Ákærðir fyrir að blekkja neytendur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 14:32 Ekkert nautakjöt var í nautabökunum þó að það kæmi fram í innihaldslýsingu á umbúðum vörunnar. Vísir/Stefán Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur ákært Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. Eins og frægt varð kom fram á umbúðunum að nautakjöt væri í bökunum en svo reyndist ekki vera. Málið kom upp í byrjun árs 2013. Matvælastofnun gerði rannsókn á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sem leiddi í ljós að ekkert nautakjöt var í tveimur vörum sem Gæðakokkar höfðu framleitt og markaðssett og sögðu að innihéldu nautakjöt. Þannig var Nautabaka sögð innihalda 30% nautahakk í fyllingu sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar en innihélt ekkert kjöt. Forsvarsmenn Gæðakokka sögðust á sínum tíma engar skýringar hafa á því hvers vegna ekkert nautakjöt fannst í nautabökunum. Stuttu eftir að niðurstaða Matvælastofnunar lá fyrir kærði Heilbrigðiseftirlit Vesturlands fyrirtækið til sýslumannsins í Borgarnesi. Lögreglustjórinn gaf svo út ákæru á hendur fyrirtækinu fyrir brot gegn matvælalögum og reglugerðum sem settar hafa verið samkvæmt þeim. Brotin varða meðal annars 11. grein matvælalaga þar sem segir að óheimilt sé „að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu, magn, eðli eða áhrif.“ Farið er fram á það í ákæru að fyrirtækið verði látið sæta refsingu, sem er sektargreiðsla, og að það greiði allan sakarkostnað. Aðalmeðferð í málinu átti að fara fram fyrir Héraðsdómi Vesturlands í dag en var frestað vegna vitna sem komust ekki í dóminn. Tengdar fréttir Kærðir fyrir brot á matvælalögum Fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi hefur verið kært til sýslumannsins vegna brota á tveimur greinum matvælalaga. 12. mars 2013 13:12 Leggja til að Gæðakokkar verði kærðir fyrir brot á matvælalögum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. 28. febrúar 2013 12:59 Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47 Fundu hvítan gúmmíhanska í ítölskum kjötbollum Áttræð kona á Seyðisfirði fann tægju úr hvítum plasthanska þegar hún ætlaði að elda ítalskar kjötbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi í lok febrúar. 8. mars 2013 16:09 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Gæðakokkar skipta um nafn Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti. 3. janúar 2014 14:33 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur ákært Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. Eins og frægt varð kom fram á umbúðunum að nautakjöt væri í bökunum en svo reyndist ekki vera. Málið kom upp í byrjun árs 2013. Matvælastofnun gerði rannsókn á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sem leiddi í ljós að ekkert nautakjöt var í tveimur vörum sem Gæðakokkar höfðu framleitt og markaðssett og sögðu að innihéldu nautakjöt. Þannig var Nautabaka sögð innihalda 30% nautahakk í fyllingu sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar en innihélt ekkert kjöt. Forsvarsmenn Gæðakokka sögðust á sínum tíma engar skýringar hafa á því hvers vegna ekkert nautakjöt fannst í nautabökunum. Stuttu eftir að niðurstaða Matvælastofnunar lá fyrir kærði Heilbrigðiseftirlit Vesturlands fyrirtækið til sýslumannsins í Borgarnesi. Lögreglustjórinn gaf svo út ákæru á hendur fyrirtækinu fyrir brot gegn matvælalögum og reglugerðum sem settar hafa verið samkvæmt þeim. Brotin varða meðal annars 11. grein matvælalaga þar sem segir að óheimilt sé „að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu, magn, eðli eða áhrif.“ Farið er fram á það í ákæru að fyrirtækið verði látið sæta refsingu, sem er sektargreiðsla, og að það greiði allan sakarkostnað. Aðalmeðferð í málinu átti að fara fram fyrir Héraðsdómi Vesturlands í dag en var frestað vegna vitna sem komust ekki í dóminn.
Tengdar fréttir Kærðir fyrir brot á matvælalögum Fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi hefur verið kært til sýslumannsins vegna brota á tveimur greinum matvælalaga. 12. mars 2013 13:12 Leggja til að Gæðakokkar verði kærðir fyrir brot á matvælalögum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. 28. febrúar 2013 12:59 Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47 Fundu hvítan gúmmíhanska í ítölskum kjötbollum Áttræð kona á Seyðisfirði fann tægju úr hvítum plasthanska þegar hún ætlaði að elda ítalskar kjötbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi í lok febrúar. 8. mars 2013 16:09 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Gæðakokkar skipta um nafn Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti. 3. janúar 2014 14:33 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Kærðir fyrir brot á matvælalögum Fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi hefur verið kært til sýslumannsins vegna brota á tveimur greinum matvælalaga. 12. mars 2013 13:12
Leggja til að Gæðakokkar verði kærðir fyrir brot á matvælalögum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. 28. febrúar 2013 12:59
Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47
Fundu hvítan gúmmíhanska í ítölskum kjötbollum Áttræð kona á Seyðisfirði fann tægju úr hvítum plasthanska þegar hún ætlaði að elda ítalskar kjötbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi í lok febrúar. 8. mars 2013 16:09
Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46
Gæðakokkar skipta um nafn Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti. 3. janúar 2014 14:33