Á annað hundrað milljarðar sparast með evruaðild Heimir Már Pétursson skrifar 20. ágúst 2010 18:45 Utanríkisráðherra segir ávinninginn af því að komast á evrusvæðið spari þjóðinni á annað hundrað milljarða á ári. Hann er sannfærður um að Íslendingar nái það góðum samningi við Evrópusambandið að aðild verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ásmundur Einar Daðason þingmaður Vinstri grænna og formaður Heimssýnar sem berst gegn Evrópusambandsaðild, fullyrðir að Íslendingar séu ekki í eiginlegum samningaviðræðum við Evrópusambandið, heldur aðlögun að sambandinu. Þessi aðlögun sé hafin áður en þjóðin fái að greiða atkvæði um niðurstöðu samningaviðræðna. Utanríkisráðherra segir þetta rangt. Engin aðlögun eigi sér stað umfram það sem EES samningurinn geri ráð fyrir. „Það sem við þurfum að gera er að vera reiðubúin með áætlanir um það hvernig við ætlum að takast á við ákveðnar kröfur sem kynnu að verða niðurstaða samningaviðræðna," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Utanríkisráðherra segist sannfærður um að Íslendingar muni að lokum samþykkja aðildarsamning þegar hann liggi fyrir. En kannanir að undanförnu benda til að meirihluti Íslendinga sé á móti evrópusambandsaðild. Hvernig getur ráðherra þá fullyrt að aðild verði samþykkt? „Vegna þess að ég held að sá samningur sem menn gera verði töluvert betri en menn eru að halda fram núna," segir Össur. Það muni koma í ljós að ýmsar bábyljur sem andstæðingar aðildar hafi haldið fram, t.d. varðandi sjávarútvegsmál séu vitleysa. Þá verði auðveldara að semja um landbúnaðinn en margir haldi fram. „Og það liggur auðvitað alveg ljóst fyrir að ef við gerumst aðilar að evrusvæðinu, sem er auðvitað það sem ég vildi, mun það spara íslensku þjóðinni á annað hundrað milljarða á hverju ári," segir utanríkisráðherra. Á næstu vikum og mánuðum fer fram rýnivinna að hálfu ESB og íslenskra stjórnvalda á löggjöf Íslands og sambandsins. Össur segir að líkur séu á að samningar hefjist um landbúnaðarmál fyrir páska og um sjávarútvegsmálin næsta haust. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Utanríkisráðherra segir ávinninginn af því að komast á evrusvæðið spari þjóðinni á annað hundrað milljarða á ári. Hann er sannfærður um að Íslendingar nái það góðum samningi við Evrópusambandið að aðild verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ásmundur Einar Daðason þingmaður Vinstri grænna og formaður Heimssýnar sem berst gegn Evrópusambandsaðild, fullyrðir að Íslendingar séu ekki í eiginlegum samningaviðræðum við Evrópusambandið, heldur aðlögun að sambandinu. Þessi aðlögun sé hafin áður en þjóðin fái að greiða atkvæði um niðurstöðu samningaviðræðna. Utanríkisráðherra segir þetta rangt. Engin aðlögun eigi sér stað umfram það sem EES samningurinn geri ráð fyrir. „Það sem við þurfum að gera er að vera reiðubúin með áætlanir um það hvernig við ætlum að takast á við ákveðnar kröfur sem kynnu að verða niðurstaða samningaviðræðna," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Utanríkisráðherra segist sannfærður um að Íslendingar muni að lokum samþykkja aðildarsamning þegar hann liggi fyrir. En kannanir að undanförnu benda til að meirihluti Íslendinga sé á móti evrópusambandsaðild. Hvernig getur ráðherra þá fullyrt að aðild verði samþykkt? „Vegna þess að ég held að sá samningur sem menn gera verði töluvert betri en menn eru að halda fram núna," segir Össur. Það muni koma í ljós að ýmsar bábyljur sem andstæðingar aðildar hafi haldið fram, t.d. varðandi sjávarútvegsmál séu vitleysa. Þá verði auðveldara að semja um landbúnaðinn en margir haldi fram. „Og það liggur auðvitað alveg ljóst fyrir að ef við gerumst aðilar að evrusvæðinu, sem er auðvitað það sem ég vildi, mun það spara íslensku þjóðinni á annað hundrað milljarða á hverju ári," segir utanríkisráðherra. Á næstu vikum og mánuðum fer fram rýnivinna að hálfu ESB og íslenskra stjórnvalda á löggjöf Íslands og sambandsins. Össur segir að líkur séu á að samningar hefjist um landbúnaðarmál fyrir páska og um sjávarútvegsmálin næsta haust.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira