Viðskipti innlent

15 milljónir króna í fjölskyldudag Landsvirkjunar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. fréttablaðið/ernir
Amaba Dama, KK, Björn Bragi og Svavar Knútur voru á meðal þeirra sem skemmtu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Landsvirkjunar á fjölskyldudegi fyrirtækisins þann 1. júlí síðastliðinn. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í tilefni 50 ára afmæli Landsvirkjunar. Áætlað er að hátíðarhöldin hafi kostað rúmlega 15 milljónir króna.

Í svari Magnúsar Þórs Gylfasonar, yfirmanns á samskiptasviði Landsvirkjunar, vegna fyrirspurnar Vísis kemur fram að haldið hafi verið upp á afmælisdaginn í samstarfi við starfsmannafélag Landsvirkjunar en fagnað var í Búrfelli. Fyrirtækið var einmitt stofnað 1. júlí 1965 í tengslum við byggingu Búrfellsvirkjunar.

Aðspurður segir Magnús að starfsmenn hafi ekki fengið frí umræddan dag. Þó hafi öllu starfsfólki verið boðið að mæta eftir hádegi þann dag, þ.e. þeim starfsmönnum sem áttu þess kost að komast frá vinnu. Hann bætir við að margir starfsmenn sem hafi verið komnir í sumarfrí hafi látið sjá sig.

700 manna partý

Rúmlega 480 manns starfa hjá Landsvirkjun, sem er sameignarfélag í eigu íslenska ríkisins, en þar af eru 205 sumarstarfsmenn. Var þeim öllum boðið að mæta ásamt fjölskyldu sinni. Þá var fyrrverandi starfsmönnum sem luku störfum hjá fyrirtækinu einnig boðið en þeir telja rúmlega 100 manns. Er áætlað að um 700 manns hafi mætt á svæðið.

Margir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar skemmtu á meðan gestir skelltu í sig hamborgurum og pylsum af grillinu auk þess sem boðið var upp á súpu. KK, Lína Langsokkur, Svavar Knútur og Kristjana Stefánsdóttir auk Amaba Dama sáu um tónlistina. Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi sá um að kynna.

Áætlaður kostnaður við fjölskyldudaginn var 15-16 milljónir króna.

Í dag erum við 50 ára. Búrfellsstöð var fyrsta verkefnið sem Landsvirkjun tókst á við og stærsta framkvæmd Íslandssö...

Posted by Landsvirkjun on Wednesday, July 1, 2015

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×