„Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið“ Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2017 20:45 Endurupptökunefnd hefur fallist á endurupptökubeiðni fimm manna sem sakfelldir voru í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Einn þeirra segir niðurstöðuna áfangasigur. Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku var hafnað en lögmaður hennar segir til skoðunar að fara með þann úrskurð til dómstóla. Hæstiréttur dæmdi árið 1980 sex einstaklinga til fangelsisvistar vegna aðildar þeirra að hvarfi og dauða þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Á síðustu áratugum hafa komið fram vísbendingar um alvarlega galla á málsmeðferðinni, meðal annars í skýrslu starfshóps árið 2013 en þar var niðurstaðan meðal annars sú að framburðir og játningar sakborninga hefðu verið óáreiðanlegir. Vegna þessa taldi starfshópurinn að veigamiklar ástæður væru fyrir því að málið yrði tekið upp á ný. Í kjölfar skýrslunnar fóru fimm af þessum sex einstaklingum eða aðstandendur þeirra fram á að það yrði gert en settur ríkissaksóknari ákvað sjálfur að mælast til þess að mál þess sjötta yrði endurupptekið. Og í dag – 43 árum eftir að Guðmundur og Geirfinnur hurfu og 37 árum eftir dóm Hæstaréttar – var niðurstaða endurupptökunefndar kynnt.„Engin lík, engin vopn og engin mótív“Nefndin féllst á endurupptöku á dómi Kristjáns Viðars, Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars sem voru sakfelldir fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana. Sömuleiðis féllst nefndin á endurupptöku á dómi Alberts Klahn sem var sakfelldur fyrir hlutdeild í því máli. Þá var fallist á endurupptöku á dómi Guðjóns Skarphéðinssonar, Sævars og Kristjáns sem voru sakfelldir fyrir að hafa banað Geirfinni Einarssyni. Nefndin hafnaði hins vegar beiðnum Erlu Bolladóttur, Sævars og Kristjáns um endurupptöku á þeim hluta dóms Hæstaréttar sem sakfelldi þau fyrir hafa borið rangar sakir á fjóra menn. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur, segir ákvörðun nefndarinnar um að hafna beiðni hennar um endurupptöku byggða á veikum grunni og að á henni séu annmarkar. „Allar ákvarðanir stjórnvalda geta sætt ógildingu ef þær eru haldnar slíkum annmörkum að þeir verði ekki lagðir til grundvallar. Þá er það dómstóla að taka þá afstöðu,” segir Ragnar.Þannig að það kemur til greina að fara með mál Erlu Bolladóttur áfram til dómstóla?„Það verður örugglega skoðað, já,” segir Ragnar. Úrskurðir endurupptökunefndar frá því í dag eru alls tæpar sex þúsund blaðsíður. Ragnar segir þó engar nýjar vísbendingar sem leitt geti til þess að málið verði leyst. „Það er sama vandamálið og fyrr. Engin lík, engin vopn og engine mótív,” segir Ragnar.Niðurstaðan áfangasigurTveir þeirra sem voru sakfelldir eru látnir, þeir Sævar og Tryggvi Rúnar. Lúðvík Bergvinsson er lögmaður aðstandenda þeirra. „Næstu skref verða væntanlega þau að settur ríkissaksóknari hann tekur við málinu og leggur það væntanlega fyrir dómstóla eða kallar eftir frekari rannsókn eftir atvikum,” segir Lúðvík. Settur ríkissaksóknari muni þá væntanlega leggja fram kröfu fyrir dómstólum – annað hvort um að mennirnir verði sakfelldir aftur eða að þeir verði sýknaðir. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars, segir í færslu á Facebook í dag að nú geti börn hans loksins fagnað því að mannorð hans verði hreinsað. „Réttlætið sigrar að lokum.” Guðjón Skarphéðinsson hlaut 10 ára dóm fyrir að hafa banað Geirfinni Einarssyni en sem fyrr segir féllst nefndin í dag á endurupptöku á því máli.Hvernig var tilfinningin að fá þessar fréttir í morgun?„Ja, þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið,” segir Guðjón. Hann segir niðurstöðuna áfangasigur og vonast eftir að Hæstiréttur muni í kjölfarið sýkna alla sem sakfelldir voru árið 1980. „En þetta hefur verið mér baggi á baki öll þessi ár, meira og minna. Ég hef eiginlega aldrei staðið almennilega undir því að vera með þetta,” segir Guðjón.