„Þetta er út í hött“ Hrund Þórsdóttir skrifar 27. janúar 2014 20:00 Síðustu daga hefur Stöð 2 fjallað um mál sex ára stúlku sem Hæstiréttur úrskurðaði að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu væru til rannsóknar. Stúlkan var flutt til Íslands árið 2012 af móðurafa sínum, en um er að ræða flóttafólk frá Haítí.Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði lögmaður afans meðal annars að verið væri að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati og að fósturfjölskyldan hefði fjárhagslega hagsmuni af því að hafa barnið hjá sér og það sem lengst. „Þarna er látið í veðri vaka að fósturfjölskyldan hafi haft eitthvað um það að segja hvort, hvar og hversu lengi barnið ætti að vistast utan heimilis sem er alveg fráleitt,“ segir Steinunn Kristín Pétursdóttir, varaformaður Félags fósturforeldra.Greiðslur til fósturforeldra eru ákvarðaðar af velferðarráðuneytinu og Steinunn segir þær standa straum af góðri umönnun fyrir börnin en ekkert meira en það. „Þegar sagt er að fósturfjölskylda hafi fjárhagslegan ávinning af því að taka barn í fóstur er hægt að líkja því við að sendibílstjóri hafi fjárhagslegan ávinning af því að fá fólk borið út af heimilum sínum af því að hann hefur avtvinnu af því að flytja búslóðir,“ segir Steinunn. Í samtalinu við Vísi sagði lögmaðurinn einnig að venjulega væru börn fyrst færð á Vistheimili barna en að í þessu máli hefði stúlkan strax verið send á heimili fósturforeldra og þar hefði beðið hennar bleikmálað herbergi með nafni stúlkunnar. Þetta væri skrýtið. Steinunn segir þetta hins vegar bera vott um alúð sem fósturforeldrarnir hafi sýnt stúlkunni, enda sé fósturforeldrum alltaf uppálagt að leggja sig fram um að börn sem tekin séu í fóstur finni að þau séu velkomin á heimilin og tilheyri fjölskyldunni. Hún og maður hennar gerðust fósturforeldrar af hugsjón. „Við vitum að þörfin er mikil víða og þetta var okkar leið til að greiða til baka til samfélagsins, ef við getum orðað það sem svo.“ Hún segir ummæli lögmannsins óþægileg. „Þetta eru alltaf erfið mál svo oft eru svona ummæli viðhöfð í miklum tilfinningahita. Við höfum svo sem skilning á því en það er engu að síður óþægilegt að lesa þetta eða heyra,“ segir Steinunn að lokum. Tengdar fréttir Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals 26. janúar 2014 19:15 Fjögur önnur börn búa á heimili meints mansalsfórnarlambs Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. 26. janúar 2014 18:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Síðustu daga hefur Stöð 2 fjallað um mál sex ára stúlku sem Hæstiréttur úrskurðaði að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu væru til rannsóknar. Stúlkan var flutt til Íslands árið 2012 af móðurafa sínum, en um er að ræða flóttafólk frá Haítí.Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði lögmaður afans meðal annars að verið væri að færa íslenskri fósturfjölskyldu barn á silfurfati og að fósturfjölskyldan hefði fjárhagslega hagsmuni af því að hafa barnið hjá sér og það sem lengst. „Þarna er látið í veðri vaka að fósturfjölskyldan hafi haft eitthvað um það að segja hvort, hvar og hversu lengi barnið ætti að vistast utan heimilis sem er alveg fráleitt,“ segir Steinunn Kristín Pétursdóttir, varaformaður Félags fósturforeldra.Greiðslur til fósturforeldra eru ákvarðaðar af velferðarráðuneytinu og Steinunn segir þær standa straum af góðri umönnun fyrir börnin en ekkert meira en það. „Þegar sagt er að fósturfjölskylda hafi fjárhagslegan ávinning af því að taka barn í fóstur er hægt að líkja því við að sendibílstjóri hafi fjárhagslegan ávinning af því að fá fólk borið út af heimilum sínum af því að hann hefur avtvinnu af því að flytja búslóðir,“ segir Steinunn. Í samtalinu við Vísi sagði lögmaðurinn einnig að venjulega væru börn fyrst færð á Vistheimili barna en að í þessu máli hefði stúlkan strax verið send á heimili fósturforeldra og þar hefði beðið hennar bleikmálað herbergi með nafni stúlkunnar. Þetta væri skrýtið. Steinunn segir þetta hins vegar bera vott um alúð sem fósturforeldrarnir hafi sýnt stúlkunni, enda sé fósturforeldrum alltaf uppálagt að leggja sig fram um að börn sem tekin séu í fóstur finni að þau séu velkomin á heimilin og tilheyri fjölskyldunni. Hún og maður hennar gerðust fósturforeldrar af hugsjón. „Við vitum að þörfin er mikil víða og þetta var okkar leið til að greiða til baka til samfélagsins, ef við getum orðað það sem svo.“ Hún segir ummæli lögmannsins óþægileg. „Þetta eru alltaf erfið mál svo oft eru svona ummæli viðhöfð í miklum tilfinningahita. Við höfum svo sem skilning á því en það er engu að síður óþægilegt að lesa þetta eða heyra,“ segir Steinunn að lokum.
Tengdar fréttir Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals 26. janúar 2014 19:15 Fjögur önnur börn búa á heimili meints mansalsfórnarlambs Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. 26. janúar 2014 18:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Barnsgrátur barst frá íbúðinni á öllum tímum sólarhrings Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. Grunur leikur á að telpan hafi verið fórnarlamb mansals 26. janúar 2014 19:15
Fjögur önnur börn búa á heimili meints mansalsfórnarlambs Fjögur önnur börn eru til heimilis á sama stað og sex ára gömul telpa sem Hæstiréttur úrskurðaði í gær að skyldi dvelja hjá fósturfjölskyldu á meðan alvarlegar ásakanir um vanrækslu eru til rannsóknar. 26. janúar 2014 18:00