Viðskipti innlent

Ætla að eiga Hótel Sögu áfram

ingvar haraldsson skrifar
Bændasamtökin eru hætt við að selja Hótel Sögu.
Bændasamtökin eru hætt við að selja Hótel Sögu. vísir/vilhelm
Bændasamtökin eru hætt við að selja Hótel Sögu og hyggjast eiga hótelið a.m.k. næstu þrjú árin eða þar til til Búnaðarþing samþykkir annað. Þetta var samþykkt á Búnaðarþingi í byrjun vikunnar. Morgunblaðið greindi fyrst frá.

Hótelið var sett á sölu í nóvember síðastliðnum og MP banka var falið að annast söluferlið. Í febrúar tilkynntu samtökin að tilboð sem hefðu borist í hótelið væru ekki nægjanlega hagstæð og því kæmi sér betur fyrir samtökin að reka hótelið áfram.


Tengdar fréttir

Hótel Saga sett á sölu

Á síðustu mánuðum hafa margir fjárfestar haft samband við Bændasamtök Íslands og lýst yfir áhuga á að kaupa fasteign og rekstur Hótel Sögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×