Áhersla lögð á að upplýsa um framgang TiSA-viðræðna Randver Kári Randversson skrifar 24. júní 2014 16:04 Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg. Vísir/E.Ól. Ísland er eitt þeirra ríkja sem hafa rætt gerð fjölþjóðlegs samnings um þjónustuviðskipti, TiSA, í ljósi ört vaxandi mikilvægis þessara viðskipta. Ákvörðun um að Ísland tæki þátt var tekin í desember 2012 af þáverandi utanríkisráðherra og staðfest af núverandi ríkisstjórn í júní árið 2013. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Litið var til þess að samstarfsríki okkar innan EFTA, Noregur og Sviss, taka þátt í viðræðunum svo og ESB og Bandaríkin þar sem Ísland á sína stærstu viðskiptahagsmuni. Áhersla hefur verið lögð á að upplýsa um framgang TiSA viðræðnanna og hafa verið haldnir upplýsingafundir m.a. með ASÍ, BSRB, BHM og SI, SA, SFF, SVÞ, Samtökum ferðaþjónustunnar, Íslenska jarðvarmaklasanum ofl. Þá hefur verið staðið að svokallaðri hagsmunainnköllun sem beint var til íslenskra fyrirtækja með upplýsingum um TiSA ferlið. Í gildi er GATS samningurinn innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, General Agreement on Trade in Service, en þróun hans hefur hins vegar staðið í stað frá því að samningurinn gekk í gildi þrátt fyrir breytt viðskiptaumhverfi. Í kringum 50 ríki eiga núna aðild að TISA-ferlinu, þ.á.m. aðildarríki ESB, Bandaríkin, Ástralía, Kanada, Noregur, Sviss, Japan, o.fl.. Stefnt er að því að að fleiri ríki geti gerst aðilar að TISA samningnum á síðari stigum og jafnvel að samningurinn falli síðar undir kerfi WTO. Samningurinn mun byggja á GATS reglum og fjalla sérstaklega um sjóflutninga, orkumál, fjármagnsþjónustu, póstþjónustu, fjarskipti, aðgang þjónustuveitenda og rafræn viðskipti. Markmiðið er að fækka hindrunum sem standa í vegi fyrirtækjum sem starfa á vettvangi þjónustuviðskipta. Ísland hefur lagt megináherslu á að ná sem bestum kjörum fyrir fyrirtæki á sviði hátækni- og orkumála og á sviði alþjóðlegra sjóflutninga. Undirbúningur hérlendis hefur því m.a. falist í því að eiga fundi með hagsmunasamtökum og fagráðuneytum auk þess sem að ítarlegt ferli fyrir hagsmunagreiningu fyrirtækja sem starfa erlendis á sviði þjónustuviðskipta hefur verið sett á laggirnar. Flest þátttökuríkin hafa nú skilað inn tilboðum sínum og sendi Ísland inn upphafstilboð sitt vegna TiSA í desember sl. Tilboð Íslands byggir alfarið á íslenskri löggjöf og endurskoðuðu GATS tilboði frá árinu 2005 sem er endurspeglað í hefðbundnum listum vegna þjónustuviðskipta. Listinn var unninn í góðu samstarfi við fagráðuneytin. Einu breytingarnar sem gerðar voru á tilboðinu frá 2005 endurspegla metnað Íslands á sviði orkutengdrar þjónustu. Tengdar fréttir Utanríkisráðherra segir enga leynd hvíla á TISA-viðræðunum Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra segir að utanríkismálanefnd verði upplýst um stöðu viðræðanna óski hún eftir því. 23. júní 2014 19:45 Mikil leynd hvílir yfir viðræðunum Þingflokksformaður Pírata segir TISA-samkomulagið geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfræði Íslands. 23. júní 2014 18:22 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira
