„Hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2016 15:12 Regnbogafána hinsegin fólks og bandaríska fánanum er flaggað í hálfa stöng við Ráðhús Reykjavíkur til minningar um fórnarlömb árásarinnar í Orlando. mynd/reykjavíkurborg Samtökin ´78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í gær. Í yfirlýsingunni segja samtökin að árásin sé hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Alls létust 49 manns í skotárásinni sem er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Skemmtistaðurinn Pulse var skemmtistaður sem hinsegin fólk í Orlando sótti og í yfirlýsingu Samtakanna segir meðal annars: „Pulse Orlando var griðarstaður fjölbreyttrar flóru hinsegin fólks, sem sumu hverju hafði verið úthýst af fjölskyldum sínum. Þar fann fólk nýja fjölskyldu, vini, gleði og ást. Árásin er því árás á hjarta hinsegin samfélagsins. Árásin er hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Hinsegin fólk er með kerfisbundnum hætti beitt ofbeldi, jaðarsetningu og útskúfun víða um heim og þessi árás er af sama meiði. Hún er öfgafull birtingarmynd hinsegin haturs sem hinsegin fólk þekkir því miður of vel á eigin skinni.“ Þá fordæma Samtökin ´78 það að árásir sem þessi séu notaðar til þess að kynda undir útlendingahatur og fordóma gegn múslimum: „Árásin snýst fyrst og síðast um hatur á hinsegin fólki, sem er viðvarandi vandamál um allan heim, þvert á trúarbrögð og menningarheima. Nú sem endranær reynir á samstöðu okkar hvert með öðru. Á samstöðu jaðarsettra hópa og á samstöðu þeirra sem ekki eru jaðarsett með okkur hinum. Samtökin ‘78 munu halda baráttu sinni áfram. Við sigrum árásir með sýnileika, fræðslu og ást, nú sem fyrr. Kærleikurinn mun sigra.“ Yfirlýsingu Samtakanna má sjá í heild sinni hér að neðan:Samtökin ‘78 votta aðstandendum þeirra sem létust í skotárásinni á skemmtistaðnum Pulse í Orlando dýpstu samúð sína, sem og hinsegin samfélaginu öllu. Hinum særðu sendum við baráttu- og batakveðjur.Pulse Orlando var griðarstaður fjölbreyttrar flóru hinsegin fólks, sem sumu hverju hafði verið úthýst af fjölskyldum sínum. Þar fann fólk nýja fjölskyldu, vini, gleði og ást. Árásin er því árás á hjarta hinsegin samfélagsins.Árásin er hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Hinsegin fólk er með kerfisbundnum hætti beitt ofbeldi, jaðarsetningu og útskúfun víða um heim og þessi árás er af sama meiði. Hún er öfgafull birtingarmynd hinsegin haturs sem hinsegin fólk þekkir því miður of vel á eigin skinni.Samtökin ´78 fordæma það að árásir sem þessi séu notaðar til að kynda undir útlendingahatur og fordóma gegn múslimum. Árásin snýst fyrst og síðast um hatur á hinsegin fólki, sem er viðvarandi vandamál um allan heim, þvert á trúarbrögð og menningarheima. Nú sem endranær reynir á samstöðu okkar hvert með öðru. Á samstöðu jaðarsettra hópa og á samstöðu þeirra sem ekki eru jaðarsett með okkur hinum. Samtökin ‘78 munu halda baráttu sinni áfram. Við sigrum árásir með sýnileika, fræðslu og ást, nú sem fyrr. Kærleikurinn mun sigra. Hinsegin Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando Adele tileinkaði tónleika sína í Antwerpen í gærkvöldi þeim sem voru á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á laugardagskvöldið. 13. júní 2016 14:50 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Samtökin ´78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í gær. Í yfirlýsingunni segja samtökin að árásin sé hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Alls létust 49 manns í skotárásinni sem er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Skemmtistaðurinn Pulse var skemmtistaður sem hinsegin fólk í Orlando sótti og í yfirlýsingu Samtakanna segir meðal annars: „Pulse Orlando var griðarstaður fjölbreyttrar flóru hinsegin fólks, sem sumu hverju hafði verið úthýst af fjölskyldum sínum. Þar fann fólk nýja fjölskyldu, vini, gleði og ást. Árásin er því árás á hjarta hinsegin samfélagsins. Árásin er hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Hinsegin fólk er með kerfisbundnum hætti beitt ofbeldi, jaðarsetningu og útskúfun víða um heim og þessi árás er af sama meiði. Hún er öfgafull birtingarmynd hinsegin haturs sem hinsegin fólk þekkir því miður of vel á eigin skinni.“ Þá fordæma Samtökin ´78 það að árásir sem þessi séu notaðar til þess að kynda undir útlendingahatur og fordóma gegn múslimum: „Árásin snýst fyrst og síðast um hatur á hinsegin fólki, sem er viðvarandi vandamál um allan heim, þvert á trúarbrögð og menningarheima. Nú sem endranær reynir á samstöðu okkar hvert með öðru. Á samstöðu jaðarsettra hópa og á samstöðu þeirra sem ekki eru jaðarsett með okkur hinum. Samtökin ‘78 munu halda baráttu sinni áfram. Við sigrum árásir með sýnileika, fræðslu og ást, nú sem fyrr. Kærleikurinn mun sigra.“ Yfirlýsingu Samtakanna má sjá í heild sinni hér að neðan:Samtökin ‘78 votta aðstandendum þeirra sem létust í skotárásinni á skemmtistaðnum Pulse í Orlando dýpstu samúð sína, sem og hinsegin samfélaginu öllu. Hinum særðu sendum við baráttu- og batakveðjur.Pulse Orlando var griðarstaður fjölbreyttrar flóru hinsegin fólks, sem sumu hverju hafði verið úthýst af fjölskyldum sínum. Þar fann fólk nýja fjölskyldu, vini, gleði og ást. Árásin er því árás á hjarta hinsegin samfélagsins.Árásin er hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim. Hinsegin fólk er með kerfisbundnum hætti beitt ofbeldi, jaðarsetningu og útskúfun víða um heim og þessi árás er af sama meiði. Hún er öfgafull birtingarmynd hinsegin haturs sem hinsegin fólk þekkir því miður of vel á eigin skinni.Samtökin ´78 fordæma það að árásir sem þessi séu notaðar til að kynda undir útlendingahatur og fordóma gegn múslimum. Árásin snýst fyrst og síðast um hatur á hinsegin fólki, sem er viðvarandi vandamál um allan heim, þvert á trúarbrögð og menningarheima. Nú sem endranær reynir á samstöðu okkar hvert með öðru. Á samstöðu jaðarsettra hópa og á samstöðu þeirra sem ekki eru jaðarsett með okkur hinum. Samtökin ‘78 munu halda baráttu sinni áfram. Við sigrum árásir með sýnileika, fræðslu og ást, nú sem fyrr. Kærleikurinn mun sigra.
Hinsegin Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando Adele tileinkaði tónleika sína í Antwerpen í gærkvöldi þeim sem voru á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á laugardagskvöldið. 13. júní 2016 14:50 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15
Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando Adele tileinkaði tónleika sína í Antwerpen í gærkvöldi þeim sem voru á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á laugardagskvöldið. 13. júní 2016 14:50