Áhersla lögð á að upplýsa um framgang TiSA-viðræðna Randver Kári Randversson skrifar 24. júní 2014 16:04 Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg. Vísir/E.Ól. Ísland er eitt þeirra ríkja sem hafa rætt gerð fjölþjóðlegs samnings um þjónustuviðskipti, TiSA, í ljósi ört vaxandi mikilvægis þessara viðskipta. Ákvörðun um að Ísland tæki þátt var tekin í desember 2012 af þáverandi utanríkisráðherra og staðfest af núverandi ríkisstjórn í júní árið 2013. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Litið var til þess að samstarfsríki okkar innan EFTA, Noregur og Sviss, taka þátt í viðræðunum svo og ESB og Bandaríkin þar sem Ísland á sína stærstu viðskiptahagsmuni. Áhersla hefur verið lögð á að upplýsa um framgang TiSA viðræðnanna og hafa verið haldnir upplýsingafundir m.a. með ASÍ, BSRB, BHM og SI, SA, SFF, SVÞ, Samtökum ferðaþjónustunnar, Íslenska jarðvarmaklasanum ofl. Þá hefur verið staðið að svokallaðri hagsmunainnköllun sem beint var til íslenskra fyrirtækja með upplýsingum um TiSA ferlið. Í gildi er GATS samningurinn innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, General Agreement on Trade in Service, en þróun hans hefur hins vegar staðið í stað frá því að samningurinn gekk í gildi þrátt fyrir breytt viðskiptaumhverfi. Í kringum 50 ríki eiga núna aðild að TISA-ferlinu, þ.á.m. aðildarríki ESB, Bandaríkin, Ástralía, Kanada, Noregur, Sviss, Japan, o.fl.. Stefnt er að því að að fleiri ríki geti gerst aðilar að TISA samningnum á síðari stigum og jafnvel að samningurinn falli síðar undir kerfi WTO. Samningurinn mun byggja á GATS reglum og fjalla sérstaklega um sjóflutninga, orkumál, fjármagnsþjónustu, póstþjónustu, fjarskipti, aðgang þjónustuveitenda og rafræn viðskipti. Markmiðið er að fækka hindrunum sem standa í vegi fyrirtækjum sem starfa á vettvangi þjónustuviðskipta. Ísland hefur lagt megináherslu á að ná sem bestum kjörum fyrir fyrirtæki á sviði hátækni- og orkumála og á sviði alþjóðlegra sjóflutninga. Undirbúningur hérlendis hefur því m.a. falist í því að eiga fundi með hagsmunasamtökum og fagráðuneytum auk þess sem að ítarlegt ferli fyrir hagsmunagreiningu fyrirtækja sem starfa erlendis á sviði þjónustuviðskipta hefur verið sett á laggirnar. Flest þátttökuríkin hafa nú skilað inn tilboðum sínum og sendi Ísland inn upphafstilboð sitt vegna TiSA í desember sl. Tilboð Íslands byggir alfarið á íslenskri löggjöf og endurskoðuðu GATS tilboði frá árinu 2005 sem er endurspeglað í hefðbundnum listum vegna þjónustuviðskipta. Listinn var unninn í góðu samstarfi við fagráðuneytin. Einu breytingarnar sem gerðar voru á tilboðinu frá 2005 endurspegla metnað Íslands á sviði orkutengdrar þjónustu. Tengdar fréttir Utanríkisráðherra segir enga leynd hvíla á TISA-viðræðunum Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra segir að utanríkismálanefnd verði upplýst um stöðu viðræðanna óski hún eftir því. 23. júní 2014 19:45 Mikil leynd hvílir yfir viðræðunum Þingflokksformaður Pírata segir TISA-samkomulagið geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfræði Íslands. 23. júní 2014 18:22 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Ísland er eitt þeirra ríkja sem hafa rætt gerð fjölþjóðlegs samnings um þjónustuviðskipti, TiSA, í ljósi ört vaxandi mikilvægis þessara viðskipta. Ákvörðun um að Ísland tæki þátt var tekin í desember 2012 af þáverandi utanríkisráðherra og staðfest af núverandi ríkisstjórn í júní árið 2013. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Litið var til þess að samstarfsríki okkar innan EFTA, Noregur og Sviss, taka þátt í viðræðunum svo og ESB og Bandaríkin þar sem Ísland á sína stærstu viðskiptahagsmuni. Áhersla hefur verið lögð á að upplýsa um framgang TiSA viðræðnanna og hafa verið haldnir upplýsingafundir m.a. með ASÍ, BSRB, BHM og SI, SA, SFF, SVÞ, Samtökum ferðaþjónustunnar, Íslenska jarðvarmaklasanum ofl. Þá hefur verið staðið að svokallaðri hagsmunainnköllun sem beint var til íslenskra fyrirtækja með upplýsingum um TiSA ferlið. Í gildi er GATS samningurinn innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, General Agreement on Trade in Service, en þróun hans hefur hins vegar staðið í stað frá því að samningurinn gekk í gildi þrátt fyrir breytt viðskiptaumhverfi. Í kringum 50 ríki eiga núna aðild að TISA-ferlinu, þ.á.m. aðildarríki ESB, Bandaríkin, Ástralía, Kanada, Noregur, Sviss, Japan, o.fl.. Stefnt er að því að að fleiri ríki geti gerst aðilar að TISA samningnum á síðari stigum og jafnvel að samningurinn falli síðar undir kerfi WTO. Samningurinn mun byggja á GATS reglum og fjalla sérstaklega um sjóflutninga, orkumál, fjármagnsþjónustu, póstþjónustu, fjarskipti, aðgang þjónustuveitenda og rafræn viðskipti. Markmiðið er að fækka hindrunum sem standa í vegi fyrirtækjum sem starfa á vettvangi þjónustuviðskipta. Ísland hefur lagt megináherslu á að ná sem bestum kjörum fyrir fyrirtæki á sviði hátækni- og orkumála og á sviði alþjóðlegra sjóflutninga. Undirbúningur hérlendis hefur því m.a. falist í því að eiga fundi með hagsmunasamtökum og fagráðuneytum auk þess sem að ítarlegt ferli fyrir hagsmunagreiningu fyrirtækja sem starfa erlendis á sviði þjónustuviðskipta hefur verið sett á laggirnar. Flest þátttökuríkin hafa nú skilað inn tilboðum sínum og sendi Ísland inn upphafstilboð sitt vegna TiSA í desember sl. Tilboð Íslands byggir alfarið á íslenskri löggjöf og endurskoðuðu GATS tilboði frá árinu 2005 sem er endurspeglað í hefðbundnum listum vegna þjónustuviðskipta. Listinn var unninn í góðu samstarfi við fagráðuneytin. Einu breytingarnar sem gerðar voru á tilboðinu frá 2005 endurspegla metnað Íslands á sviði orkutengdrar þjónustu.
Tengdar fréttir Utanríkisráðherra segir enga leynd hvíla á TISA-viðræðunum Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra segir að utanríkismálanefnd verði upplýst um stöðu viðræðanna óski hún eftir því. 23. júní 2014 19:45 Mikil leynd hvílir yfir viðræðunum Þingflokksformaður Pírata segir TISA-samkomulagið geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfræði Íslands. 23. júní 2014 18:22 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Utanríkisráðherra segir enga leynd hvíla á TISA-viðræðunum Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra segir að utanríkismálanefnd verði upplýst um stöðu viðræðanna óski hún eftir því. 23. júní 2014 19:45
Mikil leynd hvílir yfir viðræðunum Þingflokksformaður Pírata segir TISA-samkomulagið geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfræði Íslands. 23. júní 2014 18:22