Þið sakborningar í málinu hafið þurft að þola mikið síðustu áratugi útaf þessu máli. Kemur þessi niðurstaða, og hugsanlega niðurstaða Hæstaréttar í framhaldinu, til með að lækna þau sár að einhverju leyti?„Já ég reikna með því. Ég reikna með því að menn sem eftir eru geti verið keikari þess vegna þegar og ef Hæstiréttur meðhöndlar þetta mál á þennan veg, sem við ekki vitum reyndar. Þá verði það svo,” segir Guðjón. Tengdar fréttir Margra ára meðferð málsins í réttarkerfinu Hvarf Guðmundar Einarssonar var tilkynnt þann 29. janúar 1974 til lögreglunnar en síðast sást til hans í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. 25. febrúar 2017 06:00 „Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Sævar Ciesielski lýsti sér sem stórsködduðum eftir einangrunarvistina. 24. febrúar 2017 16:06 Mál Sævars verður tekið fyrir að nýju Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur heimilað að mál Sævars Ciesielski, sem dæmdur var í 17 ára fangelsi fyrir morðið á dauða Guðmundar Einarssonar árið 1974, verði tekið til meðferðar fyrir dómstólum á ný. 24. febrúar 2017 13:27 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Heimila endurupptöku máls Tryggva Rúnars Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál Tryggva Rúnars Leifssonar verði tekið til meðferðar fyrir dómstólum á ný. 24. febrúar 2017 11:14 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Endurupptökunefnd hefur fallist á endurupptökubeiðni fimm manna sem sakfelldir voru í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Einn þeirra segir niðurstöðuna áfangasigur. Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku var hafnað en lögmaður hennar segir til skoðunar að fara með þann úrskurð til dómstóla. Hæstiréttur dæmdi árið 1980 sex einstaklinga til fangelsisvistar vegna aðildar þeirra að hvarfi og dauða þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Á síðustu áratugum hafa komið fram vísbendingar um alvarlega galla á málsmeðferðinni, meðal annars í skýrslu starfshóps árið 2013 en þar var niðurstaðan meðal annars sú að framburðir og játningar sakborninga hefðu verið óáreiðanlegir. Vegna þessa taldi starfshópurinn að veigamiklar ástæður væru fyrir því að málið yrði tekið upp á ný. Í kjölfar skýrslunnar fóru fimm af þessum sex einstaklingum eða aðstandendur þeirra fram á að það yrði gert en settur ríkissaksóknari ákvað sjálfur að mælast til þess að mál þess sjötta yrði endurupptekið. Og í dag – 43 árum eftir að Guðmundur og Geirfinnur hurfu og 37 árum eftir dóm Hæstaréttar – var niðurstaða endurupptökunefndar kynnt.„Engin lík, engin vopn og engin mótív“Nefndin féllst á endurupptöku á dómi Kristjáns Viðars, Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars sem voru sakfelldir fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana. Sömuleiðis féllst nefndin á endurupptöku á dómi Alberts Klahn sem var sakfelldur fyrir hlutdeild í því máli. Þá var fallist á endurupptöku á dómi Guðjóns Skarphéðinssonar, Sævars og Kristjáns sem voru sakfelldir fyrir að hafa banað Geirfinni Einarssyni. Nefndin hafnaði hins vegar beiðnum Erlu Bolladóttur, Sævars og Kristjáns um endurupptöku á þeim hluta dóms Hæstaréttar sem sakfelldi þau fyrir hafa borið rangar sakir á fjóra menn. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu Bolladóttur, segir ákvörðun nefndarinnar um að hafna beiðni hennar um endurupptöku byggða á veikum grunni og að á henni séu annmarkar. „Allar ákvarðanir stjórnvalda geta sætt ógildingu ef þær eru haldnar slíkum annmörkum að þeir verði ekki lagðir til grundvallar. Þá er það dómstóla að taka þá afstöðu,” segir Ragnar.Þannig að það kemur til greina að fara með mál Erlu Bolladóttur áfram til dómstóla?