Viðskipti innlent

WOW air byrjað að fljúga til Dublin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fyrsta fluginu var vel fagna í morgun.
Fyrsta fluginu var vel fagna í morgun. Mynd/WOW air
Í dag hóf WOW air áætlunarflug til Dublin og mun fljúga þangað allan ársins hring. Flogið verður þrisvar sinnum í viku á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum. WOW air er fyrsta íslenska flugfélagið sem er með áætlunarflug til höfuðborgar Írska lýðveldisins en borgin var stofnuð af víkingum á 9. öld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW air.

WOW air hóf sölu á farmiðum til Dublin í lok september á síðasta ári og hefur salan gengið mjög vel bæði til Íslands og í tengiflug í gegnum Keflavíkurflugvöll til bæði Boston og Washington D.C.

„Það eru ánægjulegt að bæta við enn einum áfangastaðnum en við fljúgum nú til 20 áfangastaða bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. Við gerum ráð fyrir að um 750 þúsund farþegar muni fljúga með WOW air í ár og áætlum 50% farþegaaukningu á milli 2015 og 2016“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.

Núna í ár bætti WOW air við sex nýjum áfangastöðum. Auk Dublin bættust nýlega við leiðarkerfi WOW air; Boston, Washington D.C., Róm, Billund og Tenerife.

Flogið verður til Dublin þrisvar í viku.Mynd/WOW Air





Fleiri fréttir

Sjá meira


×