„Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Stefán Árni Pálsson skrifar 30. júní 2014 16:24 visir/pjetur Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu. „Ég efast um að einhver fari norður,“ segir starfsmaðurinn sem ræddi við Vísi fyrir helgi. Honum var mikið niðri fyrir vegna tíðindanna en flestir starfsmenn höfðu haldið heim frá vinnu í áfalli. „Starfsfólk Fiskistofu mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarinnar, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kunngjörði fyrirvaralaust s.l. föstudag, um flutning stofnunarinnar til Akureyrar. Ljóst er að ákvörðun af þessu tagi hefur alvarlegar afleiðingar á afkomu fjölskyldna a.m.k. 62 starfsmanna, þar sem eru makar, börn og í ýmsum tilvikum aðrir nákomnir ættingjar,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur í yfirlýsingunni að um sé að ræða bein áhrif á lífsviðurværi mörg hundruð manns. „Óhætt er að gagnrýna vinnubrögð stjórnvalda við þá aðferðafræði leifturárásar sem beitt var við kynningu ákvörðunarinnar, sem birtist starfsmönnum eins og þruma úr heiðskíru lofti. Í kjölfarið upplifa margir í senn vanlíðan og lítilsvirðingu við störf sín og fagþekkingu. Engin rök eru enn fram komin sem hníga til þess að ná megi fram fjárhagslegum ávinningi, eða hagræðingu með flutningi stofnunarinnar.“ Starfsmenn Fiskistofu telja þvert á móti megi búast við að kostnaður við flutningana geti verið mun meiri en láti er í veðri vaka skipt. „Sá mannauður sem stofnunin býr yfir virðist jafnframt einskis metinn. Á starfsmannafundi í morgun kom fram að enginn starfsmanna hefur lýst því yfir að hann hyggist flytjast búferlum og fylgja stofnuninni norður. Því blasir við að vonir ráðamanna þar um eru þegar að engu orðnar og ljóst að þeir þurfa að horfast í augu við það. Komið hefur fram að verulegur vafi kunni leika á því hvort flutningur stofnunarinnar megi verða, án sérstakar heimildar í lögum.“ Þess sé að vænta að ekki muni standa á starfsmönnum stofnunarinnar að verja sinn rétt í þeim efnum. „Forsætisráðherra hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að til skoðunar sé að flytja fleiri stofnanir út á land. Má af því ráða að starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið, heldur háð geðþóttaákvörðunum valdamanna, sem minna fremur á vinnubrögð í alræðisríkjum, en það sem við væri að búast í nútímalegu lýðræðislegu samfélagi.“ Tengdar fréttir Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu. „Ég efast um að einhver fari norður,“ segir starfsmaðurinn sem ræddi við Vísi fyrir helgi. Honum var mikið niðri fyrir vegna tíðindanna en flestir starfsmenn höfðu haldið heim frá vinnu í áfalli. „Starfsfólk Fiskistofu mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarinnar, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kunngjörði fyrirvaralaust s.l. föstudag, um flutning stofnunarinnar til Akureyrar. Ljóst er að ákvörðun af þessu tagi hefur alvarlegar afleiðingar á afkomu fjölskyldna a.m.k. 62 starfsmanna, þar sem eru makar, börn og í ýmsum tilvikum aðrir nákomnir ættingjar,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur í yfirlýsingunni að um sé að ræða bein áhrif á lífsviðurværi mörg hundruð manns. „Óhætt er að gagnrýna vinnubrögð stjórnvalda við þá aðferðafræði leifturárásar sem beitt var við kynningu ákvörðunarinnar, sem birtist starfsmönnum eins og þruma úr heiðskíru lofti. Í kjölfarið upplifa margir í senn vanlíðan og lítilsvirðingu við störf sín og fagþekkingu. Engin rök eru enn fram komin sem hníga til þess að ná megi fram fjárhagslegum ávinningi, eða hagræðingu með flutningi stofnunarinnar.“ Starfsmenn Fiskistofu telja þvert á móti megi búast við að kostnaður við flutningana geti verið mun meiri en láti er í veðri vaka skipt. „Sá mannauður sem stofnunin býr yfir virðist jafnframt einskis metinn. Á starfsmannafundi í morgun kom fram að enginn starfsmanna hefur lýst því yfir að hann hyggist flytjast búferlum og fylgja stofnuninni norður. Því blasir við að vonir ráðamanna þar um eru þegar að engu orðnar og ljóst að þeir þurfa að horfast í augu við það. Komið hefur fram að verulegur vafi kunni leika á því hvort flutningur stofnunarinnar megi verða, án sérstakar heimildar í lögum.“ Þess sé að vænta að ekki muni standa á starfsmönnum stofnunarinnar að verja sinn rétt í þeim efnum. „Forsætisráðherra hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að til skoðunar sé að flytja fleiri stofnanir út á land. Má af því ráða að starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið, heldur háð geðþóttaákvörðunum valdamanna, sem minna fremur á vinnubrögð í alræðisríkjum, en það sem við væri að búast í nútímalegu lýðræðislegu samfélagi.“
Tengdar fréttir Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46
„Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38
Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30