Ísland er eitt þeirra ríkja sem hafa rætt gerð fjölþjóðlegs samnings um þjónustuviðskipti, TiSA, í ljósi ört vaxandi mikilvægis þessara viðskipta. Ákvörðun um að Ísland tæki þátt var tekin í desember 2012 af þáverandi utanríkisráðherra og staðfest af núverandi ríkisstjórn í júní árið 2013. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Litið var til þess að samstarfsríki okkar innan EFTA, Noregur og Sviss, taka þátt í viðræðunum svo og ESB og Bandaríkin þar sem Ísland á sína stærstu viðskiptahagsmuni. Áhersla hefur verið lögð á að upplýsa um framgang TiSA viðræðnanna og hafa verið haldnir upplýsingafundir m.a. með ASÍ, BSRB, BHM og SI, SA, SFF, SVÞ, Samtökum ferðaþjónustunnar, Íslenska jarðvarmaklasanum ofl. Þá hefur verið staðið að svokallaðri hagsmunainnköllun sem beint var til íslenskra fyrirtækja með upplýsingum um TiSA ferlið. Í gildi er GATS samningurinn innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, General Agreement on Trade in Service, en þróun hans hefur hins vegar staðið í stað frá því að samningurinn gekk í gildi þrátt fyrir breytt viðskiptaumhverfi. Í kringum 50 ríki eiga núna aðild að TISA-ferlinu, þ.á.m. aðildarríki ESB, Bandaríkin, Ástralía, Kanada, Noregur, Sviss, Japan, o.fl.. Stefnt er að því að að fleiri ríki geti gerst aðilar að TISA samningnum á síðari stigum og jafnvel að samningurinn falli síðar undir kerfi WTO. Samningurinn mun byggja á GATS reglum og fjalla sérstaklega um sjóflutninga, orkumál, fjármagnsþjónustu, póstþjónustu, fjarskipti, aðgang þjónustuveitenda og rafræn viðskipti. Markmiðið er að fækka hindrunum sem standa í vegi fyrirtækjum sem starfa á vettvangi þjónustuviðskipta. Ísland hefur lagt megináherslu á að ná sem bestum kjörum fyrir fyrirtæki á sviði hátækni- og orkumála og á sviði alþjóðlegra sjóflutninga. Undirbúningur hérlendis hefur því m.a. falist í því að eiga fundi með hagsmunasamtökum og fagráðuneytum auk þess sem að ítarlegt ferli fyrir hagsmunagreiningu fyrirtækja sem starfa erlendis á sviði þjónustuviðskipta hefur verið sett á laggirnar. Flest þátttökuríkin hafa nú skilað inn tilboðum sínum og sendi Ísland inn upphafstilboð sitt vegna TiSA í desember sl. Tilboð Íslands byggir alfarið á íslenskri löggjöf og endurskoðuðu GATS tilboði frá árinu 2005 sem er endurspeglað í hefðbundnum listum vegna þjónustuviðskipta. Listinn var unninn í góðu samstarfi við fagráðuneytin. Einu breytingarnar sem gerðar voru á tilboðinu frá 2005 endurspegla metnað Íslands á sviði orkutengdrar þjónustu.
Tengdar fréttir Utanríkisráðherra segir enga leynd hvíla á TISA-viðræðunum Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra segir að utanríkismálanefnd verði upplýst um stöðu viðræðanna óski hún eftir því. 23. júní 2014 19:45 Mikil leynd hvílir yfir viðræðunum Þingflokksformaður Pírata segir TISA-samkomulagið geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfræði Íslands. 23. júní 2014 18:22 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Sjá meira
Utanríkisráðherra segir enga leynd hvíla á TISA-viðræðunum Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra segir að utanríkismálanefnd verði upplýst um stöðu viðræðanna óski hún eftir því. 23. júní 2014 19:45
Mikil leynd hvílir yfir viðræðunum Þingflokksformaður Pírata segir TISA-samkomulagið geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfræði Íslands. 23. júní 2014 18:22