„Það verður örugglega skoðað, já,” segir Ragnar. Úrskurðir endurupptökunefndar frá því í dag eru alls tæpar sex þúsund blaðsíður. Ragnar segir þó engar nýjar vísbendingar sem leitt geti til þess að málið verði leyst. „Það er sama vandamálið og fyrr. Engin lík, engin vopn og engine mótív,” segir Ragnar.Niðurstaðan áfangasigurTveir þeirra sem voru sakfelldir eru látnir, þeir Sævar og Tryggvi Rúnar. Lúðvík Bergvinsson er lögmaður aðstandenda þeirra. „Næstu skref verða væntanlega þau að settur ríkissaksóknari hann tekur við málinu og leggur það væntanlega fyrir dómstóla eða kallar eftir frekari rannsókn eftir atvikum,” segir Lúðvík. Settur ríkissaksóknari muni þá væntanlega leggja fram kröfu fyrir dómstólum – annað hvort um að mennirnir verði sakfelldir aftur eða að þeir verði sýknaðir. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars, segir í færslu á Facebook í dag að nú geti börn hans loksins fagnað því að mannorð hans verði hreinsað. „Réttlætið sigrar að lokum.” Guðjón Skarphéðinsson hlaut 10 ára dóm fyrir að hafa banað Geirfinni Einarssyni en sem fyrr segir féllst nefndin í dag á endurupptöku á því máli.Hvernig var tilfinningin að fá þessar fréttir í morgun?„Ja, þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið,” segir Guðjón. Hann segir niðurstöðuna áfangasigur og vonast eftir að Hæstiréttur muni í kjölfarið sýkna alla sem sakfelldir voru árið 1980. „En þetta hefur verið mér baggi á baki öll þessi ár, meira og minna. Ég hef eiginlega aldrei staðið almennilega undir því að vera með þetta,” segir Guðjón.Þið sakborningar í málinu hafið þurft að þola mikið síðustu áratugi útaf þessu máli. Kemur þessi niðurstaða, og hugsanlega niðurstaða Hæstaréttar í framhaldinu, til með að lækna þau sár að einhverju leyti?„Já ég reikna með því. Ég reikna með því að menn sem eftir eru geti verið keikari þess vegna þegar og ef Hæstiréttur meðhöndlar þetta mál á þennan veg, sem við ekki vitum reyndar. Þá verði það svo,” segir Guðjón.
Tengdar fréttir Margra ára meðferð málsins í réttarkerfinu Hvarf Guðmundar Einarssonar var tilkynnt þann 29. janúar 1974 til lögreglunnar en síðast sást til hans í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. 25. febrúar 2017 06:00 „Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Sævar Ciesielski lýsti sér sem stórsködduðum eftir einangrunarvistina. 24. febrúar 2017 16:06 Mál Sævars verður tekið fyrir að nýju Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur heimilað að mál Sævars Ciesielski, sem dæmdur var í 17 ára fangelsi fyrir morðið á dauða Guðmundar Einarssonar árið 1974, verði tekið til meðferðar fyrir dómstólum á ný. 24. febrúar 2017 13:27 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Heimila endurupptöku máls Tryggva Rúnars Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál Tryggva Rúnars Leifssonar verði tekið til meðferðar fyrir dómstólum á ný. 24. febrúar 2017 11:14 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Margra ára meðferð málsins í réttarkerfinu Hvarf Guðmundar Einarssonar var tilkynnt þann 29. janúar 1974 til lögreglunnar en síðast sást til hans í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. 25. febrúar 2017 06:00
„Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Sævar Ciesielski lýsti sér sem stórsködduðum eftir einangrunarvistina. 24. febrúar 2017 16:06
Mál Sævars verður tekið fyrir að nýju Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur heimilað að mál Sævars Ciesielski, sem dæmdur var í 17 ára fangelsi fyrir morðið á dauða Guðmundar Einarssonar árið 1974, verði tekið til meðferðar fyrir dómstólum á ný. 24. febrúar 2017 13:27
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Heimila endurupptöku máls Tryggva Rúnars Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu hefur ákveðið að mál Tryggva Rúnars Leifssonar verði tekið til meðferðar fyrir dómstólum á ný. 24. febrúar 2017 11:14