„Viljum gera Snapchat að meiri miðli en hann hefur verið“ Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2014 11:09 Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin. Mynd/Davíð Örn Símonarson „Okkur fannst vera ákveðið „gap“ á markaðnum sem við erum að reyna að fylla,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin, en fyrirtækið hefur hrundið af stað þremur „vöktum“ – Tilboðsvaktinni, Jólagjafavaktinni og Djammvaktinni – sem sem ætlaðar eru fyrir markhópinn sextán til 25 ára eða svo. Davíð Örn segir þetta vera skemmtilega pælingu sem starfsmenn Blendin hafi nýlega varið nokkrum nóttum í að klára. „Þetta er í rauninni innbyggt inn í Snapchat. Við erum að reyna að vera á undan bylgjunni með því að gera Snapchat að meiri miðli en hann hefur verið.“ Davíð segir Tilboðsvaktina vera miðaða fyrir fyrirtæki til að koma sínum vörum áleiðis til þessa markhóps í gegnum Snapchat. „Þessi markhópur sem við höfum verið að stíla inn á – það er næstum hver einasti með Snapchat. Það sem okkur fannst svolítið áhugavert er að búa til vaktir inn á Snapchap. Nú er auðveldlega hægt að bæta til dæmis Tilboðsvaktinni við sem vin. Það er í raun bara vakt þar sem þú getur séð hin og þessi tilboð frá fyrirtækjum sem eiga kannski erfitt að markaðssetja fyrir þennan ákveðna markhóp. Þetta er ekki liðið sem er að skoða bæklinga sem fara inn um lúguna eða flettir í gegnum blöðin. Þessi markhópur vill líka fá að vita af áhugaverðum tilboðum sem henta þeim vel.“Djammvakt drifin áfram af notendumDavíð segir fyrirtækið svo vera með tvær aðrar „vaktir“ – Jólagjafavaktina og Djammvaktina. „Jólagjafavaktin er reyna hjálpa fólki sem veit ekki nákvæmlega hvað eigi að gefa öðrum í jólagjöf. Þá má skoða hinar og þessar vörur frá búðum og öðrum, hvað getur verið sniðugt að gefa í jólagjöf.“Hann segir svo að með því að bæta þriðju vaktinni, Djammvaktinni, við sem vin á Snapchat sé hægt að fylgjast með hvernig skemmtanalífið er í Reykjavík eða á Íslandi. „Þar er hægt að bæta við efni sjálfur. Ef þú ert til dæmis á Pallaballi eða eitthvað geturðu tekið mynd eða snapp og þá gætu allir séð það sem eru með Djammvaktina sem vin.“ Davíð segir verkefnið vera í startholunum. „Tilboðsvaktin er byrjuð að rúllað. Það er hægt að bæta við Jólagjafavaktinni og Djammvaktinni sem vin, en það er ekki komið neitt efni þar inn enn sem komið er. Djammvaktin er hins vegar bara drifin áfram af notendum og við vonumst til að það komi efni þangað inn um næstu helgi.“Mikið púður farið í markaðssetninguDavíð segir sama hóp standa að baki „vöktunum“ og hefur verið að þróa samfélagsmiðilinn Blendin, samfélagsmiðli sem byggir á korti sem gefur notendum kost á því að deila staðsetningu sinni með ákveðnum vinum og veitir einnig upplýsingar um hverjir hafa hug á að fara út að skemmta sér. „Við höfum verið að þróa miðilinn áfram. Það hefur mikið púður farið í markaðssetningu í október sem gekk mjög vel. Við fengum fullt af nýjum notendum. En þetta er eins og með aðrar nýjar vörur, það þarf bara að halda áfram að þróa hana og finna hvað notendur vilja, finna út hvað þeir myndu frekar vilja sjá en annað. Við viljum fá notendur til að skilja miðilinn betur og ná strax að verða „hooked“ á honum því það tekur smá tíma að skilja „konseptið“ og verða þannig tíður notandi.