Innlent

10-11 lögreglumaður sendur í frí

Lögreglumaðurinn sem sést taka pilt hálstaki í verslun 10-11 í Grímsbæ á myndbandi á Netinu mun ekki sinna störfum á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meðan mál hans er í rannsókn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Þar segir að um leið og ábendingar bárust lögreglu um þetta myndband hafi farið af stað athugun á því hvenær þetta hafi gerst og hvaða lögreglumaður væri þarna á ferðinni enda sé framgangan með þeim hætti að það krefst að mati lögreglustjóra rannsóknar.

Ríkissaksóknara var þegar gert viðvart um þetta atvik vegna alvarleika þess og að lokinni gagnaöflun síðar í dag fær hann málið í hendur.

Þá segir í tilkynningunni að ríkislögreglustjóra verði einnig gert viðvart um málið en hann fer með skipunarvald yfir lögreglumönnum og tekur því ákvörðun um hvort lögreglumanninum verður vikið frá störfum um stundarsakir meðan á rannsókn málsins stendur. „Fram að því að ákvörðun um það liggur fyrir mun lögreglumaðurinn ekki sinna störfum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu," segir í tilkynningu lögreglunnar.

Myndband af átökunum má sjá hér.


Tengdar fréttir

Unglingar verið til vandræða upp á síðkastið

Egill Pálsson, verslunarstjóri í 10-11 í Grímsbæ segir unglinga hafa verið með ólæti og vesen í búðinni um nokkurn tíma. Á myndbandasíðunni youtube.com er myndskeið sem sýnir lögreglumann taka ungling í búðinni kverkataki en atvikið átti sér stað í gærkvöldi. Egill segist ekki vita hvort um sé að ræða sömu unglinga og verið hafa til vandræða undanfarið.

Móðir fórnarlambsins: Hrottalegar aðfarir lögreglu

Móðir piltsins sem lögreglumaður tók kverkataki í verslun 10-11 í gær segir aðfarir lögreglumannsins hrottalegar en fjölskyldan hefur ekki tekið ákvörðun um hvort atvikið verði kært. Lögreglumaðurinn mun ekki sinna lögreglustörfum á meðan málið er í rannsókn.

10-11 strákur ætlar líklega að kæra lögregluna

„Við töluðum um það í gær og ætli það endi ekki með því að hann kæri,“ segir vinur piltsins sem staddur var ásamt nokkrum öðrum í verslun 10-11 í Grímsbæ í gærkvöldi þegar lögreglumaður tók 17 ára unglingspilt kverkataki.

Lögreglan skoðar atvik í 10/11

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið sé að skoða atvik sem varð í 10/11 verslun í gær þegar lögreglumaður réðst að pilti og tók hann kverkataki.

Lögreglumaður tekur ungan pilt kverkataki

Lögreglumaður beitir ungan pilt nokkru harðræði í myndbandi sem sett var inn á netið í gær. Svo virðist sem ungir piltar séu grunaðir um þjófnað í verslun 10-11. Einn lögreglumannanna sem mætir á vettvang tekur einn þeirra kverkataki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×