Erlent

Yfir helmingur Breta vill ganga úr ESB

Jón Hákon Halldórsson skrifar
David Cameron, forsætisráðherra Breta.
David Cameron, forsætisráðherra Breta. Mynd/ AFP
Yfir helmingur breskra kjósenda myndi greiða atkvæði með þeirri tillögu að ganga úr Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem sagt er frá á vef The Observer. Yfir 56% kjósenda myndu líklega eða örugglega greiða atkvæði með tillögunni ef haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla.

Skoðanir manna skiptast eftir stjórnmálaflokkum. Um 68% kjósenda íhaldsflokksins myndu vilja yfirgefa Evrópusambandið en um 24% myndu vilja vera þar áfram. Um 44% kjósenda Verkamannaflokksins vilja ganga úr sambandinu en 39% vilja vera áfram. Þá myndu um 39% frjálslyndra demókrata greiða atkvæði með úrsögn úr Evrópsambandinu en 47% þeirra vilja vera áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×