Erlent

„Hen“ með í næsta orðalista sænsku akademíunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Umræða um fornafnið "hen“ hefur lengi staðið yfir í Svíþjóð en notkun þess hefur aukist mikið í daglegu tali á síðustu árum.
Umræða um fornafnið "hen“ hefur lengi staðið yfir í Svíþjóð en notkun þess hefur aukist mikið í daglegu tali á síðustu árum. Vísir/Getty
Fornafnið „hen“ verður tekið inn í opinberum orðalista sænsku akademíunnar á næsta ári. Orðið mun fá tvær merkingar í orðalistanum, annars vegar útskýring á þriðja kyni og hins vegar hugtak um óákveðið kyn sem þýðir þá „hann eða hún“.

Sven-Göran Malmgren, ritstjóri orðalistans, segir í samtali við sænska ríkisútvarpið að akademían hafi verið hikandi um hvort taka ætti orðið inn í orðalistann í nokkur ár, en nú sé ljóst að orðið hafi skýra merkingu í sænska tungumálinu. Þá sé óvenjulegt að ný fornöfn skjóti upp kollinum í tungumálinu.

Umræða um orðið „hen“  hefur staðið yfir allt frá sjöunda áratugnum en notkun þess jókst mikið í daglegu tali Svía fyrir fáeinum árum.

Sænska akademían uppfærir árlega orðalista sinn, en ekki er langt síðan sögnin að „zlatanera“ var tekin inn. Sögnin þýðir „að dómínera eða gera eitthvað með kraftmiklum hætti“, og vísar þar í knattspyrnumanninn sænska Zlatan Ibrahimovic.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×