„Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2016 11:47 „Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau,“ sagði Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og forstjóri Kaffitárs, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún og Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, ræddu afhendingu á gögnum sem lágu fyrir í forvali um þau fyrirtæki sem fengu að vera með rekstur í fríhöfn flugstöðvar Leifs Eiríksson. Isavia hafði hafnað afhendingu gagnanna en úrskurðarnefnd upplýsingamála kvað upp þann úrskurð að Isavia yrði að afhenda Kaffitári þessi gögn. Héraðsdómur staðfesti síðan þennan úrskurð og framfylgdi sýslumannsembættið í Keflavík honum. Kaffitár fékk gögnin því nýverið afhent og sagði Aðalheiður ljóst af yfirferð þeirra að stigagjöfin sem Isavia hafði til grundvallar væri illa ígrunduð. „Og þar er ein tala sem er algjörlega út í hött,“ sagði Aðalheiður.Fengu þrjá í einkunn Á hún þar við að Kaffitár fékk þrjá af tíu mögulegum í flokki fjárfestinga, það er að segja hvað fyrirtækið ætlaði að borga mikið fyrir að byggja nýjan veitingastað og viðhalda honum í sjö ár í Leifsstöð. Kaffitár hafði fyrir forvalið rekið tvo veitingastaði í Leifsstöð og finnst Aðalheiði því skrýtið að þessi fjárfestingaráætlun þeirra hafi fengið svo lága einkunn, sé miðað við hversu mikla þekkingu Kaffitár býr yfir varðandi rekstur í flugstöðinni. Guðni Sigurðsson sagði þessa aðferðafræði vera notaða um allan heim og þá sérstaklega í Evrópu og á Norðurlöndunum. Fengnir voru erlendir ráðgjafar og var það þeirra mat að önnur fyrirtæki hefðu verið með raunhæfari fjárhagsáætlanir en Kaffitár, þar á meðal Joe and the Juice sem rekur nú veitingastað í flugstöðinni. Guðni sagði að það væri ljóst að þeir sem náðu ekki inn í forvali væru ósáttir því um væri að ræða stóran bita fyrir þá.Sambærilegt við EM í knattspyrnu Aðalheiður sagði um að ræða veltu upp á hundruð milljóna árlega þegar Kaffitár rak tvo staði í Leifsstöð. „Þetta er með ólíkindum að við vorum með óraunhæfar áætlanir,“ sagði Aðalheiður en Guðni svaraði á móti: „Ég sagði ekki óraunhæfar, aðrar væru betri.“ 71 tóku þátt í þessu forvali en á veitingasviði komust sex aðilar á annað stig. Svo komust aðrir fimm staðir á lokastig. Lýsti Guðni því þannig að fyrirkomulagið væri ekki ósvipað og á Evrópumótinu í knattspyrnu. Fyrst væri undankeppni og svo lokakeppni. Guðni sagði Isavia hafa afhent öll gögn frá þeim sem voru í lokakeppninni en ekki gögn sem varða undankeppnina. (Fyrst stóð að gögnin úr undankeppninni hefðu verið afhent. Það er ekki rétt o hefur verið leiðrétt.) Aðalheiður sagði að Kaffitár ætti rétt á öllum gögnum málsins og því ætti eftir að fá úr því skorið hvort öll gögn væru afhent. Hún sagði að eftir að hún óskaði eftir þessum gögnum kom upp úr krafsinu að Isavia hefði leitast eftir að fá erlend alþjóða fyrirtæki inn í Leifsstöð en ekki hafi verið minnst orði á það í útboðsgögnum. Tengdar fréttir Forstjóri Kaffitárs: Segir Isavia hafa reynt að koma í veg fyrir að afhenda gögn vegna Leifstöðvarmálsins þrátt fyrir úrskurð Héraðsdóms Isavia hafði samband við Samkeppnisstofnun og sögðu að gögnin væru trúnaðargögn. Samkeppnisstofnun sendi erindi til Kaffitárs í kjölfarið. 15. júlí 2016 20:22 Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. 18. júlí 2016 19:35 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
