Innlent

„Ákvörðunin hefur verið mjög skaðleg stofnuninni“

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Valli
Starfsmenn Fiskistofu hafa sent umboðsmanni Alþingis athugasemdir við svör Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegsráðherra, um flutning Fiskistofu. Starfsmennirnir segja staðhæfingu ráðherra um að engin ákvörðun hafi verið tekin um flutning höfuðstöðvanna vera ranga.

Þeir segja að í bréfi ráðherra til starfsmanna komi annað frem sem og í ummælum ráðherra og annarra embættismanna síðasta sumar.

„Þótt vissulega mætti fagna því ef ráðherra hefði enga ákvörðun tekið hér að lútandi, en sú stjórnsýsla sem fólst í ákvörðun ráðherra og nú í svari hans stórlega ámælisverð. Ákvörðunin hefur verið mjög skaðleg stofnuninni, viðskiptavinum hennar, en ekki síst starfsmönnum Fiskistofu og fjölskyldum þeirra.“

Starfsmenn Fiskistofu velta upp þeim möguleika að ákvörðunin um flutningana hafi verið ólögleg og hvort til þurfi samþykki Alþingis. Þá segja starfsmennirnir einnig frá því að engin greining á kostum og ókostum þess að flytja stofnunina hafi verið gerð.

Athugasemdir starfsmanna má sjá í skjali hér að neðan.


Tengdar fréttir

Flutningur Fiskistofu ekki á áætlun

Nær öruggt er að höfuðstöðvar Fiskistofu verði fluttar til Akureyrar fyrir 1.júlí eins og stefnt var að. Margir Sjálfstæðismenn hafa heitið því að berjast gegn því að sjávarútvegsráðherra fái heimild fyrir að flytja stofnunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×