„Viljum gera Snapchat að meiri miðli en hann hefur verið“ Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2014 11:09 Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin. Mynd/Davíð Örn Símonarson „Okkur fannst vera ákveðið „gap“ á markaðnum sem við erum að reyna að fylla,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin, en fyrirtækið hefur hrundið af stað þremur „vöktum“ – Tilboðsvaktinni, Jólagjafavaktinni og Djammvaktinni – sem sem ætlaðar eru fyrir markhópinn sextán til 25 ára eða svo. Davíð Örn segir þetta vera skemmtilega pælingu sem starfsmenn Blendin hafi nýlega varið nokkrum nóttum í að klára. „Þetta er í rauninni innbyggt inn í Snapchat. Við erum að reyna að vera á undan bylgjunni með því að gera Snapchat að meiri miðli en hann hefur verið.“ Davíð segir Tilboðsvaktina vera miðaða fyrir fyrirtæki til að koma sínum vörum áleiðis til þessa markhóps í gegnum Snapchat. „Þessi markhópur sem við höfum verið að stíla inn á – það er næstum hver einasti með Snapchat. Það sem okkur fannst svolítið áhugavert er að búa til vaktir inn á Snapchap. Nú er auðveldlega hægt að bæta til dæmis Tilboðsvaktinni við sem vin. Það er í raun bara vakt þar sem þú getur séð hin og þessi tilboð frá fyrirtækjum sem eiga kannski erfitt að markaðssetja fyrir þennan ákveðna markhóp. Þetta er ekki liðið sem er að skoða bæklinga sem fara inn um lúguna eða flettir í gegnum blöðin. Þessi markhópur vill líka fá að vita af áhugaverðum tilboðum sem henta þeim vel.“Djammvakt drifin áfram af notendumDavíð segir fyrirtækið svo vera með tvær aðrar „vaktir“ – Jólagjafavaktina og Djammvaktina. „Jólagjafavaktin er reyna hjálpa fólki sem veit ekki nákvæmlega hvað eigi að gefa öðrum í jólagjöf. Þá má skoða hinar og þessar vörur frá búðum og öðrum, hvað getur verið sniðugt að gefa í jólagjöf.“Hann segir svo að með því að bæta þriðju vaktinni, Djammvaktinni, við sem vin á Snapchat sé hægt að fylgjast með hvernig skemmtanalífið er í Reykjavík eða á Íslandi. „Þar er hægt að bæta við efni sjálfur. Ef þú ert til dæmis á Pallaballi eða eitthvað geturðu tekið mynd eða snapp og þá gætu allir séð það sem eru með Djammvaktina sem vin.“ Davíð segir verkefnið vera í startholunum. „Tilboðsvaktin er byrjuð að rúllað. Það er hægt að bæta við Jólagjafavaktinni og Djammvaktinni sem vin, en það er ekki komið neitt efni þar inn enn sem komið er. Djammvaktin er hins vegar bara drifin áfram af notendum og við vonumst til að það komi efni þangað inn um næstu helgi.“Mikið púður farið í markaðssetninguDavíð segir sama hóp standa að baki „vöktunum“ og hefur verið að þróa samfélagsmiðilinn Blendin, samfélagsmiðli sem byggir á korti sem gefur notendum kost á því að deila staðsetningu sinni með ákveðnum vinum og veitir einnig upplýsingar um hverjir hafa hug á að fara út að skemmta sér. „Við höfum verið að þróa miðilinn áfram. Það hefur mikið púður farið í markaðssetningu í október sem gekk mjög vel. Við fengum fullt af nýjum notendum. En þetta er eins og með aðrar nýjar vörur, það þarf bara að halda áfram að þróa hana og finna hvað notendur vilja, finna út hvað þeir myndu frekar vilja sjá en annað. Við viljum fá notendur til að skilja miðilinn betur og ná strax að verða „hooked“ á honum því það tekur smá tíma að skilja „konseptið“ og verða þannig tíður notandi.