„Núna þegar maður er búinn að sjá gögnin veit maður af hverju maður mátti ekki sjá þau,“ sagði Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og forstjóri Kaffitárs, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún og Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, ræddu afhendingu á gögnum sem lágu fyrir í forvali um þau fyrirtæki sem fengu að vera með rekstur í fríhöfn flugstöðvar Leifs Eiríksson. Isavia hafði hafnað afhendingu gagnanna en úrskurðarnefnd upplýsingamála kvað upp þann úrskurð að Isavia yrði að afhenda Kaffitári þessi gögn. Héraðsdómur staðfesti síðan þennan úrskurð og framfylgdi sýslumannsembættið í Keflavík honum. Kaffitár fékk gögnin því nýverið afhent og sagði Aðalheiður ljóst af yfirferð þeirra að stigagjöfin sem Isavia hafði til grundvallar væri illa ígrunduð. „Og þar er ein tala sem er algjörlega út í hött,“ sagði Aðalheiður.Fengu þrjá í einkunn Á hún þar við að Kaffitár fékk þrjá af tíu mögulegum í flokki fjárfestinga, það er að segja hvað fyrirtækið ætlaði að borga mikið fyrir að byggja nýjan veitingastað og viðhalda honum í sjö ár í Leifsstöð. Kaffitár hafði fyrir forvalið rekið tvo veitingastaði í Leifsstöð og finnst Aðalheiði því skrýtið að þessi fjárfestingaráætlun þeirra hafi fengið svo lága einkunn, sé miðað við hversu mikla þekkingu Kaffitár býr yfir varðandi rekstur í flugstöðinni. Guðni Sigurðsson sagði þessa aðferðafræði vera notaða um allan heim og þá sérstaklega í Evrópu og á Norðurlöndunum. Fengnir voru erlendir ráðgjafar og var það þeirra mat að önnur fyrirtæki hefðu verið með raunhæfari fjárhagsáætlanir en Kaffitár, þar á meðal Joe and the Juice sem rekur nú veitingastað í flugstöðinni. Guðni sagði að það væri ljóst að þeir sem náðu ekki inn í forvali væru ósáttir því um væri að ræða stóran bita fyrir þá.Sambærilegt við EM í knattspyrnu Aðalheiður sagði um að ræða veltu upp á hundruð milljóna árlega þegar Kaffitár rak tvo staði í Leifsstöð. „Þetta er með ólíkindum að við vorum með óraunhæfar áætlanir,“ sagði Aðalheiður en Guðni svaraði á móti: „Ég sagði ekki óraunhæfar, aðrar væru betri.“ 71 tóku þátt í þessu forvali en á veitingasviði komust sex aðilar á annað stig. Svo komust aðrir fimm staðir á lokastig. Lýsti Guðni því þannig að fyrirkomulagið væri ekki ósvipað og á Evrópumótinu í knattspyrnu. Fyrst væri undankeppni og svo lokakeppni. Guðni sagði Isavia hafa afhent öll gögn frá þeim sem voru í lokakeppninni en ekki gögn sem varða undankeppnina. (Fyrst stóð að gögnin úr undankeppninni hefðu verið afhent. Það er ekki rétt o hefur verið leiðrétt.) Aðalheiður sagði að Kaffitár ætti rétt á öllum gögnum málsins og því ætti eftir að fá úr því skorið hvort öll gögn væru afhent. Hún sagði að eftir að hún óskaði eftir þessum gögnum kom upp úr krafsinu að Isavia hefði leitast eftir að fá erlend alþjóða fyrirtæki inn í Leifsstöð en ekki hafi verið minnst orði á það í útboðsgögnum.
Tengdar fréttir Forstjóri Kaffitárs: Segir Isavia hafa reynt að koma í veg fyrir að afhenda gögn vegna Leifstöðvarmálsins þrátt fyrir úrskurð Héraðsdóms Isavia hafði samband við Samkeppnisstofnun og sögðu að gögnin væru trúnaðargögn. Samkeppnisstofnun sendi erindi til Kaffitárs í kjölfarið. 15. júlí 2016 20:22 Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. 18. júlí 2016 19:35 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Forstjóri Kaffitárs: Segir Isavia hafa reynt að koma í veg fyrir að afhenda gögn vegna Leifstöðvarmálsins þrátt fyrir úrskurð Héraðsdóms Isavia hafði samband við Samkeppnisstofnun og sögðu að gögnin væru trúnaðargögn. Samkeppnisstofnun sendi erindi til Kaffitárs í kjölfarið. 15. júlí 2016 20:22
Íhuga skaðabótamál gegn Isavia Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa til skoðunar að höfða skaðabótamál gegn Isavia vegna forvals um verslunarpláss í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. 18. júlí 2016 19:35