“ Tengdar fréttir Blendin-appið loksins komið út Útspekúlerað, íslenskt app fyrir þá sem eru að fara út að skemmta sér. 11. apríl 2014 10:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Okkur fannst vera ákveðið „gap“ á markaðnum sem við erum að reyna að fylla,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin, en fyrirtækið hefur hrundið af stað þremur „vöktum“ – Tilboðsvaktinni, Jólagjafavaktinni og Djammvaktinni – sem sem ætlaðar eru fyrir markhópinn sextán til 25 ára eða svo. Davíð Örn segir þetta vera skemmtilega pælingu sem starfsmenn Blendin hafi nýlega varið nokkrum nóttum í að klára. „Þetta er í rauninni innbyggt inn í Snapchat. Við erum að reyna að vera á undan bylgjunni með því að gera Snapchat að meiri miðli en hann hefur verið.“ Davíð segir Tilboðsvaktina vera miðaða fyrir fyrirtæki til að koma sínum vörum áleiðis til þessa markhóps í gegnum Snapchat. „Þessi markhópur sem við höfum verið að stíla inn á – það er næstum hver einasti með Snapchat. Það sem okkur fannst svolítið áhugavert er að búa til vaktir inn á Snapchap. Nú er auðveldlega hægt að bæta til dæmis Tilboðsvaktinni við sem vin. Það er í raun bara vakt þar sem þú getur séð hin og þessi tilboð frá fyrirtækjum sem eiga kannski erfitt að markaðssetja fyrir þennan ákveðna markhóp. Þetta er ekki liðið sem er að skoða bæklinga sem fara inn um lúguna eða flettir í gegnum blöðin. Þessi markhópur vill líka fá að vita af áhugaverðum tilboðum sem henta þeim vel.“Djammvakt drifin áfram af notendumDavíð segir fyrirtækið svo vera með tvær aðrar „vaktir“ – Jólagjafavaktina og Djammvaktina. „Jólagjafavaktin er reyna hjálpa fólki sem veit ekki nákvæmlega hvað eigi að gefa öðrum í jólagjöf. Þá má skoða hinar og þessar vörur frá búðum og öðrum, hvað getur verið sniðugt að gefa í jólagjöf.“Hann segir svo að með því að bæta þriðju vaktinni, Djammvaktinni, við sem vin á Snapchat sé hægt að fylgjast með hvernig skemmtanalífið er í Reykjavík eða á Íslandi. „Þar er hægt að bæta við efni sjálfur. Ef þú ert til dæmis á Pallaballi eða eitthvað geturðu tekið mynd eða snapp og þá gætu allir séð það sem eru með Djammvaktina sem vin.“ Davíð segir verkefnið vera í startholunum. „Tilboðsvaktin er byrjuð að rúllað. Það er hægt að bæta við Jólagjafavaktinni og Djammvaktinni sem vin, en það er ekki komið neitt efni þar inn enn sem komið er. Djammvaktin er hins vegar bara drifin áfram af notendum og við vonumst til að það komi efni þangað inn um næstu helgi.“Mikið púður farið í markaðssetninguDavíð segir sama hóp standa að baki „vöktunum“ og hefur verið að þróa samfélagsmiðilinn Blendin, samfélagsmiðli sem byggir á korti sem gefur notendum kost á því að deila staðsetningu sinni með ákveðnum vinum og veitir einnig upplýsingar um hverjir hafa hug á að fara út að skemmta sér. „Við höfum verið að þróa miðilinn áfram. Það hefur mikið púður farið í markaðssetningu í október sem gekk mjög vel. Við fengum fullt af nýjum notendum. En þetta er eins og með aðrar nýjar vörur, það þarf bara að halda áfram að þróa hana og finna hvað notendur vilja, finna út hvað þeir myndu frekar vilja sjá en annað. Við viljum fá notendur til að skilja miðilinn betur og ná strax að verða „hooked“ á honum því það tekur smá tíma að skilja „konseptið“ og verða þannig tíður notandi.“
Tengdar fréttir Blendin-appið loksins komið út Útspekúlerað, íslenskt app fyrir þá sem eru að fara út að skemmta sér. 11. apríl 2014 10:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Blendin-appið loksins komið út Útspekúlerað, íslenskt app fyrir þá sem eru að fara út að skemmta sér. 11. apríl 2014 10:00