„Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. september 2015 14:30 Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir. Vísir/Valli „Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur og það er ekki hægt að rugla í því, skiljanlega,“ segir leikkonan Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir við Kastljósið sem mun fjalla um ýmsar hliðar staðgöngumæðrunar í þætti sínum í kvöld. Kastljós setti inn stiklu úr þættinum á Facebook-síðu sína þar sem kemur fram að Guðlaug ákvað að vel athuguðu máli að eignast barn fyrir frænda sinn og eiginmann hans. Eftir að barnið kom í heiminn varð Guðlaugu ljóst að skilningur hennar var ekki sá sami og hjá frænda hennar og eiginmanni hans höfðu á málinu og hefur hún ekki fengið að umgangast barnið eins og hún hefur óskað eftir. „Þannig að nei, það gekk ekki eftir. Ég verð bara að bíða. Börn leita uppruna síns. Svo er þetta bara tímaspursmál.“Kastljós fjallar um ýmsar hliðar staðgöngumæðrunar í kvöld. Við sýnum viðtal við Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur, sem...Posted by Kastljós on Thursday, September 24, 2015Fyrir Alþingi liggur stjórnarfrumvarp frá Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Er frumvarpinu ætlað að stuðla að vandaðri framkvæmd staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni til að tryggja hag og réttindi barns sem fæðist eftir staðgöngumæðrun, rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóður og fjölskyldu hennar og farsæla aðkomu væntanlegra foreldra.Sjá einnig: Samkynhneigðir karlar geti nýtt sér staðgöngumæðrun Í viðtalinu við Kastljós, sem sýnt verður í kvöld, hvetur Guðlaug konur til að hugsa sig tvisvar um áður en þær bjóðast til að vera staðgöngumæður. „Þær konur sem eru tilbúnar að vera staðgöngumæður í velgjörðarskyni, þær hafa aldrei misst barn,“ segir Guðlaug.Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur talað fyrir staðgöngumæðrun.vísir/pjeturStaðgöngumæðrun hefur verið til umfjöllunar í samfélaginu um skeið. Í samtali við Fréttablaðið í ágúst síðastliðnum sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, að hún vildi leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Jóhanna sagðist vona að almennileg umræða muni skapast um málið þegar frumvarpið verður tekið fyrir á þingi. „Ég vona að hún verði litríkari en bara já eða nei, að rætt verði hvað sé hægt að gera til að bæta frumvarpið og umræðan verði tekin á hærra stig. Ég vil endilega bæta þetta frumvarp eins mikið og hægt er.“Sjá einnig: Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“Þó svo að staðgöngumæðrun sé ekki leyfð hér á landi eru nokkur dæmi um slík tilvik, líkt og hjá Guðlaugu. Stöð 2 sagði til að mynda frá hjónum í febrúar síðastliðnum sem komust í samband við íslenska konu á lokaðri Facebook síðu sem var reiðubúin að ganga með barn þeirra. Hjónin skildu að nafninu til og skráði eiginkonan sig í sambúð með konunni svo hún gæti farið í tæknifrjóvgun hjá Art Medica. Tengdar fréttir Þóttust vera lesbískt par til að reyna staðgöngumæðrun Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi, þrátt fyrir að það væri ólöglegt. 18. febrúar 2015 17:47 Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15 Íslensk kona gerði tvær tilraunir til að gerast staðgöngumóðir fyrir ókunnuga Kona, sem gerði á síðasta ári tvær tilraunir til að ganga með barn fyrir ókunnug hjón, segir gríðarlega mikilvægt að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði leyfð hér á landi. 18. febrúar 2015 16:45 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur og það er ekki hægt að rugla í því, skiljanlega,“ segir leikkonan Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir við Kastljósið sem mun fjalla um ýmsar hliðar staðgöngumæðrunar í þætti sínum í kvöld. Kastljós setti inn stiklu úr þættinum á Facebook-síðu sína þar sem kemur fram að Guðlaug ákvað að vel athuguðu máli að eignast barn fyrir frænda sinn og eiginmann hans. Eftir að barnið kom í heiminn varð Guðlaugu ljóst að skilningur hennar var ekki sá sami og hjá frænda hennar og eiginmanni hans höfðu á málinu og hefur hún ekki fengið að umgangast barnið eins og hún hefur óskað eftir. „Þannig að nei, það gekk ekki eftir. Ég verð bara að bíða. Börn leita uppruna síns. Svo er þetta bara tímaspursmál.“Kastljós fjallar um ýmsar hliðar staðgöngumæðrunar í kvöld. Við sýnum viðtal við Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur, sem...Posted by Kastljós on Thursday, September 24, 2015Fyrir Alþingi liggur stjórnarfrumvarp frá Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Er frumvarpinu ætlað að stuðla að vandaðri framkvæmd staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni til að tryggja hag og réttindi barns sem fæðist eftir staðgöngumæðrun, rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóður og fjölskyldu hennar og farsæla aðkomu væntanlegra foreldra.Sjá einnig: Samkynhneigðir karlar geti nýtt sér staðgöngumæðrun Í viðtalinu við Kastljós, sem sýnt verður í kvöld, hvetur Guðlaug konur til að hugsa sig tvisvar um áður en þær bjóðast til að vera staðgöngumæður. „Þær konur sem eru tilbúnar að vera staðgöngumæður í velgjörðarskyni, þær hafa aldrei misst barn,“ segir Guðlaug.Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur talað fyrir staðgöngumæðrun.vísir/pjeturStaðgöngumæðrun hefur verið til umfjöllunar í samfélaginu um skeið. Í samtali við Fréttablaðið í ágúst síðastliðnum sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, að hún vildi leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Jóhanna sagðist vona að almennileg umræða muni skapast um málið þegar frumvarpið verður tekið fyrir á þingi. „Ég vona að hún verði litríkari en bara já eða nei, að rætt verði hvað sé hægt að gera til að bæta frumvarpið og umræðan verði tekin á hærra stig. Ég vil endilega bæta þetta frumvarp eins mikið og hægt er.“Sjá einnig: Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“Þó svo að staðgöngumæðrun sé ekki leyfð hér á landi eru nokkur dæmi um slík tilvik, líkt og hjá Guðlaugu. Stöð 2 sagði til að mynda frá hjónum í febrúar síðastliðnum sem komust í samband við íslenska konu á lokaðri Facebook síðu sem var reiðubúin að ganga með barn þeirra. Hjónin skildu að nafninu til og skráði eiginkonan sig í sambúð með konunni svo hún gæti farið í tæknifrjóvgun hjá Art Medica.
Tengdar fréttir Þóttust vera lesbískt par til að reyna staðgöngumæðrun Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi, þrátt fyrir að það væri ólöglegt. 18. febrúar 2015 17:47 Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15 Íslensk kona gerði tvær tilraunir til að gerast staðgöngumóðir fyrir ókunnuga Kona, sem gerði á síðasta ári tvær tilraunir til að ganga með barn fyrir ókunnug hjón, segir gríðarlega mikilvægt að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði leyfð hér á landi. 18. febrúar 2015 16:45 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þóttust vera lesbískt par til að reyna staðgöngumæðrun Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi, þrátt fyrir að það væri ólöglegt. 18. febrúar 2015 17:47
Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15
Íslensk kona gerði tvær tilraunir til að gerast staðgöngumóðir fyrir ókunnuga Kona, sem gerði á síðasta ári tvær tilraunir til að ganga með barn fyrir ókunnug hjón, segir gríðarlega mikilvægt að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði leyfð hér á landi. 18. febrúar 2015 16:45
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels