„Engin þjóð beygir sig undir lög sem ógna öryggi hennar.“ Gunnar Örn Jónsson skrifar 23. júlí 2009 18:29 dr. Herdís Þorgeirsdóttir. Svo virðist sem margir lögfræðingar séu komnir á þá skoðun að Alþingi megi alls ekki samþykkja svokallaðan Icesave samning. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor, segir að engin þjóð beygi sig undir lög sem ógna öryggi hennar. Stefán Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður, rituðu síðastliðið haust grein í Morgunblaðið þar sem þeir bentu á að íslenska ríkið væri ekki greiðsluskylt samkvæmt tilskipunum Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Eftir grein Stefáns og Lárusar, lá álit lögfræðinga um málið niðri, þar til dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor, ritaði grein í Fréttablaðið þann 20. júní síðastliðinn. Þar varaði hún Alþingi við að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave og taldi samninginn á skjön við þær grundvallarreglur sem evrópsk samvinna byggði tilvist sína á. „Engin þjóð beygir sig undir lög sem ógna öryggi hennar og sjálfstæði. Þjóðir gera samninga sín á milli og grundvallarregla í þjóðarétti er að samninga beri að virða. En ekki nauðasamninga. Ekki samninga sem er fyrirséð að ekki er hægt að standa við," sagði Herdís. Dr. Elvira Mendez Pinedo, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti kom í kjölfarið og benti á þá að Evrópusambandið sjálft hefði átt að koma að þessum samningi en ekki láta Bretum og Hollendingum eftir að gera þetta að samningi sem væri eins og milli einkaaðila. Elvira benti á að samningurinn væri á gömlu lagamáli og hann væri meingallaður séð frá hagsmunum Íslendinga. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, skrifaði þar næst grein og benti á að hinn raunverulegi ágreiningur sneri að því hvort íslenska þjóðin ætti að njóta réttar til að fá úrlausn hlutlausra dómstóla hvort hún að réttum lögum skuldi þetta fé. Sigurður Líndal tók í sama streng í stuttri grein í Fréttablaðinu. Þá kom einn reyndasti lögmaður Íslendinga, Ragnar Hall, og sagði að óforsvaranlegt væri að lögfesta ábyrgð ríkissjóðs á greiðslum vegna Icesave þar sem íslensku samningamennirnir hefðu samið af sér og Íslendingum bæri ekki að taka á sig þær skuldbindingar sem gerðar eru í samningnum við Hollendinga og Breta. Viðtal við Ragnar varðandi málið kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og einnig má sjá fréttina hér á Vísi. Undir þau rök að ekki mætti samþykkja Icesave-samninginn óbreyttann, tók Eiríkur Tómasson prófessor. Þau sjónarmið að Icesave samningurinn í núverandi mynd sé óforsvaranlegur, eru því ríkjandi í röðum lögspekinga. Tengdar fréttir Lögmannskostnaður Breta samsvarar 8 mánaða rekstri lögreglunnar Icesave samkomulagið gerir ráð fyrir því að Íslendingar greiði tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta vegna málsins. Fyrir þessa upphæð mætti reka lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í rúmlega hálft ár. 23. júlí 2009 19:06 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Sjá meira
Svo virðist sem margir lögfræðingar séu komnir á þá skoðun að Alþingi megi alls ekki samþykkja svokallaðan Icesave samning. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor, segir að engin þjóð beygi sig undir lög sem ógna öryggi hennar. Stefán Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður, rituðu síðastliðið haust grein í Morgunblaðið þar sem þeir bentu á að íslenska ríkið væri ekki greiðsluskylt samkvæmt tilskipunum Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Eftir grein Stefáns og Lárusar, lá álit lögfræðinga um málið niðri, þar til dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor, ritaði grein í Fréttablaðið þann 20. júní síðastliðinn. Þar varaði hún Alþingi við að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave og taldi samninginn á skjön við þær grundvallarreglur sem evrópsk samvinna byggði tilvist sína á. „Engin þjóð beygir sig undir lög sem ógna öryggi hennar og sjálfstæði. Þjóðir gera samninga sín á milli og grundvallarregla í þjóðarétti er að samninga beri að virða. En ekki nauðasamninga. Ekki samninga sem er fyrirséð að ekki er hægt að standa við," sagði Herdís. Dr. Elvira Mendez Pinedo, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti kom í kjölfarið og benti á þá að Evrópusambandið sjálft hefði átt að koma að þessum samningi en ekki láta Bretum og Hollendingum eftir að gera þetta að samningi sem væri eins og milli einkaaðila. Elvira benti á að samningurinn væri á gömlu lagamáli og hann væri meingallaður séð frá hagsmunum Íslendinga. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, skrifaði þar næst grein og benti á að hinn raunverulegi ágreiningur sneri að því hvort íslenska þjóðin ætti að njóta réttar til að fá úrlausn hlutlausra dómstóla hvort hún að réttum lögum skuldi þetta fé. Sigurður Líndal tók í sama streng í stuttri grein í Fréttablaðinu. Þá kom einn reyndasti lögmaður Íslendinga, Ragnar Hall, og sagði að óforsvaranlegt væri að lögfesta ábyrgð ríkissjóðs á greiðslum vegna Icesave þar sem íslensku samningamennirnir hefðu samið af sér og Íslendingum bæri ekki að taka á sig þær skuldbindingar sem gerðar eru í samningnum við Hollendinga og Breta. Viðtal við Ragnar varðandi málið kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og einnig má sjá fréttina hér á Vísi. Undir þau rök að ekki mætti samþykkja Icesave-samninginn óbreyttann, tók Eiríkur Tómasson prófessor. Þau sjónarmið að Icesave samningurinn í núverandi mynd sé óforsvaranlegur, eru því ríkjandi í röðum lögspekinga.
Tengdar fréttir Lögmannskostnaður Breta samsvarar 8 mánaða rekstri lögreglunnar Icesave samkomulagið gerir ráð fyrir því að Íslendingar greiði tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta vegna málsins. Fyrir þessa upphæð mætti reka lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í rúmlega hálft ár. 23. júlí 2009 19:06 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Sjá meira
Lögmannskostnaður Breta samsvarar 8 mánaða rekstri lögreglunnar Icesave samkomulagið gerir ráð fyrir því að Íslendingar greiði tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta vegna málsins. Fyrir þessa upphæð mætti reka lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í rúmlega hálft ár. 23. júlí 2009 19:06