Enski boltinn

Zlatan getur selt 250 þúsund treyjur á einum degi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic er á leið með Svíum á EM en svo mætir hann á Old Trafford.
Zlatan Ibrahimovic er á leið með Svíum á EM en svo mætir hann á Old Trafford. Vísir/Getty
Zlatan Ibrahimovic verður launahæsti leikmaður Manchester United á næsta tímabili samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla en hann mun fá um 2,3 milljarða fyrir eins árs samning.

Sky Sports og Guardian hafa sagt frá því að hinn 34 ára gamli Zlatan Ibrahimovic ætli nú að reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn á ferlinum.

„Hann verður launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar," sagði Tancredi Palmeri í viðtalið við sunnudagsútgáfu SportExpressen en Palmeri sérhæfir sig í fréttum af félagsskiptamarkaðnum.

Expressen fjallar um Zlatan og ræðir við fótboltasérfræðinginn John Hartson sem er sannfærður um að það sé rétt ákvörðun hjá Manchester United að láta Svíann fá svona mikinn pening fyrir eitt tímabil.

„Þeir (Manchester United) hafa ekki Beckham og Van Nistelrooy eða Cole og Yorke lengur. Þeim vantar leikmenn með stóran persónuleika. Það er hægt að finna betri leikmann til að fylla í það skarð en Zlatan Ibrahimovic," sagði John Hartson sem á sínum tíma lék með Arsenal, West Bromwich og West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

John Hartson er viss um að Manchester United græðir á því að fá til sín Zlatan Ibrahimovic bæði fjárhagslega og árangurslega.

„Hann verður aðalmaðurinn í liðinu. Þeir þurfa á stórri stjörnu eins og að halda. Leikmann sem getur selt treyjur. Þeir ættu að geta selt 250 þúsund treyjur á 24 tímum með nafni Zlatan á bakinu. Ibrahimovic hefur unnið sér þennan sess með frábærum ferli sínum," sagði John Hartson.

Zlatan Ibrahimovic hefur orðið þrettán sínum meistari á síðustu fimmtán tímabilum og skoraði 113 mörk í 122 deildarleikjum á fjórum tímabilum sínum með Paris Saint-Germain.

PSG varð franskur meistari öll fjögur árin. Zlatan hefur líka unnið titla með Ajax (2002 og 2004), Juventus (2005 og 2006), Internazionale (2007, 2008 og 2009), Barcelona (2010) og AC Milan (2011).


Tengdar fréttir

Zlatan segist vera of góður fyrir Malmö-liðið

Zlatan Ibrahimovic er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í Frakklandi með sænska landsliðinu en hann færi mikið af spurningum um framhaldið því ekki er enn vitað hvar þessi frábæri leikmaður muni spila á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×