„Kaupi ekki pasta þar sem hatursáróður fylgir með“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. október 2013 13:48 Ummæli forstjóra Barilla fyrirtækisins á Ítalíu í garð samkynhneigðra hafa vakið upp sterk viðbrögð. Forstjórinn lét hafa eftir sér að samkynhneigðir ógni gildum fjölskyldunnar og sagði að þeir gætu borðað aðra tegund af pasta ef þeim líkaði ekki orð sín. Í kjölfarið hafa fjölmargir ákveðið að sneiða hjá Barilla pasta víða um heim. Ummæli Guido Barilla hafa svo sannarlega fallið í grýttan jarðveg og hefur hann ítrekað þurft að biðjast afsökunar á ummælum sínum. Sala á Barilla pasta hefur fallið víða um heim og vakti það athygli þegar vörur frá Barilla fóru á 25% afslátt í nokkrum verslunum hér á landi fyrir helgi. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að hún og fjölmargir aðrir samkynheigðir á Íslandi sniðgangi nú pasta frá Barilla. „Ef ég tala fyrir sjálfa mig þá hef ég ekki áhuga á að kaupa pasta þar sem hatursáróður fylgir með í kaupunum,“ segir Anna Pála. Hún telur að það sé ekki tilviljun að pasta frá Barilla sé nú á afslætti í mörgum verslunum hér á landi. „Ég veit svo sem ekki hvort það sé innanlands- eða alþjóðlegt átak. Maður veltir því fyrir sér að tímasetningin sé ekki tilviljun. Það hefur verið bylgja á netinu þar sem fólk lýsir því yfir að það hafi ekki löngun til að versla Barilla pasta. Ég held að það sé talsvert um það að fólk sniðgangi Barilla pasta - forstjórinn lagði til mótmælin sjálfur.“Fleiri en samkynhneigðir sniðganga Barilla Það eru ekki bara samkynhneigðir sem mótmæla orðum Guido Barilla með því að sniðganga vörur fyrirtækisins. „Ef að forstjóri Barilla segir að samkynhneigt fólk eigi að borða eitthvað annað pasta þá er það ekki bara samkynhneigt fólk sem bregst við heldur fólk sem er meðvitað um mannréttindabaráttu almennt og það er miklu stærri hópur fólks.“ SS flytur inn Barilla til Íslands. Fyritækið vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Tengdar fréttir „Ekkert haturspasta á mínum borðum takk“ Vörur frá Barilla eru á tilboði víðsvegar í verslunum á Íslandi. Fjölmargir hafa skrifað athugasemdir á facebook-síðu Barilla á Íslandi vegna neikvæðra ummæla stjórnarformanns Barilla og segjast ekki vilja kaupa vörur Barilla. 6. október 2013 13:27 „Samkynhneigðir geta borðað aðra tegund af pasta“ Stjórnarformaður Barilla hefur reitt samkynhneigða á Ítalíu til reiði með undarlegum ummælum. 27. september 2013 15:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Ummæli forstjóra Barilla fyrirtækisins á Ítalíu í garð samkynhneigðra hafa vakið upp sterk viðbrögð. Forstjórinn lét hafa eftir sér að samkynhneigðir ógni gildum fjölskyldunnar og sagði að þeir gætu borðað aðra tegund af pasta ef þeim líkaði ekki orð sín. Í kjölfarið hafa fjölmargir ákveðið að sneiða hjá Barilla pasta víða um heim. Ummæli Guido Barilla hafa svo sannarlega fallið í grýttan jarðveg og hefur hann ítrekað þurft að biðjast afsökunar á ummælum sínum. Sala á Barilla pasta hefur fallið víða um heim og vakti það athygli þegar vörur frá Barilla fóru á 25% afslátt í nokkrum verslunum hér á landi fyrir helgi. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að hún og fjölmargir aðrir samkynheigðir á Íslandi sniðgangi nú pasta frá Barilla. „Ef ég tala fyrir sjálfa mig þá hef ég ekki áhuga á að kaupa pasta þar sem hatursáróður fylgir með í kaupunum,“ segir Anna Pála. Hún telur að það sé ekki tilviljun að pasta frá Barilla sé nú á afslætti í mörgum verslunum hér á landi. „Ég veit svo sem ekki hvort það sé innanlands- eða alþjóðlegt átak. Maður veltir því fyrir sér að tímasetningin sé ekki tilviljun. Það hefur verið bylgja á netinu þar sem fólk lýsir því yfir að það hafi ekki löngun til að versla Barilla pasta. Ég held að það sé talsvert um það að fólk sniðgangi Barilla pasta - forstjórinn lagði til mótmælin sjálfur.“Fleiri en samkynhneigðir sniðganga Barilla Það eru ekki bara samkynhneigðir sem mótmæla orðum Guido Barilla með því að sniðganga vörur fyrirtækisins. „Ef að forstjóri Barilla segir að samkynhneigt fólk eigi að borða eitthvað annað pasta þá er það ekki bara samkynhneigt fólk sem bregst við heldur fólk sem er meðvitað um mannréttindabaráttu almennt og það er miklu stærri hópur fólks.“ SS flytur inn Barilla til Íslands. Fyritækið vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Tengdar fréttir „Ekkert haturspasta á mínum borðum takk“ Vörur frá Barilla eru á tilboði víðsvegar í verslunum á Íslandi. Fjölmargir hafa skrifað athugasemdir á facebook-síðu Barilla á Íslandi vegna neikvæðra ummæla stjórnarformanns Barilla og segjast ekki vilja kaupa vörur Barilla. 6. október 2013 13:27 „Samkynhneigðir geta borðað aðra tegund af pasta“ Stjórnarformaður Barilla hefur reitt samkynhneigða á Ítalíu til reiði með undarlegum ummælum. 27. september 2013 15:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
„Ekkert haturspasta á mínum borðum takk“ Vörur frá Barilla eru á tilboði víðsvegar í verslunum á Íslandi. Fjölmargir hafa skrifað athugasemdir á facebook-síðu Barilla á Íslandi vegna neikvæðra ummæla stjórnarformanns Barilla og segjast ekki vilja kaupa vörur Barilla. 6. október 2013 13:27
„Samkynhneigðir geta borðað aðra tegund af pasta“ Stjórnarformaður Barilla hefur reitt samkynhneigða á Ítalíu til reiði með undarlegum ummælum. 27. september 2013 15:00