Ákærðir fyrir að blekkja neytendur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 14:32 Ekkert nautakjöt var í nautabökunum þó að það kæmi fram í innihaldslýsingu á umbúðum vörunnar. Vísir/Stefán Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur ákært Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. Eins og frægt varð kom fram á umbúðunum að nautakjöt væri í bökunum en svo reyndist ekki vera. Málið kom upp í byrjun árs 2013. Matvælastofnun gerði rannsókn á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sem leiddi í ljós að ekkert nautakjöt var í tveimur vörum sem Gæðakokkar höfðu framleitt og markaðssett og sögðu að innihéldu nautakjöt. Þannig var Nautabaka sögð innihalda 30% nautahakk í fyllingu sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar en innihélt ekkert kjöt. Forsvarsmenn Gæðakokka sögðust á sínum tíma engar skýringar hafa á því hvers vegna ekkert nautakjöt fannst í nautabökunum. Stuttu eftir að niðurstaða Matvælastofnunar lá fyrir kærði Heilbrigðiseftirlit Vesturlands fyrirtækið til sýslumannsins í Borgarnesi. Lögreglustjórinn gaf svo út ákæru á hendur fyrirtækinu fyrir brot gegn matvælalögum og reglugerðum sem settar hafa verið samkvæmt þeim. Brotin varða meðal annars 11. grein matvælalaga þar sem segir að óheimilt sé „að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu, magn, eðli eða áhrif.“ Farið er fram á það í ákæru að fyrirtækið verði látið sæta refsingu, sem er sektargreiðsla, og að það greiði allan sakarkostnað. Aðalmeðferð í málinu átti að fara fram fyrir Héraðsdómi Vesturlands í dag en var frestað vegna vitna sem komust ekki í dóminn. Tengdar fréttir Kærðir fyrir brot á matvælalögum Fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi hefur verið kært til sýslumannsins vegna brota á tveimur greinum matvælalaga. 12. mars 2013 13:12 Leggja til að Gæðakokkar verði kærðir fyrir brot á matvælalögum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. 28. febrúar 2013 12:59 Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47 Fundu hvítan gúmmíhanska í ítölskum kjötbollum Áttræð kona á Seyðisfirði fann tægju úr hvítum plasthanska þegar hún ætlaði að elda ítalskar kjötbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi í lok febrúar. 8. mars 2013 16:09 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Gæðakokkar skipta um nafn Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti. 3. janúar 2014 14:33 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur ákært Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. Eins og frægt varð kom fram á umbúðunum að nautakjöt væri í bökunum en svo reyndist ekki vera. Málið kom upp í byrjun árs 2013. Matvælastofnun gerði rannsókn á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sem leiddi í ljós að ekkert nautakjöt var í tveimur vörum sem Gæðakokkar höfðu framleitt og markaðssett og sögðu að innihéldu nautakjöt. Þannig var Nautabaka sögð innihalda 30% nautahakk í fyllingu sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar en innihélt ekkert kjöt. Forsvarsmenn Gæðakokka sögðust á sínum tíma engar skýringar hafa á því hvers vegna ekkert nautakjöt fannst í nautabökunum. Stuttu eftir að niðurstaða Matvælastofnunar lá fyrir kærði Heilbrigðiseftirlit Vesturlands fyrirtækið til sýslumannsins í Borgarnesi. Lögreglustjórinn gaf svo út ákæru á hendur fyrirtækinu fyrir brot gegn matvælalögum og reglugerðum sem settar hafa verið samkvæmt þeim. Brotin varða meðal annars 11. grein matvælalaga þar sem segir að óheimilt sé „að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu, magn, eðli eða áhrif.“ Farið er fram á það í ákæru að fyrirtækið verði látið sæta refsingu, sem er sektargreiðsla, og að það greiði allan sakarkostnað. Aðalmeðferð í málinu átti að fara fram fyrir Héraðsdómi Vesturlands í dag en var frestað vegna vitna sem komust ekki í dóminn.
Tengdar fréttir Kærðir fyrir brot á matvælalögum Fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi hefur verið kært til sýslumannsins vegna brota á tveimur greinum matvælalaga. 12. mars 2013 13:12 Leggja til að Gæðakokkar verði kærðir fyrir brot á matvælalögum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. 28. febrúar 2013 12:59 Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47 Fundu hvítan gúmmíhanska í ítölskum kjötbollum Áttræð kona á Seyðisfirði fann tægju úr hvítum plasthanska þegar hún ætlaði að elda ítalskar kjötbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi í lok febrúar. 8. mars 2013 16:09 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Gæðakokkar skipta um nafn Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti. 3. janúar 2014 14:33 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Kærðir fyrir brot á matvælalögum Fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi hefur verið kært til sýslumannsins vegna brota á tveimur greinum matvælalaga. 12. mars 2013 13:12
Leggja til að Gæðakokkar verði kærðir fyrir brot á matvælalögum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. 28. febrúar 2013 12:59
Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47
Fundu hvítan gúmmíhanska í ítölskum kjötbollum Áttræð kona á Seyðisfirði fann tægju úr hvítum plasthanska þegar hún ætlaði að elda ítalskar kjötbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi í lok febrúar. 8. mars 2013 16:09
Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46
Gæðakokkar skipta um nafn Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti. 3. janúar 2014 14:33