Fótbolti

Zlatan fær sitt eigið orð í sænska tungumálinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Mynd/Nordic Photos/Getty
Zlatan Ibrahimovic átti frábært ár með AC Milan og Paris Saint-Germain og hver er búinn að gleyma þrennu hans með sænska landsliðinu á móti Englandi.

Zlatan er súperstjarna í heimalandi sínu og nú hafa Svíar gengið einu skrefi lengra í að tjá aðdáun sína á leikmanninum.

Zlatan hefur nefnilega fengið sitt eigið orð í sænska tungumálinu. Sögnin að "zlatanera" er ein af nýju orðunum í sænsku. Sögnin þýðir að dómínera eða gera eitthvað með kraftmiklum hætti.

Svíar tóku orðið upp eftir að franska stórblaðið L'Equipe notaði það til að lýsa snilli Zlatans inn á fótboltavellinum.

Zlatan Ibrahimovic skoraði 28 mörk í 32 leikjum með AC Milan á síðustu leiktíð og varð markakóngur ítölsku deildarinnar. Hann hefur síðan skorað 18 mrök í 16 leikjum með Paris Saint-Germain í frönsku deildinni það sem af er á þessari leiktíð. Zlatan skoraði síðan 11 mörk í 8 landsleikjum með Svíum á árinu 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×