Erlent

283 lífverðir forsetans handteknir

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Yfirvöld í Tyrklandi hafa gefið út handtökuskipun gegn 300 hermönnum úr lífvarðarsveit forsetans í Tyrklandi, en 283 hafa þegar verið handteknir. Um 2.500 hermenn eru í herdeildinni og sér hún um að vernda forsetahöllina í Ankara.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni hafa 10.856 vegabréf verið afturkölluð, vegna ótta um að eigendur þeirra reyni að flýja úr landi.

Yfirvöld í Tyrklandi hafa boðað aðgerðir sem eiga að hrista upp í hernum eftir að hluti hans reyndi að ræna völdum fyrir viku síðan. Gendarmerie hersveitin verður til dæmis færð undan hernum og undir Innanríkisráðuneytið. Þeirri herdeild er ætlað að halda friðinni á svæðum þar sem almenn lögregla er ekki með viðveru, yfirleitt á dreifbýlum svæðum, og landamæraeftirlit.


Tengdar fréttir

Tæki dauðarefsingu fram yfir ESB-aðild

Erdogan Tyrklandsforseti virðist staðráðinn í að brjóta hreyfingu Fetúllas Gülen á bak aftur og kennir henni um valdaránstilraunina sem gerð var um síðustu helgi.

Lið Erdogans fer hamförum

Um fimmtíu þúsund manns hafa verið handteknir eða reknir úr starfi í Tyrklandi. Fræðimönnum er bannað að yfirgefa landið. Lokað fyrir Facebook eftir að Wikileaks birti tölvupósta frá flokki Erdogans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×