Innlent

Yfirgefur Ísland á gamals aldri og flytur til Berlínar

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Það er alltaf verið að tala um að ungt fólk sé að flýja land. En það eru líka til dæmi um annað. Kristján E. Guðmundsson sem er á áttræðisaldri var búsettur á Akranesi en er búinn að pakka niður í tösku, leigja íbúð í Berlín og flytur þangað búferlum á þriðjudaginn. Hann segir að Akranes sé ágætur bær en hálfgerður svefnbær. Það sé mun meira spennandi að eyða elliárunum í Berlín.

„Þar eru fleiri tækifæri, ódýrara húsnæði og matur. Svo bíður Berlín uppá svo feykilega margt í menningu og listum og ég ætla bara að færa mig þangað og eyða þar elliárunum,“ segir Kristján.

Kristján er ekki ókunnugur Berlín enda dvaldi hann þar í námsleyfi fyrir nokkrum árum. Hann óttast ekki félagslega einangrun, eða að færri leggi leið sína til Berlínar til að heimsækja hann heldur en upp á Akranes. Og dóttir hans Ilmur Kristjánsdóttur leikkona staðfestir að margir hafa hótað því að heimsækja hann og sjálf ætli hún að nota tækifærið áður en langt um líður.

Viðtal við Kristján má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Þurfti leyfi Seðlabankans til að borga 1800 króna bók

Kristján E. Guðmundsson frá Akranesi óraði ekki fyrir því að hann þyrfti að sækja um leyfi til Seðlabankans þegar hann keypti sér bók frá sænskri fornbókasölu. "En þannig var það nú samt,“ segir hann hlæjandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×