Enski boltinn

Adam Johnson dæmdur í sex ára fangelsi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/Getty
Adam Johnson, fyrrum leikmaður Sunderland, var í dag dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimmtán ára ólögráða stúlku.

Dómurinn var kveðinn upp rétt eftir hádegi.

Í byrjun mars var hann sakfelldur í einum ákærulið af tveimur í málinu. Ákæran sem hann var sakfelldur fyrir snýst um kynferðislega snertingu en hann var sýknaður af ákæru um annars konar kynferðislegt brot.

Johnson hafði áður játað sök í tveimur ákæruliðum. Annars vegar að vingast við stúlku í þeim tilgangi að eiga í kynferðislegu sambandi við hana og hins vegar að hafa kysst hana.

Johnson hitti stúlkuna, sem var þá fimmtán ára, þann 30. janúar 2015. Hann áritaði tvær knattspyrnutreyjur fyrir hana og játaði að hafa kysst hana. Hann fullyrti að samskipti þeirra hefðu ekki náð út fyrir það.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×