“ Tengdar fréttir Blendin-appið loksins komið út Útspekúlerað, íslenskt app fyrir þá sem eru að fara út að skemmta sér. 11. apríl 2014 10:00 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Okkur fannst vera ákveðið „gap“ á markaðnum sem við erum að reyna að fylla,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin, en fyrirtækið hefur hrundið af stað þremur „vöktum“ – Tilboðsvaktinni, Jólagjafavaktinni og Djammvaktinni – sem sem ætlaðar eru fyrir markhópinn sextán til 25 ára eða svo. Davíð Örn segir þetta vera skemmtilega pælingu sem starfsmenn Blendin hafi nýlega varið nokkrum nóttum í að klára. „Þetta er í rauninni innbyggt inn í Snapchat. Við erum að reyna að vera á undan bylgjunni með því að gera Snapchat að meiri miðli en hann hefur verið.“ Davíð segir Tilboðsvaktina vera miðaða fyrir fyrirtæki til að koma sínum vörum áleiðis til þessa markhóps í gegnum Snapchat. „Þessi markhópur sem við höfum verið að stíla inn á – það er næstum hver einasti með Snapchat. Það sem okkur fannst svolítið áhugavert er að búa til vaktir inn á Snapchap. Nú er auðveldlega hægt að bæta til dæmis Tilboðsvaktinni við sem vin. Það er í raun bara vakt þar sem þú getur séð hin og þessi tilboð frá fyrirtækjum sem eiga kannski erfitt að markaðssetja fyrir þennan ákveðna markhóp. Þetta er ekki liðið sem er að skoða bæklinga sem fara inn um lúguna eða flettir í gegnum blöðin. Þessi markhópur vill líka fá að vita af áhugaverðum tilboðum sem henta þeim vel.“Djammvakt drifin áfram af notendumDavíð segir fyrirtækið svo vera með tvær aðrar „vaktir“ – Jólagjafavaktina og Djammvaktina. „Jólagjafavaktin er reyna hjálpa fólki sem veit ekki nákvæmlega hvað eigi að gefa öðrum í jólagjöf. Þá má skoða hinar og þessar vörur frá búðum og öðrum, hvað getur verið sniðugt að gefa í jólagjöf.“Hann segir svo að með því að bæta þriðju vaktinni, Djammvaktinni, við sem vin á Snapchat sé hægt að fylgjast með hvernig skemmtanalífið er í Reykjavík eða á Íslandi. „Þar er hægt að bæta við efni sjálfur. Ef þú ert til dæmis á Pallaballi eða eitthvað geturðu tekið mynd eða snapp og þá gætu allir séð það sem eru með Djammvaktina sem vin.“ Davíð segir verkefnið vera í startholunum. „Tilboðsvaktin er byrjuð að rúllað. Það er hægt að bæta við Jólagjafavaktinni og Djammvaktinni sem vin, en það er ekki komið neitt efni þar inn enn sem komið er. Djammvaktin er hins vegar bara drifin áfram af notendum og við vonumst til að það komi efni þangað inn um næstu helgi.“Mikið púður farið í markaðssetninguDavíð segir sama hóp standa að baki „vöktunum“ og hefur verið að þróa samfélagsmiðilinn Blendin, samfélagsmiðli sem byggir á korti sem gefur notendum kost á því að deila staðsetningu sinni með ákveðnum vinum og veitir einnig upplýsingar um hverjir hafa hug á að fara út að skemmta sér. „Við höfum verið að þróa miðilinn áfram. Það hefur mikið púður farið í markaðssetningu í október sem gekk mjög vel. Við fengum fullt af nýjum notendum. En þetta er eins og með aðrar nýjar vörur, það þarf bara að halda áfram að þróa hana og finna hvað notendur vilja, finna út hvað þeir myndu frekar vilja sjá en annað. Við viljum fá notendur til að skilja miðilinn betur og ná strax að verða „hooked“ á honum því það tekur smá tíma að skilja „konseptið“ og verða þannig tíður notandi.“
Tengdar fréttir Blendin-appið loksins komið út Útspekúlerað, íslenskt app fyrir þá sem eru að fara út að skemmta sér. 11. apríl 2014 10:00 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Blendin-appið loksins komið út Útspekúlerað, íslenskt app fyrir þá sem eru að fara út að skemmta sér. 11. apríl 2014 10:00