitast stöðugt við að auka umsvif sín og stækka markaðssvæði. Gengi þessi stunda fjölbreytta og skipulagða glæpastarfsemi. Þau hafa löngum verið umsvifamikil á sviði fjárkúgana, ofbeldis og fíkniefnaviðskipta. Fyrir liggur að mörg þessara samtaka tengjast einnig vopnasmygli, skipulagningu vændis og mansali. Í nágrannalöndunum hefur ítrekað komið til blóðugra uppgjöra þessara hópa. Á árunum 1994 - 1997 týndu 11 manns lífi í átökum Hells Angels og Bandidos á Norðurlöndum og þar hefur meirihluti meðlimanna hlotið refsidóma fyrir afbrot. Nokkrir þeirra hafa verið fundnir sekir um morð," segir í skýrslu greiningardeildar. Þar er bent á að lögregla hafi ítrekað skipulagt aðgerðir vegna komu félaga í Hells Angels-samtökunum hingað til lands. Fjölmiðlum hafi verið veittar ítarlegar upplýsingar um aðgerðir þessar og markmið þeirra. „Íslenski vélhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur nú gerst stuðningsklúbbur Hells Angels. Þar með hefur hópur manna, sem ítrekað hefur komist í kast við lögin hér á landi, stofnað til formlegra tengsla við skipulögð, alþjóðleg glæpasamtök," segir greiningardeildin.
Tengdar fréttir Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48 Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn“ hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. 1. júlí 2008 14:35 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48
Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn“ hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. 1. júlí 